Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 12

Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 12
12 Fimmtudagur 1. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir Ráðherra stöðvar byggingarframkvæmdir - að Tjarnargötu 2 Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur úrskurðað byggingarleyfi fyrir verslunar- og skrif- stofuhúsnæði að Tjarnar- götu 2 í Keflavík úr gildi fellt að svo stöddu. Jafnframt verður lagt fyrir skipulags- stjórn að eiga nú þegar frumkvæði að gerð deili- skipulags fyrir miðbæ Keflavíkur i samráði við bæjarstjórn Keflavíkur. Það er því Ijóst að fram- kvæmdir munu liggja niðri þar til deiliskipulag hefur verið samþykkt. Þar sem hér er um óvenjulegt mál að ræöa var leitað umsagnar nokkurra aðila sem því tengjast. - epj./pket. Árni R. Árnason, for- maður bygginganefndar Keflavikur: „Skipulags- stjórn hefði átt að kippa í spottann . . .“ ,,Það er alveg Ijóst, að ráðherra kemst að annarri niðurstöðu en bygginga- nefnd, en ég held að það sé ekki rétt að ég sé að fjölyrða hvers vegna. Það eru án efa fleiri álit á þvi en mitt. Ráðherra er sá aðili sem við verðum að hlíta, hvort sem við höfum allt aðra skoðun um bygginguna eður ei. Hann úrskurðar byggingarleyfið úr gildi og það þýðir að það er engin I heimild til framkvæmda. j Hins vegar kemur það skýrt i fram i umsögn skipulags- stjóra að það komi til álita eða umfjöllunar þegardeili- skipulag veröur samþykkt. I niðurstöðum ráðherra er skipulagsstjóra falið að hafa frumkvæði að gerð nýs deiliskipulags að miðbæ Keflavíkur í samráði við bæjarstjórn. Ég tel aðskipu- lagsstjóri hefði átt að kippa í þann spotta fyrir löngu síðan, fyrst þetta deiliskipu- lag var svona. Staðreyndin er sú, að samkvæmt þess- um sömu lögum þá er bæj- arstjórn ekki heimilt að fresta samþykkt deiliskipu- lags nema um einhvern til- tekinn tíma. í þessu tilviki var mjög langt um liðið. Skipulagsstjóri eða það em- bætti lætur sér þetta lynda þangað til bæjarstjórn eða einhver á hennar vegum byrjar að vinna að nýju deiliskipulagi, en leitar þátil annarra aðila eftir hug- myndum. Þá er eins og annað hljóð komi í strokk- inn. Ég er að vísu upplýstur um það, að ef bæjarstjórn ekki samþykkir skipulags- hugmynd frá skipulags- stjóra, en samþykkir ekkert annað í staðinn, munu til- lögur skipulagsstjóra gilda. Eða að minnsta kosti þenn- an frestunartíma, en hann er samkvæmt þessum lögum tiltekinn árafjöldi. Þá hefði ég skilið það sem svo, að skipulagsstjóri hefði átt að benda bæjarstjórn á að þetta skyldi gerast. Það er ekki mín meining að þetta sé neinum einum aðila að kenna frekar en öðrum. En mér finnst að þetta hefði átt að gerast. Það hefði átt að taka til hendinni við skipulags- gerðina og fyrst bæjar- stjórn gerði það ekki á sínum tíma, þá samkvæmt þessu hefði skipulagsstjóri átt að skipa henni að gera það“, sagði Árni Ragnar Árnason. Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri: „No comment“ ,,No comment", sagði Steinþór Júlíusson, bæjar- stjóri í Keflavík. ,,Þettaeral- farið á vegum bygginga- nefndar og byggingafull- trúa, þannig að ég hef ekkert um málið að segja". Sigurður Thoroddsen, hjá Skipulagsstjórn rikisins: „Það er af og frá“ ,,Það er af og frá að mað- ur ræði þessi mál við blaða- menn úti í bæ. Talaðu við ráðuneytið. Okkur berast mörg erindi frá því". Svo mörg voru orð Sig- urðar. Hólmfríður Sveinbjörns- dóttir, lögmaður félags- málaráðuneytisins: „Óvenjulegt“ ,,Það er óvenjulegt að deilumál fari svona langt. Þau leysast yfirleitt fyrr á leiðinni, jafnvel þó deili- skipulag vanti“, sagði Hólmfríður. Sigurður Gunnarsson, annar eigandi hússins að Hafnargötu 28: „Vekur mann til umhugsunar“ „Úrslit þessa máls vekja menn til umhugsunar um bæjarmálin í heild. Er víða staðið svona illa að málum? Það vekur furðu að það skuli þurfa að senda mál alla leið til ráðherra, svo menn fari að vinna eitthvað af viti. Það hefur aldrei verið talað við okkur af neinni al- vöru og við ekki fengið heldur nein almennileg svör við málaleitan okkar", sagði Sigurður Gunnarsson. Róbert Svavarsson, eigandi nýbyggingar- innar að Tjarnargötu 2-4: „Kemur sér afar illa“ „Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur. Samningar hafa verið gerðir við verktaka sem eru bindandi. Fyrir utan það þá var ætlunin að drífa bygginguna áfram og nota haustdagana vel, því við höfðum stefnt að því að opna þarna verslun í febrúar-mars á næsta ári. Ég vona bara að Keflavíkur- bær leysi þetta mál á far- sælan hátt. Við erum með allt okkar undir þessu og það er komið allt of mikið fé í þetta til þess að fara að stöðva bygginguna núna“, sagði Róbert. VHS- EIGEND UR Draumurinn hefur ræst. LEIGA EINUNGIS MEÐ VHS-MYNDIR r r - Otrúlegt Urval - VHS-leigan, Hafnargötu 26 (Á móti PHOENIX- VIDE O) ERTU BLINDUR MAÐUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.