Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Side 6

Víkurfréttir - 04.05.1984, Side 6
6 Föstudagur 4. maí 1984 VÍKUR-fréttir ÖLL ALMENN HÁRÞJÓNUSTA TlMAPANTANIR I SÍMA 3707. jisí *L HÁRGREIÐSLUSTOFA ÁSDÍSAR Sunnubraut 8 - Keflavík Jr HILLUR OG SKILRÚM - úr reyr - henta hvar sem er: á baðið, í herbergi, í sumarbústaðinn, í sólstofuna. SÉRVERLSUN MEÐ GJAFAVÖRUR Rúnar Helgason, eigandi Sportvikur, ásamt Guörúnu Hauksdóttur, „Það er í tísku að trimma" - segir Rúnar Helgason í Sportvík ,,Útivist meðal fólks hefur aukist mikið að undanförn- um árum og það má segja að það sé í tísku í dag að trimma", sagði Rúnar Helgason, eigandi verslun- arinnar Sportvík í Keflavík, í spjalli við blm. Víkur-frétta. Fyrir skömmu fóru fram umtalsverðar breytingar í versluninni. Guðrún Guð- mundsdóttir innanhúss- arkitekt, hannaði breyting- arnar sem eru til mikils hag- ræðis og nýtist plássið í versluninni mun betur, auk þess sem settir hafa verið upp 2 mátunarklefar. ,,Ég kappkosta að hafa mikið úr- val af sportvörum fyrir alla aldurshópa, og nú hef ég bætt við nýrri deild með við- legubúnaði." Þú segir að trimm sé í tfsku? ,,Já, því er ekki að neita. En aftur á móti voru menn litnir hornauga fyrir 2 árum, ef þeir voru að hlaupa úti, breyting í þessum málum hefur orðið mikil ásvostutt- um tíma. Gott dæmi hvað þetta varðar er sala á jogging-göllum. Hún hefur verið mjög mikil og er enn. En fólk hleypur ekki bara í slíkum göllum heldur er í þeim við öll tækifæri, enda mjög þægilegur og prakt- ískur fatnaður. Ég er til að mynda að fá nýja tegund af íslenskum göllum undir vörumerkinu DON Cano' og það er hafinn útflutn- ingur á þeim og seljast grimmt erlendis. En hvað varðar trimmið, þá vil ég benda á í sambandi við skó- útbúnað, að það er mikil- vægt að velja sérstaklega útbúna joggingskó. Þeireru mýkri og með þykkari sóla og henta mun betur. Ráölegg ég trimmurum að nota slíka skó. Hættan á meiðslum á fótum er mun minni á slíkum skóm". „Er sala í sportvöruversl- unum ekki mjög árstíöa- bundin? „Fyrir utan jólatraffíkina er mesta salan á vorin og á sumrin. Þá fer allt af stað. En svo skiptist salan á við- komandi vörum eftir árs- tíma. Skíöavörur seljast náttúrlega yfir vetrartím- ann, golfvörur á sumrin, en svo getur varið jöfn sala í sumu, t.d. skóm, allt árið um kring“. Aö lokum, Rúnar, nú er ert þú nýbyrjaður i þessum bransa, ef svo má að'oröi komast. Hvernig finnst þér aö reka verslun i Keflavík? „Þetta er harður bisness og erfiður, og mikil sam- keppni. Ef þetta á að ganga þá verður maður að leggja sig allan í þetta og það er enginn 9-6 vinnutími. En þetta hefur gengið mjög þokkalega og það er mjög gaman að bjástra við þetta. Ég er bjartsýnn á framtíð- ina“, sagði Rúnar Helga- son í Sportvík, að lokum. pket. Eigendaskipti að Kjúklinga- höllinni Nú um mánaðamótin urðu eigendaskipti að Kjúklingahöllinni, Hafnar- götu 19a, og eru hinir nýju eigendur hjónin Magnús Guðmundsson og Hrefna Halldórsdóttir. Hafa þau hug á að gera ýmsar breyt- ingar samfara eigenda- skiptunum, og verður nánar greint frá því í næsta blaði. epj. Auglýsingasíminn er 1717 FJÖLBREYTT ÚRVAL BIFREIÐA VIÐ ALLRA HÆFI Á útisvæöi. Ðílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 29a, sími 1081 innisal. CHEROKEE árg. '75 ekinn 87 þús., 8 cyl. sjálf- skiptur, breið dekk, álfelg- ur, tvöfaldir demparar, læst drif að aftan, útvíkkuð bretti. ryðlaus, ný sprautaður.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.