Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 1. nóvember 1984 3
Mælsku- og rökræðukeppni
framhaldsskóla:
Á að skikka karlmenn
til að ganga í pilsum?
1. umferð hefst í Félagsbíói I kvöld
,,Á að skikka karlmenn til
að ganga í pilsum?" verður
umræðuefni í Félagsbíói kl.
20.30 í kvöld, fimmtudag. Er
hér um að ræða 1. umferð í
MORFÍS og eigast við lið
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og Fjölbraut Ármúla.
MORFÍS er skammstöfun
fyrir mælsku- og rökræðu-
keppni framhaldsskóla á (s-
landi, en þátt taka þeir skól-
ar sem útskrifa stúdenta.
Keppnin verður með þvi
sniði að hver skóli sendir 3
manna ræðulið auk liðs-
stjóra, sem jafnframt er
þjálfari. Keppt er sam-
kvæmt útsláttarfyrirkomu-
lagi, þannig að það lið sem
vinnur heldur áfram í
keppninni. Lið eru dregin
saman í tölvu Verslunar-
skóla (slands, svo og um-
ræðuefni, hvort liðið á
heimaleik og loks hvaðan
dómarar koma. ( kvöld
koma þeir frá Menntaskól-
anum á (safirði og á Egils-
stöðum, auk eins dómara
sem kemur frá JC-hreyf-
ingunni. Þannig er fyllsta
hlutleysis gætt.
Fyrsta umferðin hefst í
kvöld eins og áður segir, og
munu 18 skólar keppa sín á
milli. Úrslitakeppnin verður
síðan 6. mars í Háskólabíói.
Blaðamaður Víkur-frétta
hitti keppendur að máli fyrir
skömmu og spurði þá
hvernig keppnin legöist í
þá. „Þetta er í fyrsta skipti
sem við tökum þátt í þess-
ari keppni og við ætlum
okkurekkertannaðen sigur
í kvöld. Það hefur verið her-
ferð í skólanum síðustu
daga og vikur um að allir
sem ætla að koma og styðja
við bakið á okkur mæti i
pilsum. Við ætlum okkur
stóra hluti í þessari keppni
og stefnum hiklaustá úrslit-
in í rnars", sögðu þau Svala
Sigurgeirsdóttir (Njarðvík),
Helga Loftsdóttir (Grinda-
vík), Garðar Vilhjálmsson
(Keflavík) og Guðmundur
Brynjólfsson (Vogum).
Keppnin er opin öllum og
eru Suðurnesjamenn hvatt-
ir til að mæta og hvetja
æskulýðinn. Lokaorð gef-
um við keppendum FS:
„KARLMENN: NIÐUR MEÐ
BRÆKURNAR OG UPP
MEÐ PILSIN . . . “ - pket.
Afleiðingar verkfalls BSRB:
Farið að bera á vöru-
og fjármagnsskorti
Nú er farið að gæta áhrifa
verkfalls. BSRB á ýmsum
sviðum. Vöruskorturerorð-
inn allnokkur og skortur á
rekstrarfé ýmissa fyrirtækja
er farinn að gera vart við sig.
Vínveitingahúsin, s.s.
K.K., hefur hætt dansleikja-
haldi vegna þess að barinn
er orðinn þurrausinn. Ýmis
félagasamtök hafa orðiðað
hætta við árshátíðir vegna
þess að skemmtanaleyfi
fást ekki afgreidd. Hús-
byggingar eru að stöðvast
vegna sementsleysis svo og
framkvæmdir við Helguvík
og flugstöðina. Bensínleysi
er orðið og því er kominn
samdráttur í ýmsa þjónustu
þar sem ökutæki eru notuð.
Ýmis fyrirtæki hafa ekki
fengið eðlilegt rekstrarfé,
vegna stöðvunar á póst-
samgöngum eða lokunar
ríkisfyrirtækja, s.s. Trygg-
ingastofnunarinnar. Bíla-
verkstæðin fá ekki trygg-
ingaskýrslur frá lögreglu og
geta því ekki fengið greiðsl-
ur fyrir viðgerðir á tjónum af
völdum umferðaróhappa.
Þessir aðilar geta því ekki
greitt það sem þeim ber
Auglýsingasíminn
er
1717
fyrir þjónustu, og þannig er
fjármagnsleysið orðið víð-
tækt. Enda er svo komiö að
ýmis fyrirtæki eru nánast
eingöngu rekin af þrjósku
eða metnaði eigenda.
Er þv( vonandi að verk-
fallið fari senn að leysast,
því annars er hætt við að
skapast geti varanlegt tjón
af því, s.s. varðandi atvinnu-
lífið, sem kæmi þá fram í
auknu atvinnuleysi. Einnig
má búastviðað verkfalliðsé
farið að koma illa niður á
ýmsum heimilum, og erfið-
lega muniaðgangaaðreisa
sig upp að nýju, að verkfalli
loknu.
Ein af afleiðingum
ástandsins er að flestar
peningastofnanir hafa nú
stöðvað öll útlán og tekið
hart á öllum vanskilum. M.a.
er vitað um að miklum
fjölda af ávísana- og hlaupa-
reikningum einstaklinga og
fyrirtækja hefur verið lokað
fyrir fullt og allt. Þá hefur
ástandið i för með sér að
vanskil lenda nú frekar í
lögfræðilegri innheimtu
eða öðru slíku, en áður.
Mest af þessu skrifast á yfir-
standandi kjaradeilu og því
hljóta flestir að sjá, að nú
verða menn að taka sig á og
sameinast um að leysa deil-
una, áður en hrun margra
heimila og fyrirtækja er
orðið að staðreynd. - epj.
Keppandur Fjölbrautaskóla Suðurnesja i MORFÍS, þau Svala, Helga, Garóar og Guð-
mundur, - i pilsum að sjálfsögðu.
ATH: Opið alla laugardaga
frá kl. 10:00 - 15:00.
Auglýsing í Víkur-fréttum hittir í mark.
Háteigur 12, Keflavik:
Góð 3ja herb. íbúð á góðum stað.
1.500.000.
Brekkubraut 15, efri hæð, Keflavik:
90 m2 3ja herb. íbúð ásamt bílskúr.
Mikið endurnýjuð eign. Góður stað-
ur. 1.550.000.
Eignamiðlun
Suðurnesja
Fasteignaviðskipti:
Hannes Arnar Ragnarsson
Sölustj óri:
Sigurður Vignir Ragnarsson
Vatnsnesvegur 26, efri hæð, Keflavík:
3ja herb. sérhæð í ágætu ástandi á-
samt tvöföldum bílskúr. Skipti á ódýr-
ara möguleg. 1.450.000
Hátún 18, efri hæð, Keflavik:
Góð 3ja herb. ibúð. Ágætur staður.
1.050.000.
Kirkjuvegur 42, neðri hæð, Keflavik:
Góð 3ja herb. íbúð, mikið endurnýj-
uð, m.a. parket á öllu o.fl. Skipti á
góðum bíl möguleg. 1.080.000.
Heiðarból 8, Keflavík:
Góð 3ja herb. íbúð. Ljósar innrétt-
ingar, björt íbúð. 1.400.000.
KEFLAVÍK:
Góð 110 m2 4ra herb. íbúð við Hring-
braut, mikið endurnýjuð, m.a. nýtt
eldhús o.fl. 1.650.000.
Rúmgóð 160 ferm. íbúð við Háaleiti
ásamt tvöföldum bílskúr. Skipti á
ódýrara möguleg. 2.400.000.
Gott 140 m2 raðhús við Greniteig á-
samt 29 m2 bílskúr. Vönduð eign.
2.500.000.
175 m2 einbýlishús við Háaleiti.
Skipti á ódýrari eign möguleg.
2.800.000.
Gott 136 m2 einbýlishús við Lang-
holt ásamt 40 m2 bilskúr. Hagstæð
greiðslukjör. 3.500.000.