Fréttabréf - 01.12.1983, Síða 2

Fréttabréf - 01.12.1983, Síða 2
2. BREF fra alþxngi Fimratudaginn 24.11., 1983. Kæru lesendur nær og fjær - og þótt víðar væri leitað. Ina blessunin hringdi til mín i gærkvöldi og bað ura framlag þingkvenna í Fréttabréfið. - Auðvitað, svaraði ég og reyndi að láta sera ekkert væri sjálfsagðara, þótt ég sæi ekki í fljótu bragði, hvernig í fj....... við ættum að finna tíma til að festa eitthvað slxkt á blað. En til þess eru vandamálin að leysa þau, og nú sit ég hér, undirrituð "háttvirtur sjöundi landskjörinn", í hliðarsal alþingis og nýti tímann til skrifta, raeðan ég hlusta á uraræður £ sameinuðu þingi með öðru eyranu. Þessa stundina er Hjörleifur Guttormsson í ræðustól að fjalla um skýrslu iðnaðarráðherra um bráðabirgðasamninginn viö Alusuisse. Reynslan sannar, að hann verður þar a.m.k. næsta klukkutímann. Mér datt í hug að reyna að lýsa í fáum orðum einni viku í lífi mínu sera fulltrúi ykkar í þeirri vinsælu nefnd, fjárveitinganefnd. Sunnudagur 20. nóv. var ákaflega rólegur. Gat m.a. farið í gönguferð með hundinn og í sjúkraheimsókn. Eitt stórvirki komst £ framkvæmd. Eg réð son minn til að hjálpa mér að raða £ skjalaskápinn, sem ég herjaði út úr skrifstofu alþingis fyrir mörgum vikum - og þvilikur munur. Nú finn ég yfirleitt það sem mig vantar! En þv£ miður hlaðast alltaf upp blöð sem klippa þarf úr, og ekki útlit fyrir tima næstu daga til að lækka þann bunka. En þetta afrek hafði svo góð áhrif á sálarlifið, að mér gekk bara óvenju vel i briddsinum um kvöldið. Mánudagur 21. nóv. Fundur £ fjárveitinganefnd frá kl. 8.15 til hádegis. Til viðtals mættu fulltrúar frá: Lánasjóði Islenskra Námsmanna, embætti biskups (hann endaði náttúrlega með þv£ að blessa störf okkar i bak og fyrir, svo að nú er allt á hreinu með þau), landbúnaðar- ráðuneytinu, Námsgagnastofnun og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. K1. 2 fundur i neðri deild. Fá mál afgreidd. Mestur tfminn fór £ umræður um hækkun kvóta Islendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en það vafðist fyrir fjár- málaráðherra og viðskiptaráðherra að skýra, hvernig slik hækkun væri greidd. (NB: Eg minni á Alþingistiðindi, sem koma út vikulega og fást £ áskrift hjá Alþingi, s. 11560. Þar birtast allar umræður á þinginu).

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/390432

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.12.1983)

Gongd: