Fréttabréf - 01.08.1991, Page 4
bráöskemmtilega blaöagrein Sverris heitins Kristjánssonar um
Karitas nokkra, sem sett haföi virðulega frambjóöendur út af
laginu fyrir allmörgum árum. Þá var heiti potturinn óspart
notaöur til aö mýkja sig milli fundarseta.
b) Sigrún Jóhannesdóttir Vesturl. tók viö af nöfnu sinni
á sunnudagsmorgunjnn aö lítatil ársins 2020. Hún fjallaöi
einkum um félagslegu hliðina og var ekkert aö hlífa okkur viö
óveöursblikunum, en kom líka meö hvatningarorö, sem verö eru
umhugsunar.
Erindi Sigrúnanna beggja eru einmitt tilvalin til að lesa
og ræöa í smærri hópum, og eru konur hér með eindregið
hvattartil aö gera þaö.
c) Guörún Agnars Rvk. talaði um sjálfsmynd kvenna
og þörfina fyrir samstööu allra kvenna. Hún minnti á, aö flestar
konur eru virkar í mörgum félögum og klúbbum, þar sem þær
gætu unnið aö því aö lækka þröskulda milli kvenna.
Nauösynlegt væri aö finna leiöir til samvinnu og samstööu meö
konum utan Kvennalistans um leiö og viö yröum aö efla tengsl
innan hans og styöja vel hver aöra.
IV. Veaanesti.
Helga Sigurjóns R-nesi talaöi um þróun hreyfinga
innan kvennabaráttunnar. Hún sagöist líta svo á, aö bernskus-
keiö Kvennalistans væri liöiö, og stundum væri svolítiö leiöinlegt
aö veröa fulloröin, en nú reyndi fyrst verulega á hugsjónakonur-
nar. Hugsjónir og markmiö þarf aö skerpa. “Viö erum í kap-
phlaupi fyrir lífi okkar”, sagöi Helga.
Þannig var hvert erindið ööru skemmtilegra og
umhugsunarverðara og umræöur fjörlegar, einkum í lokin eins
og oft vill veröa.
Lokaoröunum stjórnaöi Sigrún Helga á sinn frumlega
hátt. Hún teymdi okkur allar út á skólalóöina, þar sem viö
mynduöum hring, héldumst í hendur og þjöppuöum okkur
saman til þess aö halda hita hver á annarri. Oröiö var látiö
ganga, og allartjáöu sig um áhrif fundarins og samverunnar í
Skálholti. Allar lýstu sig mjög ánægöar meö erindi, umræöur og
fundinn í heild, sumar fóru meö vísukorn, og margar vildu
þakka, hversu mikiö Kvennalistinn heföi gefið þeim fyrr og síöar.
Þannig lauk þessu vorþingi, sem konur í
Suöurlandsanga önnuöust meö heiðri og sóma. 60 - 70 konur úr
öllum öngum mættu til leiks og fóru endurnærðar af fundi.
KH.
4