Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 05.12.1985, Qupperneq 12
12 Fimmtudagur 5. desember 1985 VlKUR-fréttir Handbolti - 3. deíld: Enn sigrar Í.B.K. Keflvíkingar sigruðu lið Selfoss í þokkalegum leik er liðin mættust í Keflavík í UMFN vann ÍBK í 1. deild kvenna í Ljónagryfjunni í Njarðvík sl. föstudag, 47-37 I fyrri hálfleik var mjög jafnt með liðunum og stað- an eftir sjö mín. var 8-6 UMFN í vil. ÍBK-stúlkurn- ar lent í villuvandrseðum strax á fyrstu mínútunum og á 7. mín. var UMFN komið í bónus. Mesti mun- ur með liðunum í fyrri hálf- leik var fjögur stig en IBK náði að jafna fyrir leikhlé, sl. viku. Lokatölur urðu 22:19. Staðan i leikhléi var I 11:8 fyrir ÍBK 22-22. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu 8 stig á næðan ekkert gekk né rak hjá IBK og smám saman drógst IBK afturúr. Léleg hittni ein- kenndi seinni hálfleikinn, IBK skoraði ekki stig í 9 min. og UMFN í 4 mín. Lokatölur urðu 47-37 eins og áður segir. Tíu stiga sigur UMFN og var það sanngjarn sigur.-gjó. Leikurinn var mjög jafn framan af og var varnar- leikur ágætur hjá báðum liðum. Keflvíkingar leiddu leikinn allan tímann og er 15 mín. voru liðnar af leikn- um var staðan 5:2 fyrir ÍBK. Kom þá góður kafli hjá ÍBK og nýttu þeir hraðaupphlaupin vel. Er 5 mín. voru til loka fyrri hálf- leiks var staðan orðin 11:5 fyrir Keflavík. Þá fóru leikmenn ÍBK að slaka á og náðu Selfyssing- ar að minnka muninn í þrjú mörk fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 11:8 fyrir ÍBK. ÍBK byrjaði síðari hálf- leikinn vel og komust í 15:10. Þá urðu leikmenn Keflavíkur mjög ráðvilltir í sókninni og var mikið um hnoð. Vömin var heldur ekki upp á það besta og náðu Selfyssingar að minnka muninn í 15:14. Þá vöknuðu Keflvíkingar og náðu þriggja marka for- skoti og héldu því allt til leiksloka. Lokatölur urðu því 22:19 fyrir ÍBK. Ekki var þetta leikur sem gladdi augað og hafa Kefl- víkingar leikið betur en þetta, bæði í vörn og sókn. Samt leiddi ÍBK allan leik- inn, þó naumt hefði verið á köflum. Freyr var einna bestur Keflvíkinga i þessum leik þó svo að ekki hafi mikið borið á honum í fyrri hálf- leik. Pétur varði vel í markinu og einnig átti Einvarður ágætan leik þær mínútur sem hann var inn á. Aðrir leikmenn náðu sér lítið á strik. Markahæstir ÍBK voru Elvar 6 (4 v.), Freyr 4 og aðrir minna. - ghj. Handbolti, 3. deild - Skallagrímur-UMFN 25:25: UMFN með 1 stig úr Borgarnesi Karfa kvenna: UMFN-ÍBK 47-37: UMFN-stúlkur betri Heígarsportið Karfa: Á morgun, föstudag eigast við í íþróttahúsi Kefla- víkur í úrvalsdeild IBK og Valur, og hefst sá leikur kl. 20. Á laugardag er einn leikur í L deild kvenna í íþróttahúsi Keflavíkur og fá þá ÍBK-stúlkur ÍS í heimsókn. Handbolti Á laugardag er einn leikur í 3. deild í Iþróttahúsi Njarðvíkur. UMFN fær Selfyssinga í heimsókn og hefst leikurinn kl. 14. - pket. l-X-2 l-X-2 Erum bara að hleypa spennu í deildina" Næsti spekingur okkar er enn einn Man. Utd.-aðdáand- inn, og er það Finnbjörn Agnarsson, starfsmaður Útvegs- bankans í Keflavík. „Það kemur í ljós í vor hverjir eru bestir og þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því. Það skiptir engu hvernig staðan er í hálfleik, þetta endar allt vel“. Nú sækir Liverpool-liðið hart að ykkur? „Við verðum að leyfa Liverpool-skrímslunum að nálg- ast okkur aðeins til þess að hleypa smá spennu í deildina. Ég vil nota tækifærið og senda smá skilaboð til Liverpool- aðdáenda, og þá sérstaklega Magga Jóns, um að liðs- menn Man. Utd. fara nú að blása í blöðruna á nýjan leik, það litla sem lak úr henni“. Unnið? „Nei, ég hef aldrei unnið, en er þó með seðla í hverri viku. Það mesta sem ég hef fengið í vetur eru níu réttir“. Heildarspá Finnbjörns: Leikir 7. desember: Birmingham - Watfoed X Leicester - Man. City ... 1 Luton - Newcastle ...... 1 Q.P.R. - West Ham .... 2 Sheff. Wed. -Nott’mFor. 1 South’pton - Arsenal .. X Tottenham - Oxford ... 1 W,B.A. - Everton........ 2 Charlton - Sheff. Utd. . X Norwich - Blackburn ... 1 Shrewsbury - Oldham .. 1 Sunderl. - Portsmouth . X Didda með 4 rétta Ekki var teningurinn hennar Diddu hliðhollur henni, að- eins 4 réttir, þannig að Ragnar er enn í fyrsta sæti og ætlar Finnbjörn að láta sér nægja að jafna hann. - ghj. UMFN sótti ekki gull í greipar er þeir sóttu Skalla- grím heim í sl. viku. Loka- tölur 25:25. Njarðvíkingar voru heppnir að ná í stig, því þegar smá tími var eftir af leiknum höfðu Skalla- grímsmenn tvö mörk yfir og náðu Njarðvíkingar að jafna á lokamínútunum. Staðan í leikhléi var 14:11 fyrir Skallagrím. UMFN lék þennan leik illa og var vörnin og mark- varslan ekki upp á það besta og verða markverð- irnir að fara að stilla skap sitt, svo þeir verði ekki reknir út af fyrir klaufa- skap. Lokatölur í leiknum 25:25. Mörk UMFN: Ari 6, Guðbjörn 6, Ólafur Th. 5 og aðrir minna. Markahæstur hjá Skalla- grím var Björgvin Björg- vinsson með 14 mörk. ghj- Handbolti, 3. deild - ÍH-Reynir 22:30 Siggi Guðna varði mark Reynis Reynismenn unnu öruggan sigur á ÍH sl. laug- ardag í Hafnarfirði. Loka- tölur urðu 30:22. Staðan í leikhléi var 14:11 fyrir Reyni. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Reynis aldrei í hættu, leiddu þeir leikinn með þriggja til fjög- urra marka forskoti. Siggi Guðna sýndi á sér nýja hlið og stóð í marki Reynis allan leikinn og varði ágætlega. Þar á meðal varði hann þrjú víti af fjórum, sem ÍH- menn fengu. Markmanns- hallæri virðist hrjá liðið núna, þar sem annar er meiddur og hinn á sjó. Leikmenn Reynis áttu þarna ágætan leik og voru þar einna mest áberandi þeir Heimir Karls og Heimir Morthens, en einnig áttu Hólmþór og Kristinn ágætan leik. ghj. Handbolti - 3. deild: Reynir vann Hveragerði naumt Reynismenn fengu UMFÓ í heimsókn á mið- vikudag í sl. viku og rétt mörðu sigur í lélegum leik, 26:25. Staðan í leikhléi var 14:10 fyrir Reyni. Reynir hóf leikinn af miklum krafti og komst í 2:0 eftir liðlega tvær mín., en þegar líða tók á jöfnuðu andstæðingar leikinn. Var jafnt á tölum þar til átta mín. voru eftir af hálfleikn- um, þá tóku liðsmenn Reynis góðan sprett og náðu fjögurra marka for- skoti fyrir leikhlé, 14:10. Reynir byrjaði ágætlega í seinni hálflei og hélt 3ja marka forystu fyrstu 15 mín. Hveragerði fór þá að koma inn í leikinn aftur og söxuðu á forystu Reynis. Vörn heimamanna hrip- lak þær mínútur sem eftir voru og áttu UMFÖ-menn greiða leið í gegnum hana. Þegar um hálf mínúta var eftir var staðan 26:25 og náðu þá UMFÖ-menn hraðaupphlaupi, en mis- notuðu það er þeir stigu á línu. Þar með sluppu Reyn- ismenn namulega fyrir horn. Leikur Reynis var líklega sá lélegasti sem þeir hafa spilað í vetur. Vörnin gal- opin mest allan leikinn og lítið sem ekkert skipulag í sókninni. Enginn skaraði framúr hjá Reyni þennan dag og verður vonandi bót á því í næstu leikjum. Mörk Reynis: Daníel 9, Heimir K. 6, Heimir M%3, Sigurður G.3, Sigurður Óli 2, Hólmþór, Kristinn og Elvar eitt mark hver. - ghj. Daníel markahxstur á móti Hveragerði.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.