Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 3

Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 3
Næsta tbl. Veru - septemberblað - mun fjalla um konur oq qeóveiki. Það er mál sem brennur á mörgum konum og liklegt að niðurstaóan verði heldur hrikaleg. Auk þess veröur fjallað um kjör kvenna, auk fastra dálka t.d. þingmálasióur, borgarmálasíóur, menningarþáttur, lesendabréf, erlendar fréttir o.fl. Nýir þættir hefja göngu sina s.s. "Skrafskjóðan" sem 4 konur_skiptast á að skrifa. Rúsinan i pylsuendanum verða svo ýmsar greinar um allt milli himins og jarðar sem konum og kvennabaráttu tengist á einhvern hátt. Ritnefndarfundirnir eru öllum opnir og á 1. hæð Kvennahússins hangir uppi tilkynning um hvenær þeir eru. Endilega, fylgist þið með og mætið á fundina hvenær sem ykkur lystir. Við biðum lika spenntar eftir greinum, ljóðum, smásögum, lesendabréfum o.fl o.fl. Og eflaust kannist þió við eftirfarandi: Þvi fleiri semskrifa i Veru, þvi fjölbreyttari og betri verður hún, þvi fleiri lesa hana, þeim mun meiri verður útbreiðslan o.s.frv. Og hafið það i huganum, elskurnar. í ritnefnd eru: Guðrún Jóns, Gyóa Gunnars, Helga Thorberg, Malla Scram, Margrét Rún, Sólrún Gisla og Sigrióur Sveins. Starfsmenn Veru eru: Hólmfríður (dreifing, auglýsingar) og Sonja Jóns (alt mulig kvinde). Mrún. P.S. Þarnæsta tbl. (sem kemur út i okt-nóv) mun fjalla um konur og ást, t.d. móðurást, ást milli karls og konu, ástir tveggja kvenna, mismunandi sambúðarform, hvernig verkaskipting kynjanna inni á heimilunum stendur i staö i nafni ástarinnar o.fl. o.fl. Ástin getur verið þrælpólitiskt efni. En ástæóan fyrir valinu á þessu þema öðru fremur er sú að með þessu blaði ætlum við að hefja auglýsingaherferð og við héldum að allir gætu haft áhuga á þessu efni, þá sérstaklega hvernig kvenréttindakerlingar meóhöndla ástina. Við ætlumað láta gera leikna sjónvarpsauglýsingu og auglýsa mjögvel i útvarpinu. Veru veröur nefnilega að auglýsa ef hún á aó seljast betur en hún gerir og okkur vantar fleiri áskrifendur til að tryggja rekstrargrundvöl1 blaðsins. Jæja, meira siðar. Sama

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.