Fréttabréf - 01.07.1984, Qupperneq 15

Fréttabréf - 01.07.1984, Qupperneq 15
15 Við komum okkur saman um að senda bréf til fulltrúa Stokkhólmsráðstefnunnar og lýstum m.a. i bréfinu vonbrigðum okkar yfir þvi að enn ein afvopnunarráðstefnan skuli verða haldin án þess að ný og frjórri vinnubrögð séu tekin upp, orsakir ófriðar ræddar, og þvi að það skuli vera hernaðar- sérfræðingar sem eru ráðgefendur stjórnmálamanna en engir ^ þeir sem hafa kynnt sér friðarmál og kynnu að hafa eitthvað fram að færa i þeim efnum. Við lögðum til að 2% hernaðar- útgjalda yrói varið til aó koma á friði í heiminum. Ennfremur sendum við bréf til Sameinuðu Þjóðanna og fórum fram á að kvennaáratugurinn yrði framlengdur til ársins 2000 á þeim forsendum að frelsi kvenna ætti enn langt i land sem kæmi m.a. fram i harðnandi átökum og si auknu vigbúnaðarkapphlaupi. Ennfremur lögðum viö á ráðin um frióarstarf okkar. Bar þar einna hæst tillaga þeirra kvenna sem áttu frumkvæðið að göngunum þremur. sú tillaga felur i sér aó á næsta ári vinni Norðurlandabúar að þvi aö hvert land fyrir sig lýsi þvi yfir að það sé kjarnorkuvopnalaust svæði. Frændur okkar i Færeyjum hafa gefið okkur fordæmi fyrir þessari aógeró en 28. okt. 1983 lýsti lögþing Færeyinga þvi yfir að land þeirra sé kjarnorkuvopnalaust svæði. - Við getum byrjað á þvi að friðlýsa húsin okkar - götuna - hverfin - þorpin og bæina. Sveitafélög eöa friðar- samtök gætu einnig fóstraó þingmenn sem væru tilbúnir til ^ að styðja friðlýsingu þeirra á þingi! Þessi hugmynd hefur fengið góðar undirtektir hér á landi og er hópur fólks að vinna að þvi aó hrinda henni i framkvæmd. Þann 14. ágúst verður opinn fundur á Vikinni og munum við Stokkhólmsfarar mæta og segja frá ýmsu sem er mjög athyglisvert fyrir okkar starf i Kvennalistanum og ræða áframhaldandi friðarstörf. Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar - og að sjálfsögðu gesti ykkar! Kærar kveðjur - Hanna Maja og Imba. SKRIFSTOFA REYKJANESANGA Félagsfundur var haldinn mSnudaginn 9. júll að Reykjavíkurvegi 16 Hafnarfirði. Mörg mSl voru S dagskrS. Meðal annars var kosið I nýja framkvamdanefnd. Eftirtaldar konur skipa nefndina. ■- Hafdls Guðmundsdóttir S: 53622 Þurlður Ingimundardðttir S: 52097 Rakel Benjamínsdðttir S: 92-7770 Þðrunn Friðriksdðttir S: 92-3765 Þðrunn Þðrarinsdðotir S: 92-2279 Guðrún Glsladðttir S: 45320 Ragnhildur Eggertsdðttir S: 52919 Einnig var kosið 1 undirbúningsnefnd landsfundar. Þar urðu Bryndís Guðmundsdðttir og Ingibjörg Guðmundsdðttir fyrir valinu.

x

Fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.