Fréttabréf - 01.08.1991, Page 1

Fréttabréf - 01.08.1991, Page 1
FRETTABREF 8. tbl. 1991, 9. árgangur Útg. Kvennalistinn, Laugavegi 17 s. 91-13725, fax: 91-27560 Áb. Ingibjörg Hafstaðog Laura V. Vítamín á vorþingi Kanadíski prófessorinn Nina Colwell, sem hingaö kom nýlega og flutti fyrirlestra um konur og völd, hefur sagt, aö þegar konur séu jákvæöar og finni móöinn svella í brjósti sér búi þær yfir þeim krafti, sem öllu getur breytt til betri vegar. Á árvissu vorþingi Kvennalistans, sem haldiö var í Skálholti 25. - 26. maí, ræddum viö einmitt mikiö um okkar innri kraft, sem hefur boriö okkur þangaö, sem viö nú erum. Margar eru reyndar ósáttar viö þann samastað, og Málmfríöur orðaði þaö m.a. svo, aö sérfyndist hreyfingin okkar eins og fugl, sem hefur misst flugiö og hlunkast niöur á stein. Þau ummæli eru kannski dálítiö lýsandi fyrir vonbrigöi margra þeirra, sem hafa lagt mestalla sína orku og tíma í Kvennalis- tann undanfarin 8 -10 ár og bjuggust viö betri uppskeru í aprílkosningunum. Flestar viröast þó búnar aö jafna sig prýöilega eftir þau vonbrigöi og þó fyrst og fremst undrun, og yngri Kvennalistakonunum finnst ekki nokkur ástæöa til svartsýni. Þær finna þennan svellandi móö, sem dugir, og víst er, aö allar fóru bjartsýnar og fullar af vítamíni heim af Skálholtsþingi. Danfríöur, Hafdís Ben., Málmfríöurog Sigrún Helga skipulögöu dagskrá Vorþings, sem var í 4 köflum.

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.