Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 21.11.1985, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir l-X-2 l-X-2 „Ætlum okkur stóra hluti“ „Ég hef lítið verið með í haust, en við erum komnir af stað í getraunafélaginu og ætlum okkur stóra hluti í vetur“. Svo mælir Marel Sigurðsson, eða Malli, eins og flestir kannast við hann. Malli er mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna og er auk þess góður vinur Ragnars formanns, sem situr í efsta sæti getraunaleiksins. „Við erum fjórir saman í félaginu, Gaui Guðjóns, Jón Olsen, Raggi og ég. Við náðum 12 réttum einu sinni í fyrra, en því miður ásamt fleirum, og því varð vinningurinn ekki eins og kosið varð. Uppáhaldslið? Ég hef haldið með tveimur liðum í gegn- um tíðina - Tottenham og Arsenal. Ég sá Arsenal spila nú í haust gegn Newcastle á heimavelli og er það einn leiðin- legasti leikur sem ég hef séð í ensku deildinni. Steindautt, markalaust jafntefli. Áhugi minn á liðinu snarminnkaði eftir þetta. Ég hef séð fjölda leikja í ensku deildinni og fer reglulega út. Maður er þó farinn að hugsa sig tvisvar um vegna þessara sífelldu óláta á áhorfendapöllunum. Bola Ragnari út? Annað kemur ekki til greina. Það er ekki hægt að láta manninn sitja í efsta sætinu í allan vetur“. Heildarspá Marels: Leikir 23. nóvember: Birmingham - Liverpool 2 Coventry - West Ham . 2 Everton - Nott’m Forest 1 Leicester - Man. Utd. . X Man. City - Newcastle . 1 Oxford - Ipswich ..... 1 Sheff. Wed.-South’pton 1 Tottenham - Q.P.R. . Watford - Luton .... Blackburn - Charlton Hull - Wimbledon ... Sunderland - Brighton Engir meistarataktar hjá Gísla Ekki tókst Gísla Jóni að endurtaka leikinn hér í get- raunaleiknum, að fá 12 rétta. Aðeins 3 réttir. Ragnar hjúfrar því enn um sig í efsta sætinu. - pket. Sveinn, Oddgeir og Gunnar með seðlana, um 50 þús. raðir, sem þeir ætla eð selja í vikunni. Sérstök getraunavika: Draumurinn að 55 selja 50 þús. raðir“ - segja þeir Gunnar, Oddgeir og Sv- einn, getraunagosar UMFK og KFK Þessi vika sem nú er að líða verður svolítið sérstök hjá Islenskum getraunum. Er stefnt að því að ná vinn- ingspottinum upp í sem hæst, því hann verður sá síðasti sem verður greiddur fyrir jól. Sem sagt, jólaseðl- ar þessa viku. „Við stefnum að því að selja yfir 40 þúsund raðir. Það yrði tvöföld sala miðað við sama tíma í fyrra“, sögðu þeir Gunnar Vald., Oddgeir Garðars og Sveinn Valdimarsson, getrauna- gosar UMFK og KFK, í viðtali við Víkur-fréttir í til- 3. deild - UMFN-Fylkir 24:24 JAFNTEFLI í NJARÐVÍK UMFN og Fylkir mætt- ust í 3. deild handboltans í Njarðvík á laugardaginn í síðustu viku. Jafntefli varð, 24:24. Staðan í hálfleik var 13:12 fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar byrjuðu að ná forystunni með góðu marki frá Ara og síðan skiptust liðin á að skora á víxl og var munurinn aldrei meiri en eitt mark, en þó áttu Njarðvíkingar góðan möguleika á að auka for- skotið. Mikill hraði var í Guðjón Hilmarsson með boltann í harðri baráttu á vítateig Fylkis. Guðjón átti góðan leik og gerði 4 mörk. leiknum í fyrri hálfleik og var erfitt að ná góðu skoti fyrir utan, því hávaxnir Fylkismenn sáu um að stöðva þau. Um miðjan fyrri hálfleik voru Njarð- víkingar einum færri og tóku Fylkismenn þá einn úr umferð hjá Njarðvík. Við það fór allt í baklás í sókn- inni og klikkaði Jón M. þrisvar í röð þegar hann reyndi skot fyrir utan og einnig klikkaði Guðjón tvisvar í horninu og er það ólíkt honum að brenna af á þeim stað. Staðan í leikhléi 13:12 fyrir Njarðvík. I seinni hálfleik var sókn- arleikur Njarðvíkurliðsins hálf þófkenndur og voru menn þá of bráðlátir að skjóta og létu boltann ekki ganga nógu vel. Njarðvík- ingar komust í fyrsta sinn í leiknum tveimur mörkum yftr strax á fyrstu mínút- unni, en síðan náðu Fylkis- menn að jafna 17:17 eftir liðlega 10 mín. Síðan skipt- ust liðin á að skora á víxl þar til rúmlega tvær mín. voru eftir, þá komust Njarðvíkingar aftur tveim mörkum yfir. En í staðinn fyrir að hanga á boltanum og láta hann ganga á milli voru þeir of bráðlátir á skotin eins og svo oft í leiknum, og þegar ein mín. var eftir jöfnuðu Fylkis- menn aftur 23:23. Njarð- víkingar náðu forystunni aftur 24:23 þegar 50 sek. voru eftir, og þá fóru Fylk- ismenn í sókn en missa boltann þegar 25 sek. eru eftir. Njarðvíkingar byggja upp sókn og í staðinn fyrir að láta boltann ganga á milli er dæmdur ruðningur á Ara og Fylkir jafnar 24:24 þegar 8 sek. voru eftir og slapp þar naumlega fyrir horn vegna klaufaskapar Njarðvíkinga. Varnarleikurinn hjá Njarðvík var nokkuð góð- ur og voru þar einna mest áberandi í vörninni þeir Valtýr og Karvel og unnu þeir mjög vel. Sóknarleik- urinn hjá Njarðvík var ekki nógu góður en samt átti Óli Th. góðan leik í seinni hálf- leik og skoraði þá fjögur mörk úr fjórum skotum. Einnig áttu Guðjón og Ari þokkalegan leik, en aðrir voru svipaðir. Mörk UMFN: Óli Th. 5, Ari 5, Snorri 4, Guðjón 4, Karvel 2, Jón M. 2, Guð- björn og Arnar eitt hver. Einar Einars skoraði mest hjá Fylki, 7 mörk. ghj. efni af getraunavikunni. „Undanfarnar vikur hafa allar verið metvikur, 33-35 þús. raðir hafa selst. Sérstakur áróður verður fyrir getraunum í vikunni til að ná vinningspottinum sem hæstum. Hefur heild- arpotturinn hæst komist í rúm 1.600 þús. það sem af er, en stefnan er sett á tvær til tvær og hálfa milljón. Draumurinn hjá okkur hér í Keflavík er 50 þús. raðir“. Heildarupphæð vinninga til Keflavíkur í haust nemur nú 820 þús. Alls hafa 260 þús. raðir selst hjá UMFK og KFK það sem af er tíma- bilinu. Heildartekjur af þessari sölu eru um 220 þús. kr., sem skiptast til helminga milli félaganna tveggja. „Keflvíkingar hafa verið mjög getspakir, því vinn- ingshlutfall er mjög hátt sé tekið mið yfir landið“, sögðu þeir félagar, eða gos- arnir, eins og þeir eru oft kallaðir, sem er samnefni af upphafsstöfum nafna þeirra. Er eitthvað sérstakt sem þið munuð brydda upp á í vikunni? „í fyrsta lagi vonumst við til að Keflvíkingar og Suðurnesjamenn hjálpi til og sameinist um að gera pottinn sem stærstan. Við erum sérstaklega undir þessa viku búnir og munum verða með meira magn seðla til sölu. Endapunkt- urinn verður svo tekinn í íþróttavallarhúsinu á föstudagskvöld, á morgun. Þá verður síðasti séns að fylla út seðil, eða öllu held- ur seðla viljum við segja, og munum við verða með opið hús eitthvað fram eftir. Einnig höfum við útbúið bók með mörgum kerfum sem fólk getur fengið, ef það vill taka þetta með al- vöru“, sögðu þeir gosar að lokum. - pket.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.