Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. janúar 1985 VÍKUR>fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Elnbýlishús og rafihús: Einbýlishús við Framnesveg með bílskúr. Skipti á jarðhæð koma til grelna. Engaráhvílandi skuldir. Losnar fljótlega ............................. 1.950.000 Raöhús við Greniteig með bílskúr, í mjög góðu ástandi ...................................... 2.550.000 Húseign við Hafnargötu, þrjár hæðir, 65 ferm. hver hæö ..................................... 2.500.000 Parhús við Hátún með bllskúr, ný eldhúsinnrétt- ing og huröir ................................ 2.300.000 Einbýlishúsviö Kirkjuteig, hæð og ris, ca. 180 m2 2.500.000 Eldra einbýlishús við Kirkjuveg, nýstandsett .. 1.100.000 Einbýlishús við Krossholt með bílskúr, í góðu ástandi ...................................... 3.400.000 Raöhús við Mávabraut í góðu ástandi, laust strax 2.150.000 Einbýlishús v/Vesturgötu, nýstandsett, góð eign 2.300.000 Ibúfilr: 5 herb. íbúð við Faxabraut, hæð og ris, laus strax 1.850.000 5 herb. íbúð við Smáratún með bílskúr. Sér inn- gangur, vönduð eign ......................... 2.600.000 4ra herb. íbúð við Faxabraut, nýstandsett .... 1.350.000 4ra herb. íbúð við Mávabraut, vönduð íbúð ... 1.700.000 3ja herb. íbúð viö Baldursgötu. Góðir greiðslu- skilmálar ................................... 1.250.000 3ja herb. íbúð við Austurgötu, sér inngangur . 850.000 2ja herb. íbúð við Hafnargötu, sér inng., lág útb. 750.000 2ja herb. ný ibúð við Heiöarból ............. 1.150.000 2ja herb. íbúð við Hringbraut m/bilskúr. Ibúð í góðu ástandi ................................ 1.350.000 3ja herb. íbúð við Hringbraut með bílskúr, sér inngangur ................................... 1.350.000 3ja herb. íbúö við Vesturgötu. Skipti koma til greina ........................................ 950.000 Fastelgnir I smffium: 2ja og 3ja herb. ibúöir við Heiöarholt, sem seljast tilb. undir tréverk. öll sameign fullfrágengin, m.a. lóö. - Bygglngaverktakl: Húsagerfiln hf., Kefla- vik ............v................. 800.000-1.235.000 Einbýlishús viö Freyjuvelli m/bílsk., selstfokhelt 2.200.000 NJARÐVÍK: 2ja og 3ja herb. íbúöirvið Brekkustíg, sem seijast tilb. undir tréverk. öll sameignfullfrágengin, m.a. lóð. - Bygglngaverktakl: Hllmar Hafstelnsson, Njarövlk ...................... 1.105.000-1.220.000 2ja herb. íbúð við Fífumóa, losnar fljótlega ... 1.150.000 SANDGERÐI: Raðhús við Ásabraut, ekki fullinnréttað, 90 m2 1.600.000 3ja-4ra herb. jarðhæð við Brekkustíg. Sér inng., laus strax ............................... 1.450.000 GARÐUR: Höfum á söluskrá mikið úrval af einbýlishúsum. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. GRINDAVlK Viðlagasjóðshús við Staðarvör, 132 m2 ... 2.100.000 VOGAR: Eldra einbýlishús við Suðurgötu .... 800.000 Háaleltl 5, Keflavík: 160 m2 efri hæö, 5 herb. og eldhús, ásamt 60 ferm. bílskúr. Skipti á minni ibúö koma til greina. Glæsileg íbúð. 2.250.000 Helöarbakkl 9, Keflavik: Einbýlishús, 138 m2, bilskúr 46 m2. Skipti á ódýrari eign koma til greina. 2.750.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Simi 1420 Siglingafræði Námskeið í siglingafræði, 30 tonna próf, hefst í Keflavík í byrjun janúar. Þorsteinn Kristinsson, sími 1609 Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn - fast þeir sóttu sjóinn .... Hvað er að gerast í sjávarútvegi? Þeir sem ieiða hugann að þjóðfélagsmálum þurfa að velta fyrir sér þessari spurningu. Stórfellt atvinnuleysi fiskvinnslu- fólks, fyrirtækin leggja upp laupana eitt af öðru, skip- in seld burt í kippum og þau sem eftir eru sigla með aflann. Dökk mynd? Nei, kall minn. Ef svo fer sem horfir, þá mun ekki líöa á löngu þar til bátafloti Suð- urnesjamanna mun hrjóta við bryggjur allt árið um kring. Og þá er orðið vandlifað í henni verslu, ef ekki má gera út frá Suðurnesjum. Við leituðum álits þriggja vaiinkunnra manna á ástandi og horfum í atvlnnumálum fiskiðnaðarins. „Það er alvarlegt mál, ef atvinnu- leysi er álitið eðlilegt" - segir Guörún Ólafsdóttir, form. V.F.K.N. Að sögn Guörúnar Ólafs- dóttur, formanns Verka- kvennafélags Keflavíkur og Njarövíkur, er atvinnuá- stand hjá fiskvinnslufólki mjög alvarlegt. Atvinna hefur verið lítil það sem af er vetri og aldrei minni en nú. „Þetta er orðið árvisst um þetta leyti árs og alvarlegt ef menn líta á þaðsem eðlilegt ástand. Nú er hátt í fjórða hundrað atvinnulausra fé- lagsmanna verkalýðsfélag- anna í Keflavík og Njarövík, og þar af um 250 konur. Þegar að þrengir eru kon- urnar sendar heim fyrst, en frekar reynt að finna eitt- hvað handa körlunum. Það hefur verið vegið svo að þessum atvinnuvegi, að ástandið er orðið hrikalegt. Það er ansi hart að þurfa að horfa upp á það að togarar sigli með óunninn afla, en oeir fá leyfi fyrir þessu í ráðuneytinu umyrðalaust. Það er þó ekki viö útgerðar- menn að sakast, þeir eiga e.t.v. ekki annarra kosta völ. En þetta er samt ískyggi- legt. Mér finnst vanta stefnu í atvinnumálum í Keflavík og Njarðvík. Bæjaryfirvöld gera ekkert til þess að laða til sín atvinnurekendur og reyna að rifa upp atvinnu- lífið. Það er eins og þau vilji ekkert gera í þessu. Fyrir nokkrum árum síðan voru fiskvinnslufyrirtæki í Kefla- vík á annan tug, nú er eitt sem myndast við að halda uppi starfsemi. Það er óhugnanlegt að horfa upp á þetta og algert aðgeröar- leysi ráðamanna ríkis og bæja. Bankar og verslanir taka ekki endalaust viö fólki", sagði Guðrún að lok- um. „Stefnir allt í það að hafa enga fiskvinnslu á Suðurnesjum“ - segir Guömundur Gestsson, form. Atvinnumálanefndar Suðurnesja Guðmundur Gestsson er varaformaður Atvinnumála- nefndar Suðurnesja. Að- spurður um atvinnuástand- ið sagði Guðmundur Ijóst að úr myndi rætast að ein- hverju leyti þegar vertíð hæfist. „Annars sýnist mérstef na í það að hafa enga fisk- vinnslu hérna. Um langan tíma hafa allar dyr verið lok- aðar og fyrirtæki mörg hætt rekstri vegna skorts á fyrir- greiðslu til nauðsynlegra verka eða vegna yfirvofandi erfiðleika. Ég bendi í þessu sambandi á Fiskverkun Halldórs Brynjólfssonar, Brynjars Vilmundar og Röst hf. Þetta eru engin skussa- fyrirtæki, það getur bara enginn rekið útgerð án fyrir- greiðslu, og þessir hættu áður en allt fór í óefni. Þegar ofan á bætist alröng geng- isstefna allt sl. ár er ekki von á góðu, enda hafa margir neyöst til að hætta núna síðustu mánuði. Ég á þess vegna alls ekki von á að at- vinnulaust fiskvinnslufólk fái allt vinnu nú I vertíðar- byrjun". Myndl það verða til bóta ef hætt yrði að sigla með ferskan fisk? „Ég vil ekki verða til að stöðva það. Drukknandi menn verða að fá einhverja vbn um að halda sér á floti og siglingar togaranna eru nauðvörn eigendanna. Þetta er ekki æskilegt, en það þarf eitthvað annað að koma til en blátt bann. Hitt finnst mér jákvætt, að flytja út fullunninn ferskfisk. Þar er verið að flytja út góða vöru sem er aö öllu leyti unnin hér á landi. En að flestu leyti er ástand þess- arar atvinnugreinar geig- vænlegt. Ég minnist þess ekki að sjávarútvegi hafi verið haldið svona lengi niðri fyrr. Ég vil bara spyrja: Hversu langt er hægt að ganga með þessa atvinnu- grein, sem ber uppi 70% af framleiðslu þjóöartekna?" sagði Guðmundur Gests- son að lokum. PYL5A FRAM5KAR HAMBORGARI f öviÓráöaRktgum orsöHum voröur oj>ið *iér segír: B P

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.