Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.04.1984, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. apríl 1984 11 Góð mæðravernd skilar sér í: Færri dauðsföllum við meðgöngu og fæðingu - segir í ályktun frá Suðurnesjadeild LMSÍ Aðalfundur Suðurnesja- deildar Ljósmæðrafélags- ins var haldinn 21.mars sl. Kom fram á fundinum að aðal verkefni deildarinnar á árinu hafi verið foreldra- fræðsla fyrir verðandi foreldra. Voru haldin 8 slík námskeið. Ásamt Ijósmæðrum hefur Sigriður Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari annast þessa fræðslu og nú nýverið hafa komið til starfa þær Svala Björgvinsdóttir félagsráð- gjafi og Arnheiður Ingólfs- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Stjórn Suðurnesjadeildar LMSÍ er þannig skipuð: Anna Sveinþjörnsdóttir, formaður. Einhildur Einars- dóttir, varaformaður, Hulda Bjarnadóttir, gjald- keri og Guðrún Guðbjarts- dóttir, ritari. Á fundinum voru eftirfar- andi ályktanir samþykktar: „Fundurinn fagnar góðri mæðravernd á svæðinu, en telur æskilegt að ungbarna- eftirlit yrði einnig komið á í heimahúsum fyrst eftir heimkomu barns. Þá lýsir fundurinn einnig sérstakri ánægju sinni yfir því að Sjúkrahúsinu hefur verið fært sónartæki að gjöf, sem eykur öryggi verðandi mæðra til mikilla muna. Þá fögnum við því að veitt hefur verið stöðugildi við sjúkrahúsið". „Fundurinn fagnar því frum varpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um lengingu fæðingarorlofs úr 3 mánuð- um í 6 mánuði". „Fundurinn varar viðafleið- ingum af sparnaðarráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, hann vill minna á að góð mæðra- vernd hafi skilað sér í fækkun dauðsfalla og alvar- Sjúkrahúsiö i Keflavik Vorveiði hafin í Geir- landsá og Vatnamótum l.apríl hófst veiði í Geir- landsá. Miklir vatnavextir í ánni spilltu fyrir veiðinni, því var aðeins hægt að veiða fyrsta morguninn. Þá komu á land 15 sjóbirtingar og veiddust þeir allir í Ár- mótum. Eftir hádegi fór að rigna og óx þá svo í ánni, að hún varð óveiðanleg. Er annað hollið mætti á staðinn, leist þeim ekki á blikuna, þvi áin varsem haf- sjór yfir að líta. Létu þeir því fyrirberast í veiðihúsinu þar til síðasta morguninn en þá var farið að sjatna dálítið í ánni. Fóru þeir niður í Ármót og fengu þar 4 sjó- birtinga. Er þriðja hollið tók við var áin enn i miklum vexti. Þó var reynt að veiða en lítið gekk, fengust þó 3 sjóbirtingar. Tveir í Ármót- um og einn ofan við nýju brú. Urðu þeir lítið varir við fisk í ánni. Veiði var ekki hægt að hefja í Vatnamót- um fyrr en 6.apríl, vegna ótryggra aðstæðna. Var það einkum ís er olli töfinni. En opnunarhollið fékk 18 sjóbirtinga og töldu þeir að þó nokkuð væri af fiski, þó veiðiaðstæður væru í lakara lagi, vegna íshröngls og vatnavaxta. Stærsti fiskur sem kominn er á land úr Geirlandsá í vor er 9 pund. Stærsti fiskur úr Vatnamót- um fram að þessu er6 pund. Er þetta er skrifað spáir veð- urstofan kólnandi veðri, og er því von til þess að sjatni í ánum og fiskurinn leiti aftur á hefðbundna staði.Þá er ekki að efa að vel veiðist. st.bj.- legra afleiðinga tengt með- göngu og fæðingu". „Ljósmæður vilja hvetja mæður til að hafa börn sin á brjósti eins lengi og nokkur tök eru á“. Fundurinn samþykkir að beita sér fyrir stofnun áhugafélags um brjósta- gjöf. Tilgangurfélags þessa er að fólk sem hefur áhuga fyrir brjóstagjöf myndi með sér félag sem hjálpar konum við að hafa börn sin á brjósti með því að veita stuðning vegna eigin reynslu. Félagsskapur af þessu tagi hefur verið stofnaður hérlendis og víða erlendis. Þeir sem áhuga hafa hér á Suðurnesjum hafi samband við Fæðingar deild sjúkrahússins í Kefla- vík og Auði á Heilsugæslu- stöð Suðurnesja. Stjórnin. Úrval talstöövaloftneta og fylgihlutir fyrir CB talstöðvar frá Höfum Suðurnesjaumboð fyrir D i. , i i r Holtsgötu S - Ytri-Njarövik - Simar 2869, 2362

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.