Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Kanarí 14.nóvember í 14 nætur Verð frá 109.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v. 2 í íbúð á Las Camelias eða Roque Nublo. Verð án Vildarpunkta 119.900 kr. Flugsæti fram og tilbaka: 69.900 kr. / 79.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigið í Eystri Skaftárkatli nær yfir 5,5 km2 svæði. Jökullinn er mjög sprunginn í kring. Farvegurinn, sem liggur í sveig til suðurs, sést vel á myndinni. Það hljóp úr Vestari Skaftárkatli í vor og sprungur hafa verið í kring um hann síð- an. Ratsjármyndir eru óháðar skýjahulu og birtu og henta því afar vel fyrir alla vöktun. Sambæri- leg mynd náðist við upphaf hlaupsins nú, og þá var aðeins farið að móta fyrir einni sprungu. Sig í Eystri Skaftárkatli nær yfir 5,5 km2 SENTINEL-1 ESA/Eldfjallafræði- og jarðvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ Ratsjármynd úr gervihnettinum SENTINEL-1 sýnir breytingar sem urðu í Skaftárkötlum við hlaupin Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef auðvitað mjög þungar áhyggjur af því sem hefur verið að gerast hér í dag og í mínum huga er það alveg óviðunandi að birtingar- mynd kjaradeilu sé sú að menn grípi til aðgerða af þessu tagi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra síðdegis í gær þegar hún var spurð hvað henni þætti um fjarvistir lögreglumanna víða um land í gær. Á sjöunda tug lögreglumanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu (LHR) mættu ekki til vinnu í gærmorgun en tilkynntu sig veika. Yfirmenn gengu í störf til að sinna lágmarksöryggisgæslu. Meðal ann- ars var lögreglustöðin við Grensás- veg í Reykjavík lokuð í gær. Kvöldvaktin sem mætti klukkan 19.00 var fullmönnuð og allar lög- reglustöðvar opnar í gærkvöld. Farþegar þurftu að bíða í um klukkustund síðdegis í gær eftir að komast í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Fimm lögreglu- menn sinntu landamæraeftirliti á flugvellinum í gærmorgun eða helm- ingi færri en venjulega. Landa- mæraeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar gekk því óvenju hægt. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sagði að í gærmorgun hefði töfin verði 30 til 60 mínútur og a.m.k. klukkustund síðdegis í gær. Seinnipartinn í gær voru fjórar eft- irlitsstöðvar í notkun en venjulega eru 10-12 stöðvar opnar. Algengt var að brottför flugvéla tefðist um hálf- tíma vegna hægagangsins. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði embætti lögreglu- stjóra ekki telja að veikindi lögreglu- manna víða um land í gær stefndu öryggi borgaranna í voða. Hann taldi stöðuna vera alvarlega og bagalega. Tugir lögreglumanna lasnir  Innanríkisráðherra telur óviðunandi að menn grípi til aðgerða eins og lögreglu- menn gerðu í gær vegna kjaradeilu  Kvöldvaktin var fullmönnuð hjá LHR Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn mættu við Stjórnarráðið í gær. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikill músagangur er þessa dagana á Suðurlandi og telja kunnugir hann jafnvel meiri nú en oft áður. „Ég sá þetta vel þegar ljósin á bílnum lýstu upp þjóðveginn í myrkrinu. Mýsnar voru út um allt, hlupu um og hrein- lega dönsuðu í vegköntunum. Sér- staklega var þetta áberandi í Mýr- dalnum, undir Eyjafjöllum og alveg vestur úr,“ sagði Sveinn Kr. Rún- arsson, yfirlögregluþjónn á Suður- landi, í samtali við Morgunblaðið. Hann ók síðastliðið þriðjudagskvöld frá Kirkjubæjarklaustri og á Hvols- völl og er í annan tíma mikið á ferð- inni í umdæminu. „Mýsnar eru út um allt,“ segir Sveinn. Lýsing yfirlögregluþjónsins rímar við frásagnir annarra. „Hér hefur verið óvenju mikið um mýs síðasta árið. Í fyrrahaust var þetta slæmt og þá þurfti ég að eitra mikið svo und- an léti. Árin á undan hélt snæugla sem hélt sig hér í nágrenninu þessu mikið í skefjum,“ segir Jón Her- mannsson, bóndi á Högnastöðum við Flúðir. Hann vekur athygli á að músahaustinu í fyrra hafi fylgt leið- inlegur snjóavetur en oft er sagt að bein fylgni sé þarna á milli. Því kunni aðstæður nú að gefa vísbend- ingu um hvað framundan kunni að vera. Fyrsti vetrardagur er 26. októ- ber. Úr holum og undan steinum Á Íslandi eru hagamýs áberandi, dýr sem lifa mest á berjum, fræjum og skordýrum svo og ýmsum úr- gangi og hræjum. Þær eru helst á ferli að næturlagi og koma þá úr holum í móa eða undan steinum hvar hreiður þeirra og forðabúr eru. Þegar hart er í ári leita þær oft í húsaskjól og eiga þá til að klifra upp um alla veggi. Þær eru líka þekktar fyrir að tímgast mjög ört en það ræðst þó af tíðarfari og að- stæðum hverju sinni. Mýs dönsuðu á veginum Morgunblaðið/G.Rúnar Mús Eru á ferli á næturnar og þekktar fyrir að tímgast mjög ört.  Faraldur á Suður- landi  Harður vet- ur hugsanlega í nánd „Það hafa komið fram beiðnir frá ákveðnum föngum um að fá að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök til- efni. Því er að sjálfsögðu neitað,“ segir Páll Winkel fangels- ismálastjóri, spurður hvort fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir að fá að drekka rauðvín með matnum á þessu ári. Páll ítrekar að ein og sama regl- an gildi um alla fanga; að ekki megi neyta áfengis eða fíkniefna innan fangelsanna. Ekki skipti máli fyrir hvaða afbrot setið er inni né í hvaða fangelsi setið er því þessi regla nær yfir alla. „Á hverju ári koma fram ótrú- legar óskir frá mönnum,“ segir Páll, spurður út í óskir fanga. Páli er ekki kunnugt um að lögð hafi verið fram kvörtun til innan- ríkisráðuneytisins frá þeim föng- um sem neitað var um áfengis- neyslu. „Við myndum eflaust vita af því,“ segir Páll. thorunn@mbl.is Fangar vilja rauð- vín með matnum Fangelsi Sama regla gildir um alla fanga.  Fengu neitun hjá fangelsismálastjóra Maðurinn sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás á Akranesi hét Karl Birgir Þórðarson. Hann fæddist árið 1957 og lést á gjörgæslu Landspít- alans sl. miðvikudag. Karl Birgir komst aldrei til meðvitundar. Karl á fertugsaldri situr í gæslu- varðhaldi grunaður um manndráp. Lögreglan var kölluð að húsi á Akranesi á föstudag í síðustu viku ásamt sjúkraliði. Tilkynnt hafði ver- ið að þar væri meðvitundarlaus mað- ur og að líklega væri um hengingu að ræða. Á vettvangi var vitni sem hafði komið þar að og hafið endurlífgun. Lést eftir líkamsárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.