Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 8

Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 8
8 ÁLANDSEYJARÁÐSTEFNA Fyrir þremur árum var haldin norræn friðarráóstefna á Álandseyjum sem tókst með miklum ágætum. Dagana 4.-6. ágúst veróur enn á ný boðið til fundar til að ræða stöðu norrænu eyjanna (Grænlands, Færeyja, íslands, Álandseyja, Borgundarhólms, Gotlands og ölands) i hernaóar- netinu og hvernig hægt verður aó stuðla aö afvopnun á þessum svæðum. Kristín Ástgeirsdóttir fer á fundinn og flytur erindi um stöóu islands og er ekki aó efa að hún hefur frá mörgu að segja þegar hún kemur til baka. GESTIR Kvennalistinn fær að jafnaði margar heimsóknir erlendra gesta og hefur ekkert lát verið á i sumar. Blaðamenn hafa komið frá Spáni, Danmörku og viðar og konur viða að hafa litið inn á vikina til að fræðast. Næstu mánuði veröur stödd hjá okkur hollensk stúlka, Mecheline Draafsel, sem er að vinna verkefni um okkur. Hennar fyrsta verk var að fara i rútuna vestur á firði, en siðan fór hún að læra islensku og hyggst nú hefjast handa við viðtöl og gagnasöfnun. Þá má nefna að breskur herskólakennari Nigel de Lee átti viðtal við nokkrar Kvennalistakonur um utanrikis- og varnarstefnu Kvennalistans og má búast við að hann fjalli eitthvað um málið i væntanlegri bók. Það kom greinilega i ljós aö langt var á milli sjónarmiða mannsins sem kennir hermönnum og okkar hér sem reynum að beita kröftum okkar i þágu friðarins gegn hernaðarhyggju og striðsbrölti. DALAFERÐ - KONUR HITTA KONUR NÚ hefur Kvennalistinn kastað mæðinni i höfuðborginni eftir rútuferðina góðu og nú skal aftur haldiö á flakk. Við ætlum vestur á land helgina 17.-19. ágúst til að hitta konur þar vestra. Þvi miður var hraðferð mikil á okkur i júnilok sem við ætlum nú að bæta fyrir með fundum i Borgarnesi aö kvöldi 17. ágúst, i Bjarkarlundi kl. 14.00 laugardaginn 18. og i Dalabúð i Búðardal sunnudaginn 19. ágúst. Takið nú upp strigaskóna og svefnpokann og skráið ykkur i ferðina. Rútuferðin var ógleymanleg og nú verður aftur efnt til kvennabaráttu á hjólum. KOMIÐ ALLAR.

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.