Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 01.11.1984, Qupperneq 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. nóvember 1984 11 ÍSMAT HF., Njarðvík: Opnar reykhús og afgreiðslu á framleiðsluvörum Sl. föstudag opnaði ísmat hf. í Njarðvík nýja afgreiðslu fyrir reykhús og sölu á hinum ýmsu framleiðslu- vörum fyrirtaekisins, að Brekkustíg 40. Að þessu til- efni tókum við Gunnar Pál Ingólfsson, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, í stutt spjall. „Ástæðan fyrir því að við erum að opna reykhús hérna er, aö það hefur sýnt sig aö mjög mikil þörf er fyrir slíka þjónustu hér syðra", sagði Gunnar Páll. „Við vitum að fólk hefur sótt þessa þjónustu mikið inn eftir, svo og kauþ á heilum og hálfum skrokkum. Nú ætlum við að veita þessa þjónustu hérna og jafn- framt munum við koma okkar framleiðslu á fram- færi á sem breiðustum vett- vangi. Er þetta því fyrst og fremst afgreiðsla og mót- taka fyrir kjöt í reyk og sam- hliða því bjóðum við fram- leiðsluvörur okkar. Verðið fer eftir vörumagninu, t.d. ef keypt eru 10 kg af nauta- hakki þá er um að ræða heildsöluverð, en sé lítið magn um að ræða getur það orðið á smásöluverði. Þá verðum við með loftþétt- ar umbúðir, þannig að Grindavíkurpistill: Hitaveitan bregst Nokkrir bátar búnir með loðnukvótann. Smávægileg áta í síldinni Þegar þetta er skrifað, 22. október sl., er búið að landa 15.000 tonnum af síld í Grindavík og bátarnir ný- farnir út eftir brælu og helg- arfrí. Næstum öll síldin hef- ur farið til söltunar, aðeins eitthvað smávegis til bræðslu vegna átu í síld- inni, en þaðervistvarlaum- talsvert. Nótabátarnir sem hafa landað eru 11 og auk þess 2 reknetabátar. Hingað komu tveir loðnu- bátar í síðustu viku. Vikur- bergiö kom með 530 tonn þann 16. okt. og Grindvík- ingur með 914 tonn 19. okt. Loðnan veiðist út af Vest- fjörðum og nokkrir bátar eru víst aö verða búnir með kvótann sinn. Þar sem Haf- rannsóknarskipið kemst ekki út til athugana vegna verkfallsvaröa, verður varla um viðbótarkvóta að ræða. Albert þarf víst ekki að fylla sig nema tvisvar í viðbót, þá er hann búinn með sinn kvóta, og svipaö mun vera um fleiri. Má þvi fara að bú- ast við að einhverjir loðnu- bátanna fari að hætta. Hér í Grindavík er kalt. Flesta daga er þessi „bless- uð" hitaveita að kvelja mann. Vatnið fer oft fyrir- varalaust, fólk er kannski með opna glugga og upp- götvar ekki strax að vatnið er farið. Svo er nístings- kuldi og varla fara þeir að slá af reikningunum. Svona er það þegar verið er að gera við, en ekki getum við neytendur gert neitt við reikningunum. Dráttarvext- irfrá 15. okt., takkfyrir. Væri ekki réttlátt að við gætum sett dráttarvextina á hita- veituna þann tíma sem við höfum engan hita? Og svo þegar langþráð vatnið loks- ins kemur er það kolmó- rautt og ónothæft langa lengi. - kg. Loðnubáturinn Kellvikingur KE 100 kemur meö fullfermi inn til Njaróvikur i sióustu viku. fólk getur t.d. keypt 3 kg af bjúgum og sett beint í frysti- kistuna. Annars er það að segja varðandi vöruverðið, að það verður svipað því sem hagstæöast er í versl- unurn", sagði Gunnar Páll. Afgreiðslutími verður frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10-18, föstudaga frá kl. 10-19 og reiknaö er með að opið verði á laugardög- um til kl. 16, „því þá hefur fólk tíma til að koma", sagði Gunnar Páll að lokum. - epj. Úr hinni nýju afgreiöslu Ismats hf. - Gunnar Páll afgreióir vióskiptavin. Varahlutadeild - Sími 1730 NYKOMIÐ Mikið úrval þokuljósa gul og hvít Ljóskastarar Framljós Vinnuvélaljós Afturljós á vörubíla Bremsuljós í afturglugga HÖFUM OPNAÐ Á NÝ eftir gagngerar breytingar. ÖLL ALHLIÐA HJÓLBARÐA- ÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA, JEPPA, SENDIBÍLA og LYFTARA. OPIÐ: mánudaga - föstudaga kl. 8-19 og laugardaga kl. 10-15 - Lokað í hádeginu. Radial vetrarhjólbarðar. II Einnig sólaðir hjólbarðar frá NÓG PLÁSS - GÓÐ ÞJÓNUSTA | Sólningu og Gúmmívinnustofunni. HJOLBARÐAÞJONUSTAN AÐAL STOÐINNI Hafnargötu 86 - Keflavík - Sími 1516

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.