Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. nóvember 1985 7 Hættum að bíða eftir kraftaverki Þetta er nú meira armæðuþjóðfélagið, sem við lifum í. Uppgjöf á flestum sviðum. Þar eru Suðurnesin ekki undan- skilin. Fyrirtæki af öllum gerðum, útgerð, vinnsla, verslun o.fl., rúlla á haus- inn hvert um annað þvert. Orsök? Vísað á almennt ástand þjóðfélagsins. Að- gerðir? Hringt í þingmenn og ráðherra. Afleiðingar? Omældir staflar af papp- ír. Málið er það, að opin- beriri aðilar eiga ekki að vera að vasast í einstök- um málum, heldur að setja fram heildarlausnir. Allir kenna öðrum um en sjálfum sér. Það held ég að sé vandamál margra í dag. Það að þora að setj- ast niður og og gagnrýna sjálfan sig, er númer eitt. Eg verð vitni að því dag- lega að menn finna öðrum en sjálfum sér allt til for- áttu og kenna stofnunum og opinberum aðilum um aumt ástand. Svo er þessi sífellda ásókn fólks í þingmenn og ráðherra. Þeir eru má segja ofsóttir af öllum þeim sem leita á þeirra mið með vandamál sín, hvort sem það er í at- vinnurekstri eða einkalífi. Síðan er sest á rassinn og beðið eftir allsherjar- lausn í gegnum pólitík. En það getur enginn hjálpað ef við gerum það ekki sjálf. Nú er komið nóg. Virð- ingarleysi okkar gagnvart sjálfum okkur og öðrum er að nálgast hreinustu martröð. Allt of margir virða ekki fjárskuldbind- ingar sínar. Margir katyja og kaupa án þess að gera sér það ljóst, að í óefni er komið. Þá hefst baráttan. Halda öllu, selja ekkert frá sér og ætla sér að kljúfa vandamálið. Sum- um tekst það, en það kost- ar átök við sjálfan sig að sigla út úr því. Hinir lenda í ótrúlegu basli, með uppboðshaldi og til- heyrandi. Og sagan end- urtekur sig alltaf aftur og aftur, nær daglega. Ef til vill finnst sumum þetta harðorður pistill, en eru þetta ekki orð í tíma töluð? Er ekki orðið tíma- bært að við setjumst niður hvert fyrir sig og lítum í eigin barm, í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri kraftaverk? Elías Jóhannsson _________________-..... J Keflavíkurkirkja Sunnudagur 24. nóv.: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta í sjúkrahús- inu kl. 10.30. Messa kl. 14 (altarisganga). Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Fimmtudagur 21. nóv.: Opið kl. 21.30 - 01. Föstudags- og laugardagskvöld: MIÐLARNIR leika fyrir dansi frá kl. 22-03. SNYRTILEGUR ALDURSTAKMARK KLÆÐNAÐUR 20 ÁRA Atvinnumálanefnd Keflavíkur: Kynning á Keflavík í atvinnulegu tilliti Askorun á Fjölbrautaskólann að stofna sjávarútvegsbraut Mánudaginn 11. nóv. sl. kom atvinnumálanefnd Keflavíkur saman til fund- ar. Þar var eftirfarandi til- laga frá Helga Hólm sam- þykkt með smávægilegum" breytingum. Jafnframt var •eftirfarandi áskorun sam- þykkt til skólanefndar Fjöl- brautaskólans: ,,I framhaldi af umræðu um kynningu á Keflavík í atvinnu- legu tilliti, þá leggur atvinnu- málanefnd Keflavíkur til, að slík kynning verði látin fara fram. Leggur nefndin jafn- framt til að eftirfarandi tilhög- un verði höfð á til undirbún- ings slíkri kynningu: a) A fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 verði gert ráð fyrir framlagi. b) Nefndin felur formanni og bæjarstjóra að leggja fram tillögur um það hvernig að kynningunni skuli staðið“. „Atvinnumálanefnd Kefla- víkur skorar á skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja að kanna möguleika á því að setja á stofn sjávarútvegsbraut við skólann. Á slíkri náms- braut gætu m.a. farið fram kennsla í meðferð sjávarafla, fiskeldi, stjórnun fiskvinnslu og útgerðar, markaðsmálum o.fl. Einnig gæti þar skapast aðstæður til hvers konar rann- sókna og tækniframfara á þessu sviði“. - epj. Brunaútkall í Happasæl GK Skömmu fyrir kl. 5 aðfaranótt sl. mánudags var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kvatt út að m.s. Happasæl GK 225,þarsem skipið lá við bryggju í Njarðvík. Höfðu lögreglu- menn á eftirlitsferð veitt at- hygli eldglæringum og reyk er kom upp úr skorsteini skipsins, og er málið var athugað nánar var véla- rúmið fullt af reyk og reykur kominn í borðsal. Fóru reykkafarar frá slökkviliðinu ofan í bátinn og kom þá í ljós að ljósavél- in hafði brunnið yfir og af því stafaði reykurinn, en enginn eldur var um borð. Var skipið reyklosað. Happasæll GK 225 er 247 tonna stálskip sem ver- ið hefur í eigu Garðskaga hf. í Garði, en var nýlega seldur til Bíldudals. - epj. * um helgina: * * wv Kabarett • v Litla leikfélagsins » * * föstudagskvöld. Matur framreidd- ur stundvíslega kl. 20. KL. 21.30: KABARETT KL. 22.30: TÍSKUSÝNING Fatnaður frá Samkaupum. KL. 23.30: DISKOTEK ■ír # „ÚR ÝMSUM ÁTTUM Frábær grín- og skemmtiþáttur. Tryggið ykkur borð tímanlega í síma 1777, því síðast seldist upp! ? * Matseðill helgarinnar framreidd- ur föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 18. * * * Lokað í efri sal laugardag, vegna einkasamkvæmis. BARINN opinn föstud. frá kl. 18.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.