Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
KANARÍ – Montemar
tvær vikur (17. nóv. – 2. des.) frá
137.500 kr.
á mann m.v. tvo fullorðna.
PLÚS
Gunnar Dofri Ólafsson
Agnes Bragadóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi
í gærmorgun þrjá sakborninga í
Marple-málinu en sýknaði einn
þeirra. Þyngsta dóminn, 18 mánaða
fangelsi, hlaut Magnús Guðmunds-
son, fyrrverandi bankastjóri Kaup-
þings í Lúxemborg.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings, og Skúli
Þorvaldsson fjárfestir voru dæmdir
í sex mánaða fangelsi, en Guðný
Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjár-
málastjóri Kaupþings, var sýknuð
af öllum ákærum. Öll ákærðu höfðu
krafist sýknu.
Allir verjendur sakborninga,
nema verjandi Marple, voru við-
staddir dómsuppkvaðninguna, en
enginn ákærðu mætti.
Fjárdráttur og hylming
Hreiðar Már og Guðný Arna voru
ákærð fyrir milljarða króna fjár-
drátt og umboðssvik og Magnús
fyrir hlutdeild í þeim. Skúli var
ákærður fyrir hylmingu og peninga-
þvott.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
frá í gærmorgun segir að Hreiðar
Már hafi ákveðið að láta Kaupþing
kaupa skuldabréf af Marple Hold-
ing á nafnverði á tíma þegar mark-
aðsverðið hafi verið mun lægra.
Orðrétt segir m.a.: „Engar lög-
mætar viðskiptalegar forsendur
gátu legið að baki slíkum viðskipt-
um og átti Kaupþing banki hf. þess
ekki kost að endurheimta fjár-
munina síðar, svo sem verið hefði ef
um venjubundin lánsviðskipti hefði
verið að ræða. Með því að kaupa
bréfin á nafnverði sat eftir órétt-
mætur hagnaður inni í félaginu
Marple Holding S.A. SPF á kostnað
Kaupþings banka hf.“
Samkvæmt ákæru voru rúmlega
sex milljarðar króna fluttir úr sjóð-
um Kaupþings á Íslandi á reikning
Marple Holding með viðkomu í
Kaupþingi í Lúxemborg. Féð var
flutt í tvennu lagi árin 2007 og 2008.
Sex mánaða fangelsisdómurinn yfir
Hreiðari Má bætist við dóminn sem
hann hlaut í Al Thani-málinu, en
hann hljóðaði upp á fimm og hálfs
árs fangelsisvist. Hann afplánar nú
þann dóm á Kvíabryggju. Sömuleið-
is kemur átján mánaða fangelsis-
dómur yfir Magnúsi Guðmundssyni
til refsiþyngingar, en hann var
dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi í Al Thani-málinu.
Refsirammi fyrir fjárdrátt er sex
ára fangelsisdómur og þar með hef-
ur refsiramminn verið fylltur bæði
hjá Hreiðari Má og Magnúsi.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
á kröfu ákæruvaldsins um að gera
upptæk öll verðbréf, innstæður á
bankareikningi og aðrar eignir í
fjárfestingasjóði á nafni Marple
Holding S.A. SPF í Banque Havill-
and í Lúxemborg.
Lítið brot af heildarupphæð
Heildarupphæðin nam um 6,7
milljónum evra síðast þegar virði
safnsins var virt. Það nemur um
962 milljónum króna miðað við
gengi dagsins í dag. Þetta er þó að-
eins brot af þeirri upphæð sem sér-
stakur saksóknari fór fram á að
gerð væri upptæk í málinu, en dóm-
urinn hafnaði kröfu ákæruvaldsins
um upptöku tiltekinna eigna
ákærða Skúla Þorvaldssonar, sem
yfirvöld í Lúxemborg gerðu upp-
tæk.
Tugir milljóna í málsvarnir
Hinir sakfelldu í málinu þurfa að
greiða verjendum sínum háar fjár-
hæðir í málsvarnarlaun. Þannig
þarf Hreiðar Már að greiða verj-
anda sínum tæpar 22 milljónir fyrir
störf hans og kostnað upp á rúmar
1,7 milljónir. Magnús greiðir verj-
anda sínum ríflega 11 milljónir,
Skúli greiðir rúmar 16 og hálfa
milljón og kostnað upp á 800.000
þúsund krónur, og málsvarnarlaun
skipaðs verjanda á rannsóknarstigi
málsins, 7,7 milljónir.
Ríkissjóður þarf að greiða máls-
varnarlaun verjanda Guðnýjar
Örnu, ríflega 18 milljónir króna.
Dómar fylltu refsirammann
Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson hafa hvor um sig hlotið alls sex ára fangelsisdóm
Þrír sakborninga sakfelldir, einn sýknaður Sakarefni fjárdráttur, hlutdeild og hylming
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómsuppkvaðning Allir verjendur sakborninga, nema verjandi Marple, voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, en enginn ákærðu mætti. Þrír voru fundnir sekir en einn ákærðu sýknaður.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég sé ekki annað í kortunum en
að til verkfalls komi. Viðræð-
urnar hafa frá því árangurs-
lausum fundi hjá Ríkissáttasemj-
ara lauk síðastliðinn þriðjudag
verið alveg strand og engin lausn
virðist í sjónmáli,“ segir Árni
Stefán Jónsson, formaður SFR, í
samtali við Morgunblaðið.
Fjölmenni var við stjórnarráðs-
húsið í Lækjargötu í Reykjavík í
gærmorgun við upphaf ríkis-
stjórnarfundar. Þar voru saman-
komnir sjúkraliðar og fólk úr SFR
sem boðað hefur verkfall frá og
með fimmtudegi í næstu viku og
lögreglumenn. Krafa þessa fólks
er að það fái sambærilegar kjara-
bætur og aðrir ríkisstarfsmenn
hafa fengið að undanförnu. Í yfir-
lýsingu SFR, Sjúkraliðafélags Ís-
lands og Landssambands lög-
reglumanna segir að fólk sætti sig
ekki við virðingarleysi stjórn-
valda sem birtist í þeirri ákvörð-
un að leggja aftur á borð tilboð
sem margsinnis hafi verið hafnað.
„Ég held að menn hljóti að ná
niðurstöðu þar sem þið fylgið
þeim kjarabótum sem aðrir hafa
náð,“ sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
eftir að hafa tekið við áður-
nefndri yfirlýsingu stéttarfélag-
anna. Ráðherrann segir mark-
miðið að ná raunverulegri
kaupmáttaraukningu.
Greiðir fyrir lausn
Í vikunni var gengið frá kjara-
samningi Starfsgreinasambands-
ins og fleiri félaga við ríkið. Sá
samningur gildir fram í mars
2019 og mun, að sögn Árna Stef-
áns, skila 30% launahækkunum á
samningstímanum.
Hann segir slíkar tölur svip-
aðar því sem SFR, sjúkraliðar og
lögreglumenn kalli eftir nú, en
það telji SA hins vegar ógna stöð-
ugleika. Samningar þessir hljóti
hins vegar að gefa tóninn og
greiða fyrir lausn nú í kjaradeilu
opinberra starfsmanna við ríkið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mótmæli Fólk lét í sér heyra við Stjórnarráðið. Hér gengur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra til fundar.
Verkfall í kortunum en
tónn að lausn þó gefinn
Opinberir starfsmenn mótmæltu Kjaradeila er strand
„Verðlækkunin er á bilinu 2-5% og
nær til um 600 vara sem við flytjum
inn sjálf frá erlendum birgjum,“ seg-
ir Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss. Verð í versl-
unum fyrirtækisins hefur lækkað
nokkuð í október og þar er nýtt svig-
rúm, sem styrking á gengi íslensku
krónunnar undanfarið gefur tilefni
til.
Sem dæmi um einstaka vöru-
flokka þá lækkaði verð á frosnum
brauðum og frönskum kartöflum um
5% svo og mexíkóskum mat og gælu-
dýrafóðri. Verð vara frá Euroshop-
per lækkaði um 2-3%.
Aðspurður hvort verð á innlend-
um vörum verði lækkað segir Guð-
mundur Marteinsson að málin hafi
verið rædd við birgja og framleið-
endur að undanförnu. Hvernig mál
þróist muni ráðast mikið af því
hvernig fyrirtækin ráði við launa-
hækkanir sem fylgdu kjarasamning-
um sem gerðir voru fyrr á árinu.
Ekki tilkynnt sérstaklega
„Við fylgjum innkaupsverði og
gengi krónunnar og breytum verði á
vörum í verslunum okkar fimm til
sex daga í viku. Við erum hins vegar
ekki að tilkynna slíkt neitt sérstak-
lega,“ sagði Jón Björnsson, forstjóri
Festis, sem á og rekur lágvöruverðs-
verslanir Krónunnar.
sbs@mbl.is
Bónus lækkar
verð á 600 vörum
Sterk króna Innlent er í skoðun