Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 5
5. Öllum er ljósc að ástand efnahagsmála er mjög slæmt um þessar mundir. Við óttumst að það muni koma niður á konum umfram aðra þjóðfélagsþegna. Hætta er á miklu atvinnuleysi í undirstöðu atvinnu- greinum og slíkt gæti breiðst út. Samdráttur og lakari þjónusta í dagheimilismálum og fleiru gerir mörgum konum ; einnig óhægt um vik að vinna úti. Komi til verulegs atvinnuleysis má búast við áróðri gegn konum á vinnumarkaói, ljóst eða leynt. Við eigum eftir að heyra að börn og heimili þurfi meiri ummönnunar við, karlar þurfi fremur á störfunum að halda o.fl. í þeim dúr. Komist málin á svo alvarlegt stig (sem við auðvitað vonum að verði ekki) eru baráttumál kvenna í mikilli hættu og margir ávinningar gætu tapast. En á þessi hræðilega hrakspá erindi í umræðu um efnahagsmál? Já, því hætta er á að atvinnuleysi kvenna verði notað sem hagstjórnartæki. Konur sem verða að hætta störfum vegna heimilisaðstæðna teljast ekki til atvinnu- lausra. Verið vakandi stelpur. Höldum fast á málum og víkjum hvergi. Stöndum vörð um aö þessi leió verði aldrei valin. Efnahagsmálahópur heldur fundi þriðjudaga kl. 17.30 á Hótel Vík. ^ — __ FRIÐUR! FRIÐUR! FRIÐUR! _ ^ 3? ~ & ?? tmsar friðarhreyfinar hafa sprottið upp að undan- förnu. Við hér x Kvennalistanum höfum verið mjög virkar á þeim vettvangi. Friðarhreyfingarnar hafa_í hyggju að fara í þögla i blysför um bæinn núna fyrir jólin. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í slíkri friðar- göngu. Fylgist vel -,eð auglýsingum na. Endanleg dag- setning hefur e .erið ákveðin Friðarhreyfing íslenskra kvc ,;em við erum þátt- takendur í, hefur gefið út fallegt cormmerki. Það veröur til sölu hér á Hótel-Vík á 30 kr. stykkið. Ennfremur vilja friðarhreyfingarnar vekja athygli á að stríðsleikföng eru ekki heppilegasta JÖLAGJÖFIN.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.