Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 2
2. BREF fra alþxngi Fimratudaginn 24.11., 1983. Kæru lesendur nær og fjær - og þótt víðar væri leitað. Ina blessunin hringdi til mín i gærkvöldi og bað ura framlag þingkvenna í Fréttabréfið. - Auðvitað, svaraði ég og reyndi að láta sera ekkert væri sjálfsagðara, þótt ég sæi ekki í fljótu bragði, hvernig í fj....... við ættum að finna tíma til að festa eitthvað slxkt á blað. En til þess eru vandamálin að leysa þau, og nú sit ég hér, undirrituð "háttvirtur sjöundi landskjörinn", í hliðarsal alþingis og nýti tímann til skrifta, raeðan ég hlusta á uraræður £ sameinuðu þingi með öðru eyranu. Þessa stundina er Hjörleifur Guttormsson í ræðustól að fjalla um skýrslu iðnaðarráðherra um bráðabirgðasamninginn viö Alusuisse. Reynslan sannar, að hann verður þar a.m.k. næsta klukkutímann. Mér datt í hug að reyna að lýsa í fáum orðum einni viku í lífi mínu sera fulltrúi ykkar í þeirri vinsælu nefnd, fjárveitinganefnd. Sunnudagur 20. nóv. var ákaflega rólegur. Gat m.a. farið í gönguferð með hundinn og í sjúkraheimsókn. Eitt stórvirki komst £ framkvæmd. Eg réð son minn til að hjálpa mér að raða £ skjalaskápinn, sem ég herjaði út úr skrifstofu alþingis fyrir mörgum vikum - og þvilikur munur. Nú finn ég yfirleitt það sem mig vantar! En þv£ miður hlaðast alltaf upp blöð sem klippa þarf úr, og ekki útlit fyrir tima næstu daga til að lækka þann bunka. En þetta afrek hafði svo góð áhrif á sálarlifið, að mér gekk bara óvenju vel i briddsinum um kvöldið. Mánudagur 21. nóv. Fundur £ fjárveitinganefnd frá kl. 8.15 til hádegis. Til viðtals mættu fulltrúar frá: Lánasjóði Islenskra Námsmanna, embætti biskups (hann endaði náttúrlega með þv£ að blessa störf okkar i bak og fyrir, svo að nú er allt á hreinu með þau), landbúnaðar- ráðuneytinu, Námsgagnastofnun og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. K1. 2 fundur i neðri deild. Fá mál afgreidd. Mestur tfminn fór £ umræður um hækkun kvóta Islendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en það vafðist fyrir fjár- málaráðherra og viðskiptaráðherra að skýra, hvernig slik hækkun væri greidd. (NB: Eg minni á Alþingistiðindi, sem koma út vikulega og fást £ áskrift hjá Alþingi, s. 11560. Þar birtast allar umræður á þinginu).

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.