Fréttabréf - 01.12.1983, Blaðsíða 4
4 .
FimmtudaRur 24, nóv. Iþróttasjóður var fyrstur á
dagskrá nefndarinnar, síðan Rannsóknarstofnun landbúnaðarins,
Fiskifélag Islands og Orkuráð. Síðan var fundur aftur
kl. 1 og pælt, þangað til fundur hófst í sameinuðu þingi
kl. 2.
Nú er kl. 4.25. Hjörleifur er nýbúinn að ljúka máli
sínu um samninginn við Alusuisse. Hann talaði í nákvæmlega
tvær klukkustundir.
Iðnaðarráðherra er í stólnum, og þar sem ég þarf
að mæta á fund í nefndinni góðu kl. 4.30. missi ég af
að hlusta á Sirrý Dúnu, sem er næst á mælendaskrá. Meira
seinna.
Laugardaginn 26. nóv. - Sælar aftur!
Fundurinn í fjárveitinganefnd stóð til kl. 11 á
fimmtudagskvöldið að frátöldu tveggja tíma matarhléi,
og komst ég því ekki á þingráðsfundinn það kvöld.
Föstudagur 25. nóv. Enn var byrjað^kl. 8.45 í
nefndinni goðu. Til viðræðu komu fulltrúar heilbrigðis-
ráðuneytisins og Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar. Mér
tókst að skella mér í sund í hádeginu og leið strax betur
í öxlunum, sem vilja kýtast af þessum miklu fundasetum.
K1. 2 hófst fundur í neðri deild, sem er reyndar
ekki að ööru jöfnu á föstudögum, því sá dagur á að vera
þingmönnum til frjálsrar ráðstöfunar, en líklega er nálgun
jólaleyfis þegar farin að hafa sín áhrif.
K1. 5-7 var enn nefndarfundur, og þegar ég var að
sofna um kvöldið, sá ég ekkert nema tölur fyrir hugskots-
sjónum. Það var svona eins og þegar maður hefur verið
heilan dag í berjamó.
Laugardagur 26. nóv. K1. 9 byrjaði fundur í fjár-
veitinganefnd,sem var að enda núna kl. rúmlega 5.
Honum lauk með allháværum skoðanaskiptum um, hvenær byrja
skyldi á morgun. Niðurstaðan varð að byrja ekki fyrr en
kl. hálftvö, og ég varð mikið fegin, því ég get vel hugsað
mér aö letipurkast einn morgun.
Þetta var þá sýnishorn af viku í lífi fjárveitinga-
nefndarmanns. Svona eru þær á þessum árstíma og verða
svona, er mér sagt, þangað til fjárlög hafa verið afgreidd.
Eftir áramót verður starfið eðlilega allt öðruvísi.
Vonandi eruð þið einhvers fróðari eftir þessa lýsingu,
þótt hún sé harla yfirborðskennd, og í trausti þess biö
ég ykkur vel að lifa.
Kristín HalIdórsdóttir