Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 5. desember 1985 5
4 Nú er JGP-mótinu lok-
ið. Talsverðar sviptingar
urðu í lokaumferðum
mótsins, sem að sjálfsögðu
gerði það líflegra en ella.
Sveit Boggu Steins hafði
verið í forystu allt mótið,
en áður en síðasta umferð
hófst hafði sveit Guð-
mundar Ingólfssonar tekist
að ná fimm stiga forystu og
spennan því í hámarki.
Leikar fóru svo þannig í
síðustu umferð, að sveit
Guðmundar vann sinn leik
25-2, sveit Boggu vann sinn
21-9. Sveit Guðmundar
stóð því uppi sem öruggur
sigurvegari, hlaut 220 stig.
Auk Guðmundar spiluðu í
sveitinni þeir Gísli Torfa-
son, Jóhannes Sigurðsson
og Karl Hermannsson.
Sveit Þórðar Kristjánsson-
ar, sem mest allt mótið
hafði verið í 5. sæti, tók
mikinn endasprett og tókst
af öryggi að ná 3ja sætinu,
en sveit Sigurðar Stein-
dórssonar hafði vermt það
sæti allt mótið.
Ellefu sveitir tóku þátt í
mótinu og urðu úrslit sem
hér segir:
stig
1. Sv. Guðm. Ing....... 220
2. Sv. Boggu Steins .. 211
3. Sv. Þórðar Kristj. . 189
4. Sv. Sig. Steindórs . 165
5. Sv. Grethe Iversen 145
6. Sv. Marons Björns 140
7. Sv. Hafsteins Ogm. 134
8. Sv. M. Magnús. ... 115
9. Sv. Rastar......... 115
10. Sv. Péturs Júl .... 88
11. Sv. Ufsa ........... 67
Næstu tvö spilakvöld,
mánudaganna 9. og 16. des.
verður spilaður tveggja
kvölda tvimenningur með
Barometer fyrirkomulagi
og eru peningaverðlaun í
boði.
1. verðlaun eru kr. 8.000,
2.verðlaun kr. 5.000, þriðju
kr.3.500, fjórðu kr. 2.500
og fimmtu verðlaun kr.
1000. Heildarverðlaun alls
kr. 20.000. Bridsáhugafólk
er hvatt til að fjölmenna til
keppni.
Starfsemin eftir áramót
hefst svo mánudaginn 13.
janúar og verður þá vænt-
anlega haldinn aðalfundur
félagsins og síðan spila-
mennska að honum
loknum. Mánudaginn 20.
jan. hefst spilamennskan
aftur af fullum krafti með
meistaramóti félagsins í tví-
menningi.
Stjórn og fréttaritarar
Bridsfélags Suðurnesja
óska bridsáhugafólki og
Suðurnesjamönnum öllum
gleðilegra jóla, árs og friðar
og þakkar ánægjulegt sam-
starf við útgefendur Víkur-
frétta. -þk.
Ljós brotiná átta
dráttarvögnum
í síðustu viku voru brot-
in afturljós á átta dráttar-
vögnum þar sem þeir stóðu
í röð á auðu svæði milli
Samkaups og grasvallarins í
Njarðvík. Hefur verið
gengið á röðina og öll ljósin
brotin.
Jólabasar f
Ytri-Njarð-
víkurkirkju
Systrafélag Ytri-Njarð-
víkurkirkju stendur fyrir
jólabasar í safnaðarsal
kirkjunnar kk 13 á morgun,
föstudag. Á boðstólum
verða ýmsir munir s.s.
kökur, kökuhús, pickles,
jólaskraut og jólakort.
epj.
Stálu vörubíl
í Grindavík
Um sl. helgi stálu tveir
ölvaðir unglingar, 16 ára
gamlir, vörubíl frá frysti-
húsi einu í Grindavík. Er
þeir náðust voru þeirhættir
akstri. Bíllinn eróskemmd-
ur eftir þetta ævintýri ungl-
inganna, enda þekktu þeir
á bílinn, þar sem þeir starfa
í frystihúsi þessu. - epj.
Er málið í rannsókn hjá
lögreglunni og eru allir þeir
sem upplýsingar geta gefið
um málið, beðnir að snúa
sér til lögreglunnar. -epj.
Heimsendingar-
þjónusta um
nœtur
Bæjarráð Keflavíkur hef-
ur fengið ósk frá Jónasi
Omari Snorrasyni f.h. Pítu-
bæjar h.f., þar sem hann
óskar eftir að fá leyfi til
að vera með heimsending-
arþjónustu um nætur.
Samþykkti bæjarráðið að
gera ekki athugasemdir við
fyrirhugaða heimsending-
arþjónustu, en tók fram að
opnunartími verður ein-
ungis leyfður til kl. 23.30.
epj.
í jólablaðið?
Hafðu þá sam-
band við ritstjórn
JÓLAFATNAÐUR
á alla fjölskylduna
JÓLAGJAFIR
föstudag og
laugardag.
GOÐI kynnir
jólahangikjötið
og graflamb.
Komið og
smakkið Ijúf-
fengt kjöt frá
GOÐA.
mmKm
KJÖTKYNNING