Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 6
6
KVENNALISTINN
LANDSFUNDUR 29.-30.10., 1983.
A L Y K T U N
Kvennalistinn vekur sérstaka athygli á málefnum
unglinga og þá einkum nauðsyn þess aö horfast í augu
viö vandamál aukinnar fíkniefnaneyslu.
Kvennalistinn beinir þvi til þeirra sem í hlut eiga
aö orsakir og afleiðingar fíkniefnaneyslu verði kynntar
í skólum, í fjölmiðlum, og hvar sem því verður við komið.
Einnig vekur kvennalistinn athygli á nauðsyn þess
að komið verði upp athvörfum fyrir börn og unglinga sem
eiga í erfiðleikum m.a. vegna fíkniefnaneyslu.
HÖPUR UM VARNIR GEGN FIKNIEFNANEYSLU
A fundi Kvennalistans þann 16. nóvember sl. var
stungið upp á Guðrúnu Sæmundsdóttur, Hafnarfirði sem
forsvarsmanni hóps um fíkniefnamál. Hér með er auglýst
eftir áhugasömum konum til starfa í hópnum.
Vinsamlegast látið skrá ykkur hjá Inu á skrifstofu
Kvennalistans í síma 13725. Skrifstofan er opin kl.14-18
Einnig má skrá sig hjá Guðrúnu en heimasími hennar er
52844. Hún er heima eftir kl. 18.
PRÖFARKALESARI!
Okkur vantar prófarkalesara fyrir
Hafið samband við Inu í síma 13725.
fréttablaöið.
Ritnefnd fyrsta fréttabréfs Kvennalistans
Anna 0. Björnsson
Eygló Stefánsdóttir
Margrét Sæmundsdóttir
Abyrgðarmaöur: Ina Gissurardóttir