Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Page 22

Víkurfréttir - 05.12.1985, Page 22
22 Fimmtudagur 5. desember 1985 VÍKUR-fréttir Jólatilboð Öll viljum við líta vel út fyrir há- tíðarnar. - verðum með veruleg- an afslátt af sólkortum sem gildir aðeins fram að jólum. Hvernig væri að setja sólkort í jólapakkann? Það kannast allir við perurnar hjá okkur, hinar viðurkenndu Gold-Sonne. Notið ykkur þetta einstaka tækifæri. j °pið mánudaga- föstudaga kl. 8-22. Laugardaga kl. 9-19. Hafnargötu 6 - Simi 4227 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur og nágrennis Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör til eftirfarandi trún- aðarstarfa hjá Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur og nágrennis: Stjórn, trúnaöarmannaráð, stjórn sjúkra- sjóðs ásamt varamönnum. Listum með meðmaelum tilskilins fjölda fullgildra félagsmanna skal skila á skrif- stofu félagsins, Hafnargötu 80, keflavík, eigi síðar en kl. 12 föstudaginn 13. des- ember næstkomandi. Kjörstjórn Eiga heimamenn að sitja aðgerðarlausir - meflan aflkomumenn vinna verkin? íslenska hljómsveitin: ..Álfadrottningiir á jólatónleikum Miðvikudaginn 18. des. n.k. kl. 20.30 mun íslenska hljómsveitin undir stjórn Guðmundar Emilssonar, flytja The Fairy Queen, eft- ir breska tónskáldið Henry Purcell (1659-1695) í Kefla- víkurkirkju. Purcell samdi þetta verk 32 ára gamall að tilhlutan ensku hirðarinn- ar, en þar hafði hann starf- að mest alla sína æfi, svo og faðir hans, föðurfrændur og síðar börn. Hann var lengi talinn merkasti tón- smiður sem fæðst hafði á enskri grund og jafnvel telja sumir enn svo vera. Opera hans, Æneas og Dídó, er enn í dag með vin- sælustu óperum enskum, en hana hafði hann samið fyrir kvennaskólann í Chelsea. The Fairy Queen, eða Alfadrottningin, sem er byggð að hluta til á leikriti Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt, er af þeirri tegund sem kaílast Masque, en mætti á íslensku útleggj- ast grímuleikur. I grímu- leiknum var tvinnað saman tali, tónum, dansi og lát- bragðsleik, en hér verður það flutt í konsertformi og því nokkuð stytt. Einsöng syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir, Marta Halldórsdóttir, Hrönn Haf- liðadóttir, Katrín Sigurðar- dóttir, Gunnar Guðbjörns- son og John Speight. Aðrir söngvarar eru þau Sólveig Björling, Elísabet Waage, Guðbjörn Guðbjörnsson, Kolbeinn Ketilsson, Anders Josephsson og Halldór Vil- helmsson. Einngi mun Helga Ingólfsdóttirsembal- leikari, og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir fara með stór einleikshlutverk. Tónleikunum lýkur með fjöldasöng. Jólasálmar verða sungnir við undirleik hljómsveitarinnar. Þetta verður samt ekki það síðasta sem Suður- nesjamenn munu sjá af íslensku hljómsveitinni fyrir áramót, því ráðgert er að halda fjölskyldutón- leika með léttu ívafi í tilefni af ári æskunnar, íKeflavík- urkirkju þann 30. desem- ber. Blásarasveitin flytur syrpu af álfalögum eftir Sigurð I. Snorrason, kvart- ett eftir Rossini, kvintett eftir Malcolm Arnold og nýtt verk eftir Jónas Tóm- asson, Concertino Trittico. Einleikarar verða ungir tónlistarnemar, einn af Selfossi, einn úr Keflavík og einn af Akranesi. (fréttatilkynning) Ný gjafavöruverslun - „Hjá Gerðu" Um sl. helgi var opnuð ný gjafavöruverslun er ber nafnið „Hjá Gerðu", að Hafnargötu 61 í Keflavík. Eigandi verslunarinnar er Valgerður Jónsdóttir og sést hún á meðfylgjandi mynd ásamt Ernu Jónsdóttur afgreiðslukonu (t.h.). Verslun þessi hefur á boðstólum mikið úrval af dúkkum, púðum, skrautmunum og leirtaui, sem verslunin flytur inn sjálf. - ghj./epj. STEINSTEYPU- SÖGUN Sögum m.a.: gluggagöt, stiga- og huröagöt, í gólf og inn- keyrslur. Föst verð- tilboö. Uppl. í síma L 3894. Margeir Elentínusson Pípulagninga- verkstæði Suðurnesja Nýlagnir - Endurlagnir Höfum einnig til sölu Ofna- og hitablásara, hita- veituskápa og forhitara. Uppl. í síma 2910 (Gísli) og 3611 (Ólafur) - Fjörheimalistinn - 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Can’t walk away .... Waiting for an answer We build this city ... You’re a women .... Tóti tölvukall ...... Nikida .............. Into the burning moon Cheri Cheri Lady ... A good heart ........ The power of love ... Herbert Guðmundsson ....... Cosa Nostra ........... Starship ..... Bad Boys Blue .............. Laddi ......... Elton John ............ Rikshaw .... Modern Talking .... Feargal Sharkey ...... Jennifer Rush Listinn gildir fyrir vikuna 30.11 - 7.12. 1985.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.