Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. nóvember 1984 13 Ný stjórn KFK Hin nýja stjórn KFK erskipuð eftirtöidum aðilum: Efriröðf.v.: SigurðurSteindórsson, Við- ar Oddgeirsson, Magnús Jónsson, Marel Sigurðsson. Neðri röð f.v.: Garðar Oddgeirsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Jón Ólsen formaður, Sigurbjörn Gústafsson og Freyr Sverrisson. pket. Afreksfólk KFK 1984 Nýlega verðlaunaði Knattspyrnuféiag Kefiavikur afreksfólk sitt fyrir framúrskarandi ár- angur og góða æfingasókn. 16. flokki iknattspyrnu: Sverrir Þór Sverrisson og Sverrir Auð- unsson. í5. flokki: Jón Ingi Jónsson. I handbolta kvenna: Bylgja Sverrisdóttir. Afreksbik- ara i þessum flokkum gaf Prentsmiðjan Grágás hf. i Keflavik. Afreksfólk KFK 16 ára og yngri: íris Ástþórsdóttir. 16 ára og eldri: Óskar Færseth. Hljómsveitin GOÐGÁ leikur fyrir dansi föstudagskvöld frá kl. 22 - 03. Laugardagur 3. nóvember: LOKAÐ VEGNA EINKASAMKVÆMIS. ALDURSTAKMARK SNYRTILEGUR 20 ÁRA KLÆÐNAÐUR Rólegt hjá lögreglunni - Nokkur smáinnbrot og 2 umferðarslys Aö sögn lögreglunn'ar í Keflavík var slðasta vika frekar róleg og mjög lítið um útköll. Telja þeir að þar séu áhrfa verkfalls BSRB farið að gæta og þá sérstak- lega varðandi það að vín- birgðir almennings séu þrotnar. (vikunni frá sunnudegi til sunnudags urðu nokkur smáinnbrot, en litlu sem engu stolið, að undanskild- um vínþjófnaðinum sem getið er annars staðar í blaðinu. Á þessu tímabili urðu 10 umferðaróhöpp, og voru þau öll án slysa að tveimur undanskildum þó. Var ann- að er árekstur varð milli óskráðs bifhjóls og stúlku á reiðhjóli og var stúlkan flutt á sjúkrahús, en meiðsli voru þó ekki alvarleg. [ hinu til- fellinu blindaðist ökumað- ur af sól og ók á einn drop- ann á gatnamótum Borgar- vegar og Reykjanesbrautar í Njarðvík. Slasaðist hann eitthvað íandliti, m.a. brotn- uðu tennur. Þá var bíl stolið frá Faxa- braut 25 aðfaranótt sl. sunnudags og fannst hann morguninn eftir óskemmd- ur niður við Keflavík hf. Hjá lögreglunni í Grinda- vík var ástandið svipað, engir dansleikir vegna verk- fallsins, engin innbrot, en þar urðu 2 umferðaróhöpp i vikunni, en án slysa. I Grindavík voru þeir að einu leyti verr settir en aðrir Suð- urnesjamenn, því a.m.k. á Víkurnesti var bensínið þrotið sl. sunnudag. - epj. " Tjarnargötu 3 • HJÁ OKKUR FÆRÐU GJAFAVÖRUR í SÉR- FLOKKI: • Postulín, gler- og leirvörur, þ.á.m. konung- lega danska postulínið með jólaplatta og fyrstu jólabjölluna. • Plaggöt og myndir, t.d. hljómsveita- og leik- aramyndir og smelluramma íöllum stærðum. • Stjörnumerkjaplattana vinsælu og viskuplatta sem vekja umræður og umhugsun. • LUNDINA furuhillur og ódýr basthúsgögn. • Komið og gerið verðsamanburð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.