Fréttabréf - 01.08.1991, Page 11

Fréttabréf - 01.08.1991, Page 11
Breytingar á þingsköpum tóku mestan tímann á þessu vorþingi, ekki þó í umræöu heldurfyrst og fremst í nefndum. Um þessar breytingar erfátt eitt aö segja, reynslan mun sýna hverig þær reynast. Viö stóöum í nokkru stappi viö þá sem vilja hefta málfrelsi á þingi meira en nú er gert og eru þokkalega sáttar viö niðurstöðuna. Þaö er eins og sumir vilji gera Alþingi aö einni allsherjar afgreiöslustofnun fyrir ráöherra og ríkisstjórn og kjósi því aö takmarka málfrelsi þingmanna sem mest, svo þeir séu ekki meö neitt múöur eöa málefnaleg rök. Viö lentum einnig í stappi viö aö tryggja aö stjórn þingsins yröi áfram sæmilega lýöræöisleg, þaö er aö segja að allir ættu rétt á aö koma nálægt henni en ekki bara stærstu flokkarnir eftir þingstyrk. Nú er staðan sú aö stóru flokkarir geta neytt meirihlutavalds, en hafa ekki nýtt sér þaö - enn. Viö eigum því aöild aö stjórn þingsins, sem þýöir aö viö eigum 4. varaforseta þingsins, Kristínu Einarsdóttur, og þar meö _ aöild aö forsætisnefnd sem skipu- leggur þinghaldiö. Jf Tvær Kvennalistakonur fluttu jómfrúrræöur sínar á vorþinginu, Ingibjörg Sólrún í umræöunni um evrópska efnahagssvæðið, EES, og Jóna Valgerður í umræöunni um stefnuræöu forsætisráöherra. Almenn stjórnmálaumræöa var nokkur á vorjDÍnginu, aöallega og fremst um þau mál sem eru hitamál um þessar mundir, EES og ráöstafanir í ríkisfjármálum, s.s. vaxtahækkanir ríkisins. Auk þess var talsvert rætt um hvaöa hald væri í búvörusamningnum og lítið eitt (allt of lítiö) um kjaramál. Þau voru fljót aö gleymast. Mögulegt er aö þing veröi kallaö saman aftur í sumar ef til tíöinda dregur í samningum um EES. Kosið var í nefndir utan þings og innan á vorþinginu. Fulltrúar okkar í nefndum og ráöum utan þings eru taldir upp annars staöar í fréttabréfinu en viö fengum fulltrúa í allar innanþingsnefndir nema eina og röðuðust þær þannig á konur í þessum umgangi: Ingibjörg Sólrún fer í utanríkismálanefnd, 11

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.