Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 6

Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 6
6 Fimmtudagur 5. desember 1985 VIKUR-fréttir KF l r^1 LANDSHANKX ÍSLANDS tsfomwxsijmim iaaaaa^ 9 ke úíOsmíKs:; Z~Ælav •n‘Vn Q1Í4Í75* 10< Alþýðubankinn hf _ Stri-í I.. /»»».. KE ÉdaBgaitaiaiSa foaamiiaj ffiS‘ D 33 /' 06)1135 laptð*7 — —nmdh&fi,-________ XVsþáwii teéðiil* 10< 0«Q12t> MJ11JJ. 10< OiMi«> QOOðOZOUt 4jfr 3PAR1SJÓDUR #\> REYKJAVIKUROG NÁGRF.NNIS i^awgwyBgil; KE !ÍMa»jyíl>ítiti21 Aelujiila n ® "j2££ . 0281201 E <*r», Cfrii—— ■ — f- V-tíx.SJL. Athyglisvert er hve Útvegsbankinn er með hátt hlutfall innistæðu- lausra ávísana. Hver skyldi ástæðan vera? Hver er staða þín, ef þú tekur við innistæðulausri ávísun? Svara leitað hjá verslunarmanni, lögreglu, bankamönnum og lögfræðingi Ingólfur Falsson hjá Að- alstöðinni, hafði þetta um málið að segja: „Að undanförnu hefur orðið mikil fjölgun á gúmmíávísunum, og sem dæmi þar um urðum við að innleysa slíka tékka upp á tæpar 50 þús. kr. sl. hálfan mánuð. Þegar við fáum þessa tékka til baka er bankinn oftast búinn að hringja eða gera tilraun til þess að ná í útgefendur, án árangurs. Við reynum síðan sömu aðferð, en ef það tekst ekki þá sendum við málið lögfræðingi til innheimtu. Við erum löngu hættir að senda þessa tékka til lög- reglunnar, því það þýðir ekkert. Sem dæmi þar um má nefna að nýlega fengum við tékka frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins sem sendur hafði verið til þeirra 1978 og var þá upp á kr. 7.905, en nú fengum við sjö- tíu og níu krónur og fimm aura, þ.e. vegna myntbreyt- ingarinnar, en án allra vaxta. í alltof mörgum til- fellum verðum við að bera skaðann af því að hafa tekið við þessum tékkum, því ár- angur af innheimtuaðferð- um verður enginn. Er þá undir hælinn lagt hvort eitthvað greiðist upp í kröfu okkar eða ekki. Sleppa bankarnir því alltof vel út úr þessu, þrátt fyrir að þeir sannprófa það ekki hvort sá aðili sem fær að gefa út ávísanir hjá þeim, sé á svörtum lista . í öðrum banka eða ekki. I slíkum til- fellum eru bankarnir ábyrgir fyrir tékkaviðskipt- um, en þeir koma því alltaf á okkur, sem tökum við þessum tékkum“. John Hill, lögreglufull- trúi í Keflavík, sagði að mikil aukning hefði orðið í útgáfu innistæðulausra tékka. Sem dæmi þar um hefði lögreglan kært 189 aðila fyrir slíkt á sl. ári. Væri þetta ekki síður kven- fólk en karlar, sem stund- uðu þessa útgáfu. í þeim málum sem kæmu til lög- reglunnar væri það áber- andi að bankarnir slyppu vel út úr þessum en að sjálf- sögðu ættu þeir að krefjast tryggingavíxils við úthlut- un tékkaheftis, eins og þegar um kreditkort er að ræða. Vegna misskilnings sem oft gætti hjá aðilum, vildi John Hill benda á að það er aðeins hlutverk lögreglu að rannsaka og innheimta fyrir lögbrotið, en ekki að innheimta ávísunina sem slíka. Grétar Grétarsson hjá Sparisjóðnum og Elías Jó- hannsson í Utvegsbankan- um voru báðir sammála um það að ef einhver ætti tékkareikning, sem lokað væri vegna vanskila, ætti ekki að vera hægt að opna slíkan reikning í öðrum banka. Ef banki leyfði opn- un á slíkum reikningi þrátt fyrir að viðkomandi væri kominn á bannlista, tæki viðkomandi stofnun alla ábyrgð á sig og sæti því uppi með þá innistæðu- lausu tékka sem gefnir væru út án innistæðu. Elías sagði ennfremur: „Sú tékkalöggjöf sem nú er farið eftir er meingölluð. Þar sleppa bankarnir alltof vel út úr þessu, þeir eiga að bera meiri ábyrgð á útgáfu innistæðulausra tékka, en sá sem lokað er hjá fer á svartan lista hjá öllum lánastofnunum og er þar í 2 ár. Getur sá hinn sami lent í vandræðum ef hann þarf á einhverri fyrirgreiðslu að halda hjá bönkunum. Ættu menn því að komast hjá því að lenda í vanskilum á tékkareikningum“. Þá benti Elías á að það sem af væri þessu ári hefði Utvegs- bankinn lokað 60 tékka- reikningum vegna van- skila. Samt væru vanskil álíka og á sama tíma í fyrra. band við Vilhjálm H. Vil- hjálmsson, lögmann, og tók hann undir þau orð, að ábyrgð bankanna væri alltof lítil og í raun væru mál þannig, að sá sem fyrst tæki við innistæðulausum tékka, sæti uppi með hann. I svörum þessara aðila má sjá að hér er um alvar- legt mál að ræða, sem er mjög laust í reipunum og varpar í raun fram þeirri spurningu, hvort ávísanir séu ekki í raun 2. flokks gjaldmiðill. Þessa spurn- ingu lagði blaðamaðurfyrir Elías Jóhannsson, og svar- aði hann á þessa leið: ,,Ef þú tekur við greiðslu með ávísun, átt þú að taka fram á kvittuninni að greitt sé með ávísun. Ef engin inni- stæða er fyrir ávísuninni fellur greiðslan sem slík niður, þ.e. ávísunin fellur úr gildi og varan telst því ógreidd. Fyrir seljandann er það betra að innheimta viðkomandi reikning, heldur en að standa uppi með innistæðulausa ávís- un“. Að lokum hafði blaðið samband við Símon Ólason, fulltrúa hjá bæjar- fógeta. Hann sagði að öllum málum sem embætt- ið fengi í hendur, væri vísað til Ríkissaksóknara. I ein- stökum tilfellumlegðihann til að málinu væri lokið með dómsátt, þ.e. ef viðkom- andi er búinn að gangast við brotinu og greiða það sem honum ber. - epj. Mikið úrval.. . ^kobúdín f^eflavík HAFNARGATA35 . . . af kuldaskóm. Jólaskór á börnin, ódýrir og fallegir. Spariskór á dömur og herra. Jólatilboð Allar úlpur og jakkar með 20% afslætti. Stendur fram á sunnudag. CURQCARD VISA 1 Sandgerði Sími 7415 OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 23.30 Einnig hafði blaðið sam- Já, hver vill kaupa þessar ávísanir. - Auglýsing í búðarglugga.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.