Fréttabréf - 01.07.1984, Qupperneq 13

Fréttabréf - 01.07.1984, Qupperneq 13
13 MIKILSVERÐIR FUNDIR Landsfund þarf að undirbúa enn betur en siðast. Þingráðsfundi þarf lika aó skipuleggja betur (hópar eru t.d. nauðsynlegir). Fjalla þarf ura málefni sem eru á dagskrá í þinginu. Gera þarf konur virkari, t.d. með þvi að láta orðið ganga. Tillaga að nýju nafni: Þingmála- fundir. RÁÐSTEFNUR 1. Atvinnumál. 2. Kvenfrelsi - kvennapólitik. 3. Skólamál. 4. Málefni aldraðra. 5. Fikniefnamál. ÞJÓÐARÁTAK 1 TRJÁRÆKT Forsætisráóherra hefur samþykkt að skipa 10 manna framkvæmdanefnd til þess að stuðla að þjóðarátaki i trjárækt i þéttbýli og strjálbýli og minnast með þvi 40 ára afmælis lýóveldisstofnunar á Islandi. Nefndin verður skipuð 10 mönnum. Hver þingflokkur tilnefni einn fulltrúa og einnig verði fulltrúar tilnefndir af Skógrækt rikisins, Skógræktarfélagi Islands, Sambandi islenskra sveitarfélaga og forsætisráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að leggja fram framkvæmda- áætlun i stórum dráttum um þjóðarátak i trjárækt, en ráðgert er aó siðan komi til kasta sveitarstjórna viðs vegar um land,aó ákveða hvernig heppilegast verói að standa að framkvæmdum. Lögð verður áhersla á samstarf við einstök skógræktarfélög og önnur þau félagasamtök og einstaklinga, sem vilja leggja málinu lið. Hér með er auglýst eftir Kvennalistakonu til að starfa i nefndinni. Nefnarstarfið verður ólaunað. VETRARSTARFIÐ Þvi miður veróur að segja eins og er: Sumarið liður. Haustið nálgast og þá þarf nú heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum til að undirbúa þingstarfið. Fundur veröur haldinn i Þórshamri 16. ágúst kl. 20.00 til að undirbúa frumvörp o.fl. Komið nú allar og standið við lög Samtaka um kvennalista þar sem segir aö eitt af markmiðum okkar sé að standa að baki þingkvenna og aðstoða þær.

x

Fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.