Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Síða 16

Víkurfréttir - 21.11.1985, Síða 16
16 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir /---------------------------- Góður kabarett á Glóðinni Kabarett Litla leikfélagsins þykir bréfritara með afbrigð- um Iéttur og skemmtilegur. Loðnuskipinu Grindvík- ingi verður á næstunni breytt á þann veg að hægt verði að frysta loðnuna um borð, að því er fram kom nýlega í Fiskifréttum. Kom einnig fram að verið væri að Nýir trúnaðar- menn Fiski- félagsins A þessu ári hefur Fiski- félag Islands ráðið þrjá nýja trúnaðarmenn á Suðurnesj- um. Þeir eru: Magnús_ Einarsson, Höfnum, Olafur Sigurðs- son, Garði og Særún Jóns- dóttir, Vogum. Kemur þetta fram í nýjasta tbl. Ægis. - epj. ganga frá samningum um verkið, sem kostaði í kring- um 20 milljónir kr. Verða frystitækin keypt frá Noregi, en síðan verður verkið unnið innanlands kringum áramótin. Eru tækin fyrst og fremst miðuð við loðnufrystingu, en með litlum breytingum ereinnig hægt að nota þau á rækju. Er reiknað með að breytingum verði lokið í vetur. Grindvíkingur GK 606 er í eigu Fiskaness hf. í Grindavík og mun skipið verða fyrsta íslenska skipið sem frysta mun loðnu um borð. Eru t.d. í Noregi um 20 loðnuskip komin með búnað til frystingar. epj. því að borinn var fram forréttur, grafinn lax í sinnepssósu, mjög góm- sætur. Síðan kom ávaxta- fyllt lambalæri með afar bragðgóðri sósu, sem ýtti undir hinn sérkennilega keim villibráðar, sem ég tel íslenska lambakjötið vera og auglýsa á sem slíkt, bæði innanlands og utan. Var maturinn vel útilátinn og þurfti enginn að fara svangur heim. Á eftir var svo kaffí og sæl- gæti, enda talið við hæfi að hafa sætan eftirrétt. Þó ber þess að geta, að mat- urinn var of seint á ferð- inni og er það raunar lenska á íslenskum veit- ingahúsum. Þá kom að þætti Litla leikfélagsins í Garðinum. Var þar á ferðinni bráð- skemmtilegur kabarett með léttum skotum á eitt og annað í þjóðfélaginu, kryddaður með tvíræðum sönglögum og látæði. Þótti mér hann mjög vel fluttur á köflum, þótt meiri öryggis mætti gæta, enda var hér um frumsýn- ingu að ræða og menn að vonum spenntir. Einkum þótti mér „fulli maður- inn“ góður, og greinilegt að þar er á ferðinni vel lið- tækur leikari, sem flutti bráðfyndinn texta. En textinn mun að mestu V____________________________ saminn af félögum sjálf- um og aðstandendum þeirra. Sem fyrr segir var sal- urinn þéttsetinn kátu prúðbúnu fólki,- sem tók Ieiknum forkunnar vel, enda ekki á færi nema fúl- ustu fýlupoka að láta sér leiðast með þessu glað- lega hæfíleikafólki úr Garðinum. Sýningin tók um 30 mínútur og ætlaði klappi aldrei að linna og greinilegt að fólk vildi meira. Þökk sé Litla leikfé- laginu og mættum við fá meira að heyra í framtíð- inni. Á eftir þætti Garð- manna kom svo þaulæfð tískusýning frá Samkaup- um flutt af ungu sýning- arfólki sem kallar sig ,,Við“. Samanstendur hann af ungu fólki á aldr- inum u.þ.b. 7 ára til tví- tugs. Þótti mér hópurinn standa sig mjög vel, skipt- ingar gengu hratt fyrir sig og krakkarnir öruggir. Satt að segja kom mér á óvart hversu mikið úrval af góðum fatnaði er að finna í Samkaupum. Sannar það að full þörf er á kynningu sem þessari. Áð lokum vil ég segja, að mér finnst vel til fund- ið hjá þessum aðilum að taka höndum saman um uppákomur sem þessa og vonandi er að framhald verði á, með nýjum atriðum. En forráðamönnum Glóðarinnar er þó bent á að stundvísi er dyggð og alltof mikið að vera klukkutíma á eftir áætlun. En þegar á heild- ina er litið þótti mér vel takast til. - ba. Alkunna er, að í skammdeginu er fólki hér á norðurhjara mikil þörf á upplyftingu af ýmsu tagi. Má þar nefna leik- sýningar, kvikmyndir og annað það sem glatt getur geð manna. Um helgina stóð Glóðin, Litla leikfélagið og tískusýningarhópur- inn „Við“ fyrir skemmti- legri uppákomu á 2. hæð Glóðarinnar. Salurinn var enda þéttsetinn fólki á öllum aldri. Skemmtunin hófst með M.s. Grindvíkingur í loðnufrystingu Fyrst íslenskra skipa sem fær slíkan útbúnað Orðsending frá Rafveitu Njarðvíkur í tilefni af yfirtöku Hitaveitu Suður- nesja á allri sölu og dreifingu raforku í Njarðvík, vill rafveitunefnd Njarðvíkur ásamt starfsfólki þakka samstarf við viðskiptaaðila rafveitunnar á 19 ára starfsemi sinni. Rafveitunefnd: Ingólfur Bárðarson Valþór Jónsson Asmundur Jónsson Þá viljum við óska hinu nýja fyrirtæki alls góðs í framtíðinni og að sameining rafveitnanna og Hitaveitu Suðurnesja verði til hagsbóta og farsældar öllum Suðurnesjabúum á komandi tímum. Starfsfólk: Jóhann Líndal, Gunnlaugur Oskarsson, Sigfús Elísson, Lúðvík Guðmundsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Agústa Guðmundsdóttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.