Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
Kanarí
14.nóvember í 14 nætur
Verð frá 109.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
Á mann m.v. 2 í íbúð á Las Camelias eða Roque Nublo.
Verð án Vildarpunkta 119.900 kr.
Flugsæti fram og tilbaka: 69.900 kr. / 79.900 kr.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigið í Eystri Skaftárkatli nær yfir 5,5 km2
svæði. Jökullinn er mjög sprunginn í kring.
Farvegurinn, sem liggur í sveig til suðurs, sést
vel á myndinni. Það hljóp úr Vestari Skaftárkatli
í vor og sprungur hafa verið í kring um hann síð-
an. Ratsjármyndir eru óháðar skýjahulu og birtu
og henta því afar vel fyrir alla vöktun. Sambæri-
leg mynd náðist við upphaf hlaupsins nú, og þá
var aðeins farið að móta fyrir einni sprungu.
Sig í Eystri Skaftárkatli nær yfir 5,5 km2
SENTINEL-1 ESA/Eldfjallafræði- og jarðvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ
Ratsjármynd úr gervihnettinum SENTINEL-1 sýnir breytingar sem urðu í Skaftárkötlum við hlaupin
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég hef auðvitað mjög þungar
áhyggjur af því sem hefur verið að
gerast hér í dag og í mínum huga er
það alveg óviðunandi að birtingar-
mynd kjaradeilu sé sú að menn grípi
til aðgerða af þessu tagi,“ sagði Ólöf
Nordal innanríkisráðherra síðdegis í
gær þegar hún var spurð hvað henni
þætti um fjarvistir lögreglumanna
víða um land í gær.
Á sjöunda tug lögreglumanna
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu (LHR) mættu ekki til vinnu í
gærmorgun en tilkynntu sig veika.
Yfirmenn gengu í störf til að sinna
lágmarksöryggisgæslu. Meðal ann-
ars var lögreglustöðin við Grensás-
veg í Reykjavík lokuð í gær.
Kvöldvaktin sem mætti klukkan
19.00 var fullmönnuð og allar lög-
reglustöðvar opnar í gærkvöld.
Farþegar þurftu að bíða í um
klukkustund síðdegis í gær eftir að
komast í gegnum vegabréfaeftirlit á
Keflavíkurflugvelli. Fimm lögreglu-
menn sinntu landamæraeftirliti á
flugvellinum í gærmorgun eða helm-
ingi færri en venjulega. Landa-
mæraeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar gekk því óvenju hægt.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, sagði að í gærmorgun
hefði töfin verði 30 til 60 mínútur og
a.m.k. klukkustund síðdegis í gær.
Seinnipartinn í gær voru fjórar eft-
irlitsstöðvar í notkun en venjulega
eru 10-12 stöðvar opnar. Algengt var
að brottför flugvéla tefðist um hálf-
tíma vegna hægagangsins.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri sagði embætti lögreglu-
stjóra ekki telja að veikindi lögreglu-
manna víða um land í gær stefndu
öryggi borgaranna í voða. Hann taldi
stöðuna vera alvarlega og bagalega.
Tugir lögreglumanna lasnir
Innanríkisráðherra telur óviðunandi að menn grípi til aðgerða eins og lögreglu-
menn gerðu í gær vegna kjaradeilu Kvöldvaktin var fullmönnuð hjá LHR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mótmæli SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn mættu við Stjórnarráðið í gær.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikill músagangur er þessa dagana
á Suðurlandi og telja kunnugir hann
jafnvel meiri nú en oft áður. „Ég sá
þetta vel þegar ljósin á bílnum lýstu
upp þjóðveginn í myrkrinu. Mýsnar
voru út um allt, hlupu um og hrein-
lega dönsuðu í vegköntunum. Sér-
staklega var þetta áberandi í Mýr-
dalnum, undir Eyjafjöllum og alveg
vestur úr,“ sagði Sveinn Kr. Rún-
arsson, yfirlögregluþjónn á Suður-
landi, í samtali við Morgunblaðið.
Hann ók síðastliðið þriðjudagskvöld
frá Kirkjubæjarklaustri og á Hvols-
völl og er í annan tíma mikið á ferð-
inni í umdæminu. „Mýsnar eru út
um allt,“ segir Sveinn.
Lýsing yfirlögregluþjónsins rímar
við frásagnir annarra. „Hér hefur
verið óvenju mikið um mýs síðasta
árið. Í fyrrahaust var þetta slæmt og
þá þurfti ég að eitra mikið svo und-
an léti. Árin á undan hélt snæugla
sem hélt sig hér í nágrenninu þessu
mikið í skefjum,“ segir Jón Her-
mannsson, bóndi á Högnastöðum við
Flúðir. Hann vekur athygli á að
músahaustinu í fyrra hafi fylgt leið-
inlegur snjóavetur en oft er sagt að
bein fylgni sé þarna á milli. Því
kunni aðstæður nú að gefa vísbend-
ingu um hvað framundan kunni að
vera. Fyrsti vetrardagur er 26. októ-
ber.
Úr holum og undan steinum
Á Íslandi eru hagamýs áberandi,
dýr sem lifa mest á berjum, fræjum
og skordýrum svo og ýmsum úr-
gangi og hræjum. Þær eru helst á
ferli að næturlagi og koma þá úr
holum í móa eða undan steinum
hvar hreiður þeirra og forðabúr
eru. Þegar hart er í ári leita þær oft
í húsaskjól og eiga þá til að klifra
upp um alla veggi. Þær eru líka
þekktar fyrir að tímgast mjög ört en
það ræðst þó af tíðarfari og að-
stæðum hverju sinni.
Mýs dönsuðu á veginum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Mús Eru á ferli á næturnar og
þekktar fyrir að tímgast mjög ört.
Faraldur á Suður-
landi Harður vet-
ur hugsanlega í nánd
„Það hafa komið fram beiðnir frá
ákveðnum föngum um að fá að
neyta rauðvíns og annarra áfengra
drykkja með mat við sérstök til-
efni. Því er að sjálfsögðu neitað,“
segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri, spurður hvort fangar
á Kvíabryggju hafi óskað eftir að
fá að drekka rauðvín með matnum
á þessu ári.
Páll ítrekar að ein og sama regl-
an gildi um alla fanga; að ekki
megi neyta áfengis eða fíkniefna
innan fangelsanna. Ekki skipti
máli fyrir hvaða afbrot setið er
inni né í hvaða fangelsi setið er því
þessi regla nær yfir alla.
„Á hverju ári koma fram ótrú-
legar óskir frá mönnum,“ segir
Páll, spurður út í óskir fanga.
Páli er ekki kunnugt um að lögð
hafi verið fram kvörtun til innan-
ríkisráðuneytisins frá þeim föng-
um sem neitað var um áfengis-
neyslu. „Við myndum eflaust vita
af því,“ segir Páll. thorunn@mbl.is
Fangar
vilja rauð-
vín með
matnum
Fangelsi Sama regla gildir um alla fanga.
Fengu neitun hjá
fangelsismálastjóra
Maðurinn sem lést eftir að hafa orðið
fyrir líkamsárás á Akranesi hét Karl
Birgir Þórðarson. Hann fæddist árið
1957 og lést á gjörgæslu Landspít-
alans sl. miðvikudag. Karl Birgir
komst aldrei til meðvitundar.
Karl á fertugsaldri situr í gæslu-
varðhaldi grunaður um manndráp.
Lögreglan var kölluð að húsi á
Akranesi á föstudag í síðustu viku
ásamt sjúkraliði. Tilkynnt hafði ver-
ið að þar væri meðvitundarlaus mað-
ur og að líklega væri um hengingu að
ræða. Á vettvangi var vitni sem hafði
komið þar að og hafið endurlífgun.
Lést eftir
líkamsárás