Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 17. janúar 1985 VfKUR-frittir FIRMAKEPPNI í innanhússknattspyrnu verður haldin um aðra helgi, 26.-27. jan., í íþróttahúsi Njarð- víkur. Þátttakendur greiði kr. 2.000 á lið. Hafið samband við Guðmund í síma 3062, Gunnar í síma 3462 eða Stefán í síma 2509. ATVINNA Óskum eftir starfsfólki til framleiðslustarfa nú þegar. Stundvísi og reglusemi áskilin. Upplýsingar um störfin gefur verksmiðju- stjóri. Eyðublöð fyrir umsóknir liggja frammi á skrifstofu okkar að Iðavöllum 6. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR hf. löavöllum 6 - Keflavík - Slmi 3320 Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs Laus staða Ijósmóður frá 1. mars 1985. Einnig óskast Ijósmæður til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri ísíma 4000. „Lendum á uppboði“ - Meira um efnahagsmál Rajiv Gandhi telur sig ekki þurfa aö ráða aðstoöarráð- herra í ríki sinu Indlandi, hundruð milljóna þjóðar. En hér á (slandi, 230-40 þús., þykir ráðamönnum það nauðsynlegt og sjálf- sagt. Yfirbyggingin Það er talað um að yfir- byggingin sökkvi stundum skipunum. Hvernig er um þjóðarskútuna okkar? Ætli yfirbygging hennar sé ekki orðin hættulega mikil og það fyrir löngu? Ráðamenn ættu að leiða hugann að þvi. Nefnd sem ríkisstjórnin skipaði 1983 til þessaðgera tillögur um bætt stjórnkerfi og stjórnarhætti, lagði til að ráðuneytum yrði fækkað úr 13 í 8 og embætti ráðuneyt- isstjóra lögð niður, með til- komu ráðherraritara. En nú- verandi ríkisstjórn er helst á því að ráðuneytin verði 10 og 10 ráðherrar, eins og nú er. Einnig að ráðuneytis- stjórar haldi stöðum sinum, en aðstoðarráðherrar heiti ráðherraritarar. - Það er nú svo. Niðurskurður Hvers vegna má ekki fækka ráðuneytum og ráð- herrum í 8 og fella niður embætti ráðuneytisstjóra? Máekkiskeraniður báknið? Má ekki segja nokkrum toppmanni upp stöðu sinni? Ekki er nóg aö tala um niðurskurð og sparnað, það verður lika að fram- kvæma. Stokka verður upp allt stjórnkerfið - i alvöru, - og sníða það eftir okkar fá- mennu þjóð. Fækka ráðu- neytum og ráðherrum, fækka þingmönnum, fækka Slógu þjófarnir upp pulsupartíi? Brotist var inn í skyndi- bitastaðinn Matargatið í Njarðvik sl. fimmtudags- bönkum, og fækka yfirleitt í allri okkar stjórnsýslu og stofnunum. Það getur hreinlega ekki gengið að 60-70% útgjalda ríkisins séu launagreiðslur. Kerfið Staðreyndin er sú, að það má helst-ekki hrófla neitt við kerfinu. Stjórnmálamenn eru hræddir við að missa sjálfir stöður og embætti, einnig atkvæði. Það er ekki hægt að slá ryki í augu al- mennings með því að leggja niður stofnanir og embætti, en stofna bara ný í staðinn. Það sjá allir við því. Ráða- menn ættu ekki að leyfa sér slíkan leikaraskap, en hugsa og framkvæma af alvöru og ábyrgð. Nei, það veröa einfaldlega fleiri fs- lendingar aö vinna aröbær störf, gjaldeyrisskapandi og gjaldeyrissparandi. Iðnaðurinn Japani, sem var staddur hér á landi, sagði að það hefði verið smáiðnaðurinn sem kom þeim á fæturna aftur eftir striðið. Ekki stór- iðja. Og enn í dag væru það smáfyrirtækin sem gæfu til- tölulega mestan arð. Viö verðum aö efla iönaö- inn, framleiða sem mest af því sem við þurfum að nota og gera hann samkeppnis- hæfan við erlendan, bæði verð og gæði. Auðvitað með útflutning í huga líka. Allir verða að gera sér grein fyrir því, að við getum ekki flutt ótakmarkað inn alls konar varning, þarfan og óþarfan. Það verður að setja einhver mörk, vegna þess að við höfum ekki efni á því. Skuldir okkarerlendis eru alltaf að aukast, eru að komast í 63% af þjóðarfram- kvöld. Brutu þjófarnir upp hurðarlás til að komast inn. Höfðu þeir á brott nokkrar krónur í skiptimynt og eitt- hvert magn af pulsum og hamborgurum. Ekki ertalið ólíklegt að þjófarnir hafi verið að undirbúa pulsu- leiðslu. Lánstraustið þverr óðum og erokkur jafnað við Afríku og Suður-Ameríku- þjóðir, hvað það varðar. Ef þessu heldur, sem horfir, lendum viö (slendingar á uppboöi úti í hinum stóra peningaheimi. Eyðsluhítin Þannig er nú ástandið, að nýliðnu einu mesta aflaári sögunnar. Svo ekki er hægt að kenna aflaleysi um þessa óáran, eins og helst var að heyra á forsætisráðherra, er hann taldi að fiskveiðar og vinnsla skiluðu ekki nægj- anlega miklum arði i þjóð- arbúið. Enda varla von, þar sem um aðra eins eyðsluhit er að ræða sem þessi þjóð- arbúskapur okkar er orðinn. Ætli ráðherrann hafi gert sér grein fyrir að það eru aðeins 10-12 þúsund manns, sjómenn og fisk- vinnslufólk, sem standa undir veiðum og vinnslu? Hvað með alla hina? Stefnan Stefna ríkisstjórnarinnar hefur að undanförnu verið sú að selja og minnka um- svif ríkisins i fyrirtækjum. En hverjir eiga að stofna iðnfyrirtækin? Mjög fáir einstaklingar hafa vilja og dugnað til þess að standa í þeirri baráttu. Því er nú verr. Okkur íslendingum þykir flestum öruggara og þægi- legra að vinna hjá öðrum. Það er staðreynd. Ég sé því ekki önnur ráð en þeir háu herrar sem stjórna ríki, bæjar- og sveit- arfélögum, verði hið snar- asta að hafa frumkvæði að stofnun nýs iðnaðar, sem á að hjálpa okkur upp úr fen- inu. Þaö þýöir ekki lengur aö segja: - Ekki ég. Með von um betri tíma. Erna Gunnarsdóttir partý, en þó hefur ekki frést af neinu slíku. Innbrot var framið í Sól- baðsstofuna Sóley í Sand- gerði á miðvikudagskvöld. Var þar stolið 3500 kr. og einhverju magni af gosi og sælgæti. - pket. KEFLAVÍK Fasteignagjöld Aiagningu ársins 1985 er lokið og yar fyrsti gjalddagi 15. jan. sl. Annar gjalddagi er 15, mars n.k. og þriðji og síðasti 15. maí n.k. Athugið, að gíróseðla fasteignagjalda má greiða í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Innheimta Keflavíkurbæjar Tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju Einar Jóhannsson klarinettuleikari, og Phiiip Jenkins pianóleikari, héldu tónleika i Ytri-Njaróvikurkirkju sl. föstu- dagskvöld, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. k.már.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.