Fréttabréf - 01.08.1991, Page 3
sig veðrið að undanförnu og ert.d. komin meö um 2.500
áskrifendur.
b) Anna Ól. Björnsson Reykjanesi ræddi stöðu og
framtíð Kvennalistans í stjórnarandstööu enn eitt kjörtímabilið.
Hún sagði m.a., að það væri hart, aö viö sem vinnum mest að
þeim málum, sem samkvæmt nýlegri skoöanakönnun viröast
forgangsmál hjá meirihluta þjóöarinnar, fáum ekki að ráða
ferðinni, heldur einmitt hinir meö hörðu áherslurnar. Hún minnti
einnig á, að við yrðum í stjórnarandstööu með mörgum föllnum
stórveldum, sem sum hver a.m.k. leggðu ekki ýkja mikiö upp
úr málefnaiegri baráttu.
c) Guðrún Halldórs Rvk flutti erindi, sem hún kallaði:
Hvernig liði Fjallkonunni í sambúö með Mr. Júró? og fjallaði
þar um ýms samtök innan Evrópu og þá fyrst og fremst
Evrópubandalagið. Hún endaði með tilvitnun í enska
prinsessu, sem sagöi árið 1962: Mér hugnast ekki Evrópuban-
dalagiö, sem veröur leikvangur flugríka mannsins.
III. Hvar verðum við árið 2020?
a) Sigrún Helga Rvk horföi fyrst nokkuö langt afturtil
þess að undirbúa sýnina til framtíðar. Sú sýn er að hennar
mati ekki beint fögur, en um það vísast til ritaðs erindis. Hún
endaði með því að skipta epli á mjög táknrænan hátt þannig
að sá litli biti, sem eftir var, þegar skornir höföu verið frá
“óbyggilegir" bitar, táknaði þaö brot af hnettinum, sem
mannkyniö hefur til umráöa - og fer svo hraklega meö.
Að loknu erindi Sigrúnar skiptust konur í hópa og
ræddu málefni dagsins, fóru í gönguferðir um nágrenniö og
snæddu góðan kvöldverð. Um kvöldiö var mikið sungið, leikin
bókarheiti og fleiri samkvæmisleikir. Ingibjörg Sólrún las
3