Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 3
3. Deildarfundum var slitið kl. 4 samkvæmt venju á mánudögum vegna þingflokksfunda. Við þrjár fengum okkur kaffi og víðfrægar pönnukökur í kaffistofunni, áður en við fórum yfir í Þórshamar til fundar við Sigríði Þorvalds og Helgu Hauks, sem mættu að venju. Miklar umræður urðu um bjór, en fyrir fundinum lá beiðni um afstöðu til þingsályktunartillögu um þjóðar- atkvæðagreiðslu um bruggun og sölu á léttum og millisterkum bjór. Engin okkar reyndist hafa áhuga á að stuðla að málinu. Annars fór mestur tíminn í að skýra hver fyrir annarri, hvernig störf hefðu gengið í nefndum. Um kvöldið var félagsfundur Reykjanesanga í Hafnar- firði, góður og fjörugur fundur, sem lauk samkvæmt venju ekki fyrr en nokkru eftir miðnætti. ÞriðjudaRur 22. nóv. Fundur í fjárv.nefnd frá kl. 8.15. Til viótals fulltrúar frá Skipaútgerð ríkisins, Landakots- spítala, Sauðfjárveikivörnum og Heyrnar- og talmeinastöðinni. K1. 2 fundur í sameinuðu þingi, fyrirspurnir. Þessir fundir eru venjulega fjörugir og áheyrilegir, ekki síst vegna þess að ræðutíminn er takmarkaður, svo að menn komast ekki upp með málalengingar. M.a. svaraði Steingrímur fyrirspurn um kostnað af kynningu á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. reisu hans sjálfs um landið og bæklingnum fræga. £g gat ekki stillt mig um að leggja þar orð í belg, enda hneyksli að ríkissjóður sé látinn borga áróður stjórnar- flokkanna. Guðrún var með fyrirspurn um eftirlit með þjónustu- gjöldum bankanna og Jóhanna um byggingu bankaútibúa, og urðu athyglisverðar umræður um hvort tveggja. Ég átti að vera mætt á fund í fjárveitinganefnd kl. 4, en tímdi ekki að fara, fyrr en ég hafði heyrt svar menntamálaráðherra við fyrirspurn um Islandssögu- kennslu og sannfærst um, að hún og aðrir þingmenn ætluðu ekki að rífa niöur allt það mikla starf, sem unnið hefur verið í þessum málum. Fundur f j árveitinj’anefndar stóð til kl. 8 um kvöldið. Þá höfðum við hlustað a ful1trúa:1andshafnarinnar í Þorláks- höfn, Búnaðarsambands Suðurlands, öryrkjabandalagsins, Leikfélags Reykjavíkur, Neytendasamtakanna, öryggismálanefndar , Norræna búvísindafélagsins, Jafnréttisráðs, Landssambands hestamanna og Kröfluvirkjunar. Miðvikudagur 23. nóv. Borgarstjórinn og fylgdar- sveinar voru fyrstir á fund nefndarinnar þennan morgun, en síöan komu menn frá Alinannavörnum, Kennaraháskólanum og veðurstofunni. K1. 2 var fundur í neðri deild, þar sem aðallega var til umræðu frumvarp um ríkismat sjávarafurða. K1. 4 var fundinum frestað vegna þingflokksfunda, en haldið áfram kl. 8.30 um kvöldið. Forseti er farinn aö boða fundi neðri deildar á ýmsum tímum til að reyna að þoka málum áfram, því lítið hefur gengið. Þingmenn eru svo málglaðir eftir þetta langa hlé i vor og sumar.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.