Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 17. janúar 1985 VÍKUR-fréttir Starfsfólk óskast Keflavíkurbær hefur samþykkt að hefja rekstur á athvarfi fyrir aldraða og er hér með auglýst eftirtveim starfsmönnum til að vinna við það. Vinnutími verðurskiptur, þ.e. frákl. 9.30-14 og frá 13-18.30. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri í síma 1555. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 23. janúar n.k. Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar Hafnargötu 32 Sjómenn Myndbandadreifing Sjómannasambands íslands er á skrifstofu Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, Hafnargötu 80. Opið alla virka daga frá kl. 13-19. Á myndböndunum er fræðsluefni og skemmtiefni. Snældurnar eru lánaðarend- urgjaldslaust. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Suðurnesjamenn Slípum og lökkum parket. Vönduð vinna Vanir menn. Upplýsingar í síma 3246 og 2969. Suðurnesjamenn athugið! Höfum opnað prentsmiðju að Holtsgötu 52, Njarðvík. Tökum aö okkur allaalmenna prentun. Leitiö upplýsinga í síma 4388 eöa komiö á staöinn. Þaö er opiö frá kl. 09.00 -18.00. VERIÐ VELKOMIN STAPAPRENT sf. Holtsgötu 52, Njarðvík Brjóstagjöf á Suðurnesjum Áhugafélag um brjóstagjöf á Suöurnesjum heldur aöalfund sinn á Víkinni, Hafnargötu 80, n.k. laugardag 19. janúar kl. 2-4. Félagið var stofnaö sl. vor og hefur starfaö siðan, en ekki haldiö almenna fundi. Fyrir- hugaö er að halda mánaðar- lega fundi héöan í frá og veröa þeir haldnir í anddyri Heilsu- gæslustöövarinnar fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 21, en þetta veröur auglýst síöar. Stjórn félagsins hvetur allt áhugafólk um brjóstagjöf til aö mæta áfundinn og verður þessi fyrsti fundur félagsins jafn- framt kynningarfundur. A.m.k. 3 konur flytja erindi þar sem sagt verður frá starfsemi fé- lagsins og framtíðaráformum þess. Síðan í vor hafa konur úr félaginu heimsótt konur á fæö- ingardeildinni einu sinni í viku og kynnt félagið og boðið þeim konum aöstoð sem það vildu. Áhugafélag um brjóstagjöf hefur í pöntun fræðslumynd um brjóstagjöf sem félagið hef- ur hug á að leigja út til fjáröfl- unar. Bandið kostar tæpar 7 þús. kr. þegar greiddir hafa verið tollar og söluskattur. Óskað var eftir frjálsum fram- lögum hjá starfsfólki Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja og Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraös, og söfnuðust þar kr. 2.000 á örfáum dögum og vilja stjórnarkonur þakka innilega starfsfólki þessara stofnanaog einnig öðrum stofnunum sem styrktu félagið í þessari söfnun, ogfinnst fólagskonum þaðvera mikil hvatning hversu mikinn Merki Vatns- leysustrandar- hrepps Vorið 1983 efndi hrepps- nefnd Vatnsleysustrandar- hrepps til samkeppni um til- lögur að byggðarmerki fyrir hreppinn. Undirtektir voru mjög góðar og bárust 48 til- lögur. Dagana 17., 18. og 19. júni sl. var haldin sýning á öllum tillögunum, í Stóru- Vogaskóla. Fjöldi hrepps- búa kom á sýninguna og gafst sýningargestum tæki- færi á að greiða atkvæöi skilning hinar ýmsu stofnanir hafa sýnt þessum félagsskap. Félagið hefureinnig áformað að kaupa mjaltavél, sem það getur svo lánað þeim konum sem á þurfa að halda. En hing- að til og í framtíðinni byggist starfsemi þessa félags mest megnis á persónulegum tengslum kvenna sem hafa það sameiginlega áhugamál að hafa börn sín á brjósti og vilja miðla reynslu sinni og þekk- ingu til allra kvenna sem vilja aðstoð þeirra þiggja. Þær vilja einnig sérstaklega höfða til verðandi mæðra og eru þær sérstaklega boðnar á fundinn. Ársgjald í félaginu er kr. 200 og verðanýirfólagarteknirinn í félagið á fundinum. Þar verður dreift fjölrituðu fræösluefni, einnig munu liggja frammi bækur um brjóstagjöf til kynn- ingar fyrir ♦undargesti. Sl. haust fóru nokkrar konur úr félaginu hér á ráðstefnu í Varmahliö iSkagafirði, þarsem konur úr hinum ýmsu áhugafé- lögum um brjóstagjöf þinguðu. Þar voru konur alls staðar að af landinu og einnig starfsfólk heilsugæslustöðva og sjúkra- húsa. Haldnir voru fyrirlestrar af barnalækni og háskólalektor svo eitthvað sé nefnt, og sér- stakur gestur ráðstefnunnar var Elísabet Helsing, sem er norsk kona og starfar nú hjá WHO, alþj. heilbr.stofn. Elísa- bet er auk þess að vera móðir, næringarfræðingur. Hún hefur mikið starfað í þriðja heiminum og hefur reynt að fræða konur þar um nauðsyn brjóstagjafar. Elísabet var einnig í hópi upp- r; ▲ r > i þeirri tillögu sem best féll að smekk hvers og eins. Síðan valdi hreppsnefnd úr þeim tillögunum sem flest hafsmanna að norskum sam- tökum, ,,AMME-hjelpen“, sem á sér fyrirmyndir víða um heim. ,,Ammehjelpen“ eru samtök sem hafa það að markmiði sínu að miðla upplýsingum, góðum ráðum og aðstoð til mæðra með börn á brjósti. Ráðstefnan í Varmahlíð var mjög vel sótt og eru konur í Skagafiröi mjög áhugasamar. Heilbrigðisyfirvöld þar telja að með tilkomu áhugafélagsins hafi verið brotið blað hvað varðar brjóstagjöf, og einnig er mjög mikill áhugi í Kópavogi. Staðreyndin er sú, að mjög lág tíðni er á brjóstagjöf hjá Suðurnesjakonum og er þar margt sem kemur til, t.d. skort- ur á fræðslu, og er stofnun Áhugafélags um brjóstagjöf á Suöurnesjum einn liður í að reyna aö stuðla að breytingum og auka áhugann á brjóstagjöf. atkvæði fengu. Tillaga sú sem fyrir valinu varð er eftir höfund er æskir að nefna sig N.N. Auglýsingastofu Kristín- ar, AUK hf., var svo falið að útfæra merkið eftir tillögu þeirri sem valin var. Merk- inu er lýst á eftirfarandi hátt: í forgrunni er hvítur kuð- ungur á bláum fleti, sem myndar fjallið Keili í efri hluta merkisins. Keilir er i landi hreppsins og tóku sjó- menn mið af honum. Merk- ið er táknrænt fyrir líf og byggð á strönd. Form og tákn úr náttúrunni eru ráð- andi í gerð merkisins. (Fróttatilkynning) Njarðvík: Óskað eftir hugmyndum um betri samgöngur milli I- og Y-Njarðvíkur Mikill áhugi er hjá íbúum Innri-Njarðvíkur um að betri samgöngurverði tekn- ar upp milli Ytri- og Innri- Njarövíkun Hefur bæjar- stjórn Njarðvíkur málið til umfjöllunar og hafa þeir m.a. óskaðeftirtillögum um framkvæmd málsins frá íbú- um. Sagði Albert Karl Sand- ers bæjarstjóri, að óskir væru uppi um fleiri ferðiren skólabíllinn gæti annað, og væru því allar hugmyndir vel þegnar. - epj. Áhugafólk um brjóstagjöf heldur aðalfund sinn og jafnframt kynning- arfund á Víkinni, Hafnargötu 80, Keflavík, n.k. laugardag kl. 14-16. - Allt áhugafólk um brjóstagjöf velkomið (sjá grein annars staðar í blaðinu). - Kaffihlaðborð kr. 50 pr. mann. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.