Fréttabréf - 01.08.1991, Síða 8
Húsnæði - atvinna
Eins og margar kvennalistakonur vita er hér á landi stödd ung
þýsk vísindakona Moniká Brandmair aö nafni.sem er aö skrifa
bók um Kvennalistann. Hún hefur dvaliö hér síöan í mars sl. og
ætlar aö vera fram í september. Monika verður húsnæöislaus
þann 15.júlí og þarf aö fá inni einhverstaðar í Reykjavík. Hún
gerir ekki miklar kröfurtil lífsins, er fyrirferöarlítil og til í aö taka
aö sér létt húsverk, barnapössun og annað tilfallandi í staðinn.
Mónika er farin aö skilja töluvert í íslensku og talar svolítiö. Þar
aö auki talar hún ágæta ensku. Þær sem hafa herbergi eöa
annaö húsnæöi laust þennan tíma vinsamlega látið vita á
skrifstofu Kvennalistans eins fljótt og hægt er.
Mónika er félítil og vill gjarnan vinna svolítiö fyrir sér milli skrifta.
Hún getur tekiö aö sér vélritun á ensku og þýsku, einkakennslu í
þessum málum, passaö börn og fleira. Móníka er sködduö á
mjööm og getur því illa tekiö aö sér mikla erfiöisvinnu en er til í
allt annaö. Þeir sem hafa einhverja íhlaupavinnu fyrir hana
vinsamlega látiö vita á skrifstofunni í síma 13725.
írsk stúlka er einnig á leið til landsins til aö kynna sér Kvennalis-
tann. Hún veröur á íslandi í 2 vikur í sumar, frá 21. júlí og fram í
fyrstu viku af ágúst, en hún áætlar aö koma aftur seinna. Hún
er einnig aö leita aö ódýru (helst ókeypis) húsnæöi þennan
tíma.
Vera
Eins og fram hefur komið var lagt til á Vorþingi Kvennalistans í
Skálholti aö Kvennalistinn hætti aö styöja Veru í þaö minnsta
gætu Samtökin ekki látiö meira fé renna til hennar á þessu ári.
Margar kvenfrelsiskonur mega vart til þess hugsa aö Vera, eina
kvenfrelsisblaö á landinu, hætti aö koma út. Viö skorum því á
allar Kvennalistakonur sem ekki eru áskrifendur aö Veru aö láta
til skara skríöa. Þaö stenduryfir áskriftarherferö núna, þannig
aö ef ykkur tekst aö safna nokkrum áskrifendum er jafnvel
borgun í boöi heilar 300 kr. fyrir hverja áskrift. Hafið samband
viö skrifstofu Veru í síma 22188. Vera er blað Kvennalistans og
viö berum ábyrgö á henni.
8