Víkurfréttir - 17.01.1985, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 17. janúar 1985 9
þótt mjög mikið hafi verið
gert í reiðvegagerð. Mér
finnst samt sem áður reið-
mennskan hér vera núll
og nix ef menn fara ekki í
langferðir, helst inn í
óbyggðir".
Hefur þú farið í slíkar
ferðir?
,,Já, við fórum í fyrsta
skipti núna í sumar við
Ingimar ásamt nokkrum
afbragðsmönnum, Viðari
Jóns, Sæþóri bæjarritara,
Lúlla í Litlabænum og
Villa pulsu. Nei, þú mátt
ekki skrifa þetta svona,
maður. Við ókum meö
hrossin austur á Þingvöll
og riðum yfir Kaldadal til
Húsafells. Þaðan lá svo
leiðin yfir Arnarvatnsheiði
norður í Víðidal. Þar gist-
um við í 2 daga, fórum þá
yfir í Vatnsdal og svo
suður Kjöl til baka“.
Lentuð þið í nokkrum
ævintýrum eða hrakning-
um?
,,Það var nú ekkert svo
spennandi. En þetta var
frábær ferð. Það má
kannski segja að við lent-
um í hrakningum á leið að
Arnarvatni hinu mikla. Við
lentum í svarta þoku og
rigningu. Ætlunin var að
gista í Gæsaverum, í skál-
anum þar, en við vorum
ekki kunnugir leiðinni og
gerðum okkur ekki vel
grein fyrir vegalengdum.
Um tíma vorum við nánast
villtir og það var heldur
óskemmtileg tilfinning.
En annars mæli ég ein-
dregið með svona ferða-
lögum fyrir hestamenn.
Aðalatriðið er að vera vel
útbúinn og vel undirbú-
inn, og dagleiðir þurfa að
vera þrælskipulagðar,
bæði meðtilliti til áningar-
staða og lengdar.
Sko, ef þú vilt fá að
heyra krassandi sögu úr
hestamennskunni, þá get
ég sagt þér draugasögu
eða fyrirbærasögu. Þaðer
nefnilega þannig, að ég
hef haft haustbeit fyrir
hrossin úti í Garði. Þaðer
nú ekki of skjólgott fyrir
þá þar, og þess vegna hef
ég stundum sótt þá og sett
í hús ef von er á óveðri.
Það var eitt sinn að það
gerir brjálað veður með
snjókomu og roki, að ég
sæki Rauð út í Garð og
ætla að teyma hann heim
á Faxagrund. Ég fór
gömlu reiðgötuna sem er
vörðuð þarna í heiðinni,
það er niðamyrkur og allt
gekk nú samt vel þangað
til viðerum komniraðsvo-
kölluðu Langholti, upp af
Bakkakoti ÍLeiru. Þarsnar
stansar Rauður allt í einu,
virðist hræddur og varð
ekki haggað lengra í átt til
Keflavíkqr. Hann vildi fara
út i Garð aftur eða til
hægri eða vinstri, en ekki
beint áfram. Það var engu
líkara en þarna væri eitt-
hvað óyfirstíganlegt og
skelfilegt í veginum. Ekki
nema það að í þessu
vafstri með hestinn afturá
bak og út á hlið, missi ég
hann og hann rýkur beint
út eftir aftur. Og ég á eftir,
en átti samt ekki von á að
ég næði honum í þessum
svarta byl og myrkri. En
viti menn, þegar ég kem
niður á Garðveg ekki all
langt frá, sé ég hvar Rauð-
ur stendur og bíður eftir
mér. Ég tók hann og gekk
aftur af stað, en nú eftir
Garðveginum. Þá gekk
allt eins og í sögu og
Rauður var hinn rólegasti.
Ég hef aldrei merkt neitt
svona lagað í hegðun
hans síðan. Engin
hræðsla eða neitt því líkt,
frekar kjarkaður raunar.
Stuttu seinna sagði ég
gömlum manni frá þessu
og hann varekki hissa, því
þarna í Langholtinu mun
vera reimt. Hann taldi
hestinn hafa séð eitthvað
sem ég sá ekki. Já, kallinn
minn, það er draugur í
heiðinni fyrir ofan þig".
Er hestamennska kostn-
aðarsamt fyrirtæki?
,,Það er töluverður
kostnaður í upphafi, en
eftir það er þetta ekki dýr-
ara eða tímafrekara en
annað sport. Og þetta gef-
ur meira heldur en flest
önnur sport. Það sagði
einn góður maður að það
væri göfgandi að moka
hestaskít. Ég er ekki frá
því að þetta sé rétt“.
Nú ert þú án efa einn
kunnasti bridge-spilari á
Suðurnesjum, hvernig fer
það saman við hesta-
mennsku?
,,Ég er nú ekki viss um
að mér líki þessi formáli
þinn, en bridge og hross
er góð blanda. Og jú, það
er rétt, ég er búinn að
stunda bridge-ið lengi og
hef haft ómælda ánægju
af því. Aðalmakker und-
anfarin ár hefur verið Kalli
Hermanns, og núna erum
við í sveit Nesgarðs".
Hvernig er staða bridge
á Suðurnesjum?
,,Bridge hefur átt mjög
erfitt uppdráttar undan-
farin ár vegna aðstöðu-
leysis. Þetta er íþrótt sem
sameinar vel ólíka aldurs-
flokka, milli 14-75 ára, og
það eru fjölmargir sem
stunda þetta hér um
slóðir. En eins og ég segi,
þá höfum við verið á hrak-
hólum með húsnæði.
Innri-Njarðvík í fyrra,
Sandgerði núna. Það er
algert grundvallaratriði að
hafa fast húsnæði fyrir
svona starf. Annars verð-
ur engin endurnýjun. Ég
er alveg viss um það að
starfið væri mun öflugra
ef við hefðum fastan stað
hér í Keflavík-Njarðvík".
Er þetta timafrekt
hobbý?
,,Ekki svo, ef menn ætla
að stunda keppni að ein-
hverju ráði, þá er nauð-
synlegt að spila svona
tvisvar-þrisvar í viku. Það
má ekki minna vera, ef
menn ætla að ná árangri".
Lokaorð?
,,Já, ég mæli með hesta-
mennsku og bridge sem
tómstundaiðju. Helst að
stunda hvort tveggja, það
er toppurinn.". - ehe.
Keflavík:
Allsherjarúttekt gerð
á umferðarmálum
- Jákvæð reynsla af einstefnu á Hafnargötu
Umferðarnefnd Keflavík-
ur hefur falið Gunnari Inga
Ragnarssyni verkfræðingi,
að gera allsherjarúttekt á
umferðarmálum í Keflavík.
Verður þar tekið ýmislegt
með í reikninginn, s.s. hvað
má laga og annað í þeim
dúr. Kom þetta fram er
Víkur-fréttir höfðu sam-
band við Karl Hermanns-
son hjá umferðardeild lög-
reglunnar vegna þess að alF
margir aðilar hafa haft sam-
band við blaðið og lýst yfir
áhuga sínum með að Hafn-
argatan verði gerð að ein-
stefnugötu.
Sagði Karl að jákvæð
reynsla hefði komiðfram nú
um hátiðarnar þegar höfð
29. sept. sl. voru gefin sam-
an í hjónaband í Keflavikur-
kirkju af sr. Ólafi oddi Jóns-
syni, Ásdis Gunnlaugsdótt-
ir og Númi Jónsson, Faxa-
braut 32C, Keflavík.
Ljósm.: NÝMYND
var einstefna á hluta göt-
unnar. Var þessi tilraun
gerð einmitt þegar umferð-
in var í hámarki.
Vitað er að innan umferð-
arnefndarinnar er ekki ein-
hugur um þetta mál og eru
sumir aðilar hræddir um að
Suðurgatan geti ekki tekið
við þeim umferðarþunga
sem annars færi um Hafnar-
götuna. Aðrir benda hins
vegar á að þegar Sparisjóð-
urinn flytur í nýja húsið við
Tjarnargötuna, muni léttast
mikið á Suðurgötunni, auk
þess sem menn myndu
velja sér aðrar akstursleiðir
ef einstefna væri á Hafnar-
götunni.
Eins og málum er háttað í
dag er mjög mikið um smá-
15. sept. sl. voru gefin sam-
an í hjónaband í Kálfatjarn-
arkirkju af sr. Guðmundi
Erni Ragnarssyni, Margrét
Haraldsdóttir og Magnús
Kolbeinsson. Greniteig 14,
Keflavík. Ljðsm.: nýmynd
hnoð á milli bíla á kaflanum
frá Skólavegi og að Aðal-
götu, en á þessum kafla
urðu alls39 umferðaróhöpp
á síðasta ári og 34 árið áður.
Eru flest þessi óhöpp til-
komin vegna þrengsla við
götuna, sem stafar m.a. af
því að akstur er leyfður í
báðar áttir. Væri einstefna
tekin upp, mætti búast við
breytingu á þessu. Vonandi
verður því ekki langt að bíða
að afstaða verði tekin í
þessu máli. - epj.
KEFLVÍKINGAR
VIÐTALSTÍMI UM BÆJARMÁL
í kvöld kl. 20.30 til 22 verða eftirtaldir fulltrúar Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórn og nefndum bæjarins, til viðtals um bæj-
armál, í Framsóknarhúsinu, sími 1070.
Hilmar Pétursson, formaður bæjarráðs, Margeir Jónsson, for-
maður rafveitunefndar, og Gunnar Sveinsson, formaður skóla-
nefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Veittar verða upplýsingar um bæjarmál og tekið við ábending-
um bæjarbúa varðandi málefni bæjarins.
ÞORRABLÓT
Kvenfélagsins í Njarðvík
verður haldið laugardaginn 26. jan. n.k. í
Stapa.
Miðasala verður miðvikudaginn 23. jan. og
fimmtudaginn 24. jan. frá kl. 17-19 báða
dagana. - Mætum vel!
Nefndin