Fréttabréf - 01.08.1991, Page 18
Utanþingsnefndir
Kosiö var í nokkrar utanþirigsn'efndir á síöustu dögum þingsins.
Kvennalistinn fékk í sinn hlut eftirfarandi nefndir: aöalmann og
varamann í útvarpsráö (Magdalena Schram og Kristín Á.
Árnadóttir), húsnæöismálanefnd (Kristín Jónsdóttirog
Dannfríöur Skarphéöinsdóttir), tryggingaráö (Sigríöur Lilly
Baldursdóttir og Sigrún Jónsdóttir) Ráögert er aö aöalmenn víki
fyrir varamönnum á miöju kjörtímabilinu. Viö fengum einnig
aöalmann í menntamálaráö ( Helga Kress) en ekki varamann
og varamenn i áfengisvarnarráö (Drífa Krisjánsdóttir) og stórn
Landsvirkunnar (Kristín Einarsdóttir). Viö óskum þeim
velfarnaðar í störfum fyrir okkur. Konur eru hvattar til aö hafa
samband viö fulltrúa okkar í öllum nefndum og ráöum, koma
ábendingum og ööru gagnlegu á framfæri.
Bridgeklúbbur Kvennalistans í Reykjavík.
Nokkur ahafnasöm spilafífl í Reykjavík hafa tekiö sig saman og
stofnaö bridgeklúbb. Þær hittast á hverju mánudagskvöldi ef
næg þátttaka fæst að Laugavegi 17. kl. 20.30 og spila af
hjartans lyst. Malla Schram ætlar aö kenna okkur nýtt og
rosalega spennandi kerfi. Skráiö ykkur í síma 13725. Allar
velkomnar.
Kvennamessa 19. júní.
Kvennamessa veröur haldin í Þykkvabælarkirkju þann 19. júní
kl.21.00. Auöur Eir messar. Viö hvetjum konur til aö halda upp
á daginn á þennan viöeigandi hátt. Ef þátttaka verður góö
förum viö snemma af staö, grillum og fleira skemmtilegt fyrir
messu. Skráiö ykkur!!.
18