Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 14
HALLDÖR OG HELGA KVEÐAST A Skilgreining okkar KvennalisCakvenna á eöli samtaka okkar sem láréttra grasrótarsamtaka hefur oröió mörgum umtalsefni - og sumum jafnvel yrkisefni. Einn húsvaröanna í Þórshamri, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, gaukaöi eftirfarandi kveöskap aö einni þingkvennanna skömmu eftir landsfundinn góða: Eg veit, aö löngum er Ijúf og vær hin lárétta hvíldarstaöa, og frétt hef ég vist um frúrnar þær, sem flatar seiða og laða. Or mörgu er okkur gildi gert og gaman á sjó og landi, en mér þykir jafnan mest um vert, aö manneskjan upprétt standi. En konur eru líka skáldmæltar (er þaö ekki makalaust, hvaö þessar konur geta?), og Helga Hauksdóttir var ekki lengi að finna svarið: Vor lárétta staða er Ijúf og kær, er leggjum vió eyrað viö svöröinn, í varpanum þar sem grasiö grær, hún gefur oss hollráö, jöróin. 1 lóóréttri stööu á steyptum múr, ef standið þiö klumsa bráðum, hvað verður þá stjórnvisku ykkar úr og úr ykkar miklu dáöum?

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.