Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. janúar 1985 3 Innheimta 1984: Betri í Njarðvík Verri í Keflavík en árið 1983 Njarðvíkingar eru dug- legir að borga gjöldin sin. Innheimta á síðasta ári var 85,7%, var 78,9% árið I983 og 66,8% árið 1982. Stöðug aukning hjá Njarðvíkingum. Að sögn innheimtustjóra bæjarins, Auðar Ingvars- dóttur er staða bæjarsjóðs mjög góð. Keflvíkingar slökuðu aftur á móti á klónni. (sam- tali við Sæþór Fannberg, bæjarritara, sagðist hann ekki vera kominn með end- anlegar tölur. „Lauslega reiknað er þetta 75,7% inn- heimta 1984 en var 80,6% 1983. Þetta gæti þó breytst lítillega þó svo að innheimt- an nái aldrei sama og 1983“ sagði Sæþór. Hvernig er staða bæjar- sjóðs? „Lausafjárstaðan er ekki góð vegna svo slakrar innheimtu". -pket. Verkalýðsfélag Grindavíkur: Ný stjórn kjörin Ný stjórn var kjörin á síð- asta aðalfundi Verkalýðs- félags Grindavíkur. Nýr for- maður er Benóný Bene- diktsson, ritari Erling Krist- insson og gjaldkeri Sigrún Pálsdóttir. Félagar eru á milli 2-300. epj. Fréttaritari DV: Athugasemd við furðuskrif i siðustu Vikur-fréttum birtist bréf þar sem undirritaöur er gagnrýndur fyrir fréttaskrif sín í DV. Undir þetta bréf skrifar ein- hver sem kallar sig „Suður- nesjabúa". Ég er nú ekki vanur því að taka.nærri mér gagnrýni, en þegar hún er óréttmæt þá get ég ekki setið aðgerðarlaus. Því ætla ég að svara með þess- um bréfstúf. Bréfritari gerir athugasemdir við þrjár fréttir mínar. Sú fyrsta er um söluna á m.s. Jóni Finns- syni til Chile, hann segir mig hafa lesiö hana í Mogganum. Þaö rétta er að ég talaði við eiganda skipsins og sendi inn þá frétt. Þeir á DV töldu hana fréttnæma og notuðu hana. Hvort hún hafði sést einhvers staðar áður, það veit ég ekki um, en hins vegar veit ég ekki betur en að hver éti upp eftir öðrum í þessum bransa. Sums staðar þykir það best hrátt. í athugasemd við frétt númer tvö er einmitt verið að vænaum aö gleypa hráa villu úr Víkur- fréttum. Bréfritari segir að ég detti í þá gildru að skrifa orð- rétt upp úr Vikur-fréttum, um að skipstjóri einn hér í bæ ætti aðeins nokkra daga tit að fylla sjöunda tuginn. Þetta gerði ég hins vegar ekki, því orðrétt hljóðar þessi kafli i frétt minni: Skipstjórinn á Reykjaborginni er Óskar Jónsson, gamalreynd- ur kappi, sem er að verða sjöt- ugur. Hvergi er minnst á daga og ekki heldur mánuði. Enda vissi ég eins og margir fleiri um þessa prentvillu í Víkur-frétt- um. Suðurnesjabúi verður að lesa fréttirnar, ef hann ætlar að gagnrýna þær, það er nú lág- markskrafa. Það þýðir ekkert að giska á hvað hafi staöið í fréttinni. Þá er komið að áramótafrétt- inni, það er sú þriöja, ósköp stutt, en fer samt fyrir brjóstið á bréfritara. Þar verð ég að játa á mig smámistök, enginn er full- kominn, ekki einu sinni ég. Það er varöandi áramótabrennurn- ar, því auðvitaö var kveikt í brennum í Innri-Njarðvik og líka uppi á löavöllum. Vil ég nota tækifæriö og biðja hlut- aöeigandi afsökunar á því að hafa ekki komið og horft á þær. Þarna lenti ég i þvi að fá upplýs- ingar sem ekki stóðust. Ég vil hins vegar ekki játa á mig mis- tök varöandi rigninguna, hún á þaö ekki skiliö, blessunin. Þannig er, að ég horfði á og tók þátt í flugeldaskytteríinu, ná- grönnunum til hrellingar. Og á meðan ég var að skjóta þessu öllu upp þá var hellirigning. Þetta skeði sitt hvorum megin við áramótin. Það er nú svo með rigninguna aö hún er blaut, og ég blotnaöi eins og svo margir fleiri, Hvort bréfrit- ari blotnaði fyrir eða eftir ára- mót, læt ég mér í léttu rúmi liggja, hann má vera rakur enn ef hann vill. Varðandi það hvort ég verð góður fréttaritari, þá á það eftir að koma í Ijós, við verðum að vona það besta. Það er svo margt sem betur máfara íþess- um heimi, sjálfsagt eiga mér eftir að verða á mistök, annað væri óeðlilegt. Ef þú hins vegar skyldir ein- hvern tíma koma fram i dags- Ijósiö, þá þætti mér vænt um aö fá að spjalla við þig um fréttir og fréttamat, og ýmislegt fleira. Hins vegar ætla ég ekki að fara að gera þig aö pennavini i gegnum Víkur-fréttir, ég hef annaðviðtímannaðgera. Þetta veröa mín lokaorð i þessu máli. Ómar Jóhannsson, fréttarltari DV © X8; í Stapa, föstudaginn 18. jan. n.k. - Hljóm- sveitin MIÐLARNIR leika fyrir dansi frá kl. 22-03. - Eldri og nýir félagar velkomnir. Miðasala hjá Sigga og Gauju að Hrauns- vegi 6, sími 2576. Stjórnin Eignamiðlun Suðurnesja Grenlteigur 33, Keflavfk: Um 140m2raðhúsásamtbílskúr, nýtt þak á húsinu, nýtt verksmiðjugler o.fl. Skipti á ódýrari eign möguleg. 2.500.000. Glæsilegt Viðlagasjóðshús v/Heima- velli, minni gerð, stendur sér. Mjög góður staður. v\\ \ \ \ I II/// " S'OLBAÐS- & frá BootS. SGIaEY simi 7747 S UÐURGÖTU 16, SANDGERÐI Opið mánud. til föstud. frá kl. 11-22 ______ Laugardaga frá 9- 18. EVerið ávallt velkomin._________ VfSA Greiðslukortaþjónusta Við bjóðum gestum okkar upp á frítt Make-up um leið og kynning fer fram. Brekkustígur 19, Njarðvfk: Um 117 m2 neðri hæð í nýlegu tvíbýli. Sér inng., hugguleg eign á góðum stað. 1.850.000. SNVRTIVÖRUKYNNlNG. Laugardaginn 19. jan. n.k. frá kl. 11-16. - Leiðbeint verður um val og meðferð á K°7 snyrtivörum Klapparstigur 9, Njarðvik: Um 85 m2 efri hæð, steinsteypt, sér inng., ný eldhúsinnrétting, verk- smiðjugler o.fl. 1.300.000. Norðurvellir 50, Keflavik: Glæsilegt endaraðhús, um 135 m2, að mestu fullgert. Allar innréttingar Ijósar, parket á gólfum, arinn í stofu, heitur pottur á verönd. 3.250.000. Klrkjuvegur 42, Keflavfk: Um 70 m2 neðri hæð með sér inng. öll nýlegatekin ígegn, máluö, parket á gólfum, flísalagt o.fl. Mögulegt að taka bíl upp í kaupverð. 1.080.000. Hafnargötu 17 - Keflavik Sfmar: 92-1700, 92-3868 Fasteignaviöskipti: Hannes Arnar Ftagnarsson Sölustjóri: Siguröur Vignir Ragnarsson ATH: Erum nú fluttir með starfsem- ina að Hafnargötu 17, Keflavfk, efri hæð til vinstri. - Verið velkomin. BÆTT AÐSTAÐA BETRI ÞJÓNUSTA. Eignamiðlun Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.