Fréttabréf - 01.04.1992, Page 6

Fréttabréf - 01.04.1992, Page 6
Óspart spurt Alþingismenn eru enn viö sama heygarðshomið, þeim er svo mikiö niðri fyrir, að venjulegur þingfundatími dugir engan veginn. Mestur tími fer í umræður utan dagskrár svo og frumvörp, tillögur og skýrslur frá ráðheirum, en tillögur þingmanna mæta afgangi. Þingmál Kvennalistakvenna sæta sömu örlögum, þær hafa ekki náö aö mæla fyrir nema þrem- ur þeirra, 11 bíða umræöu, og sum þeirra hafa legið fyrir þinginu síðan í nóvember. Þetta er mjög óvenjulegt ástand, en skýrist auövitaö af því, aö þingmenn stjómarandstöðu hafa reynt að veita rækilegt viðnám gegn afdrifaríkum ákvörö- unum og geröum ríkisstjómarinnar. En við þessar aöstæöur er helsta ráöiö aö beita fyrirspumaforminu til þess aö hreyfa við málum, og það hafa Kvennalistakonur gert óspart. Quöný Quöbjömsdóttir sat nýlega tvær vikur á þingi í staö Kristínar Einarsdóttur, sem sótti m.a. þing Noröurlanda- ráðs í Helsinki. Quðný hafði ætlaö sér að nota tækifærið og eiga oröastaö viö menntamálaráöherra um málefni leikskóla, gmnnskóla og framhaldsskóla, en hann var litiö viö þessa daga, svo aö Quöný tók þaö til bragðs aö óska skriflegra svara viö nokkmm fyrirspumum, sem reyndar hafa enn ekki borist, þegar þetta er skrifaö. Skólagjöld, niöurskurður, leikskóli o.fl. Quðný spyr m.a., hvemig skráningargjöld í framhalds- skólum og hækkun skólagjalda í Háskóla íslands samræmist 6. gr. laga um skólakerfi þess efnis aö kennsla skuli vera ókeypis i öllum opinberum skólum.

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.