Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
H
a
u
ku
r
1
0
.1
5
.Leit að fjárfestingarkostum. .Verðmat. .Viðræðu- og
samningaferli. . Fjármögnun. .Frágangur samninga.
Hér gætu verið góðir fjárfestingarkostir:
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð.
• Sérhæft ferðaþjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Velta 85 mkr.
EBITDA um 15 mkr.
• Sérhæft afþreyingarfyrirtæki fyrir erlenda ferðamenn á góðum stað í
miðbænum, sem hefur mjög jákvæða dóma á netinu. Fyrirtækið
hefur verið starfrækt síðan 2011 og gengur mjög vel. Velta um 85
mkr. og EBITDA um 15 mkr. Framlegð er mjög há og má segja að
frekari aukning veltu leiði nánast beint og óskert til hagnaðar.
• Til leigu nýtt og glæsilegt 50 herbergja hótel á góðum og rólegum
stað í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið verður verður afhent fullbúið um
mitt ár 2016.
• Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og þjónustu með rekstrarvöru
til matvælaiðnaðarins, sér í lagi fiskvinnslu. Velta um 50 mkr. Hentar
vel sem viðbót við rekstur af svipuðu tagi.
• Stórt og rótgróið fyrirtæki í framleiðslu matvæla. Er nú með 14 eigin
verslanir og hratt vaxandi sölu og hagnað. Ársvelta um 700 mkr. og
EBITDA 110 mkr.
• Innflutningur og smásala í tveimur verslunum á heimsþekktu vörumerki
í fatnaði fyrir börn og konur. Viðkomandi er með sérleyfi á Íslandi.
Velta 150 mkr.
• Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina.
Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt
árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr.
• Stórt og rótgróið fyrirtæki með úrval tækja fyrir útgerðir. Ársvelta yfir
500 mkr. Mörg mjög góð umboð.
• Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um
100 mkr. Góð afkoma.
• Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og
stöðugar tekjur. Hagstætt verð.
• Stór glugga- og hurðasmiðja. Mikil framleiðslugeta.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Vinsælu Lindon/Modest
buxurnar komnar
Verð 9.980
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 10-16 í dag
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Síðir jakkar
Verð 19.800 kr.
str. 44–56/58 Röndótt og
einlitt svart
Vandaðar dúnúlpur
m/hettu og ekta skinni (þvottabjörn), margir litir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
„Við munum
funda með skóla-
meistaranum á
mánudaginn hér í
ráðuneytinu og
ræða við hana um
þá stöðu sem
komin er upp og
glöggva okkur á
þeim vanda sem
þarna virðist
vera,“ sagði Ill-
ugi Gunnarsson menntamálaráð-
herra um málefni Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi (FVA).
Hann sagði að síðan myndi ráðu-
neytið vilja vinna með skólameist-
aranum og öðrum að því að leysa úr
þeim vanda sem virtist vera uppi í
skólanum.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að átök og illdeilur væru í FVA.
Kennarar við skólann væru mjög
óánægðir með starfshætti og stjórn-
un Ágústu Elínar Ingþórsdóttur
skólameistara. Að sögn kennara við
skólann er ástandið alvarlegt og
skólinn sagður óstarfhæfur í raun.
Kennarar skólans funduðu á mið-
vikudaginn var og ákváðu þar að
fara með málið til menntamálaráðu-
neytisins, bæjaryfirvalda og skóla-
nefndar.
Formaður skólanefndar FVA,
Reynir Þór Eyvindsson, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið að mikil
óánægja ríkti meðal kennara með
störf og stjórnunarhætti skólameist-
arans. Hann sagði það vera mennta-
málaráðuneytisins að ákveða hvað
gert yrði. gudni@mbl.is
Illugi
Gunnarsson
Skólameistarinn á
fund í ráðuneytinu
Funda
um mál-
efni FVA
„Reynt hefur verið að hafa samráð
við starfsmenn skólans eins og
unnt er varðandi nauðsynlegar og
umtalsverðar aðhaldsaðgerðir í
rekstri skólans sem farið hefur ver-
ið fram á við skólann,“ segir
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi, í skriflegu
svari við spurningu Morgunblaðs-
ins hvort skólameistari hefði ekki
þurft að hafa samráð við kennara
skólans um niðurskurð. Eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær er
megn óánægja meðal kennara með
starfshætti og stjórnun skólameist-
arans.
„Krafa er gerð um að uppsafn-
aður rekstrarhalli fyrri ára verði
greiddur og að rekstur stofnunar-
innar verði innan fjárheimildar.
Samkvæmt reglugerð nr. 1061/
2004, um framkvæmd fjárlaga og
ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana,
ber forstöðumaður ábyrgð á því að
útgjöld stofnunar séu í samræmi
við fjárheimildir og að fjárreiður og
rekstur stofnunar sé í samræmi við
áætlanir sem gerðar hafa verið,“
segir hún.
– Hvers vegna hefur trúnaðar-
maður kennara við skólann, Jónína
Halla Víglundsdóttir, ekki fengið
fund með þér?
„Skólameistari hefur ávallt verið
tilbúinn til að funda með trúnaðar-
manni skólans, hefur virt verkefni
hans og lagt áherslu á að samskipti
við hann séu á jákvæðum og góðum
nótum. Hlutverk trúnaðarmanna
er fyrst og fremst að sjá til þess að
gerðir kjarasamningar séu haldnir
og að ekki sé gengið á félagslegan
eða borgaralegan rétt starfsmanna.
Þá er hlutverk trúnaðarmanna m.a.
að vera fulltrúi stéttarfélags og til
aðstoðar við starfsmenn þegar
kemur að túlkun þess kjarasamn-
ings sem viðkomandi heyrir undir.
Að öðru leyti er það háð ákvörðun
stjórnanda viðkomandi stofnunar
hvort hann telji ástæðu til þess
hvort trúnaðar-
maður sé við-
staddur þegar
fundað er um
rekstrarlegar
forsendur stofn-
unar eða ein-
stakra deilda
stofnunar,“ svar-
ar Ágústa Elín.
– Er ekki
tímabært að
höggva á hnútinn með einum eða
öðrum hætti til þess að skólastarfið
verði ekki fyrir stórskaða?
„Skólastarf á þessari önn hefur
hefur verið í föstum skorðum þótt
ágreiningsefni hafi komið upp.
Skólameistari er og hefur ávallt
verið tilbúinn til að fara yfir álita-
efni með starfsfólki skólans til að
koma þeim í réttan farveg.“
Í erfiðri rekstrarstöðu
Spurð hver verði næstu skref
hennar í málinu segir hún að hvað
sig varði muni hún halda áfram „að
stuðla að góðu og öflugu skólastarfi
og vinna með starfsmönnum skól-
ans í þeirri erfiðu rekstrarstöðu
sem skólinn er í. Ég vona bara að
allir starfsmenn skólans komi með í
þá vinnu því krafan um bættan
rekstur breytist ekki með minni
stöðu“, svarar Ágústa Elín.
– Hvers vegna var nýjum aðstoð-
arskólameistara sagt upp, eftir að-
eins tveggja mánaða starf?
„Fljótlega eftir að aðstoðar-
skólameistari hóf störf kom í ljós
meiningarmunur milli aðila um
starfið, í hverju skyldur aðstoð-
arskólameistara væru fólgnar,
launamál og fleira, sem varð til
þess að reynt var að leysa hann
með aðstoð utanaðkomandi aðila.
Fundir voru haldnir í þeim tilgangi
en ljóst varð að ekki var hægt að
finna ásættanlega lausn. Var því
aðstoðarskólameistara sagt upp
störfum,“ segir í svari skólameist-
arans. agnes@mbl.is
Reynt hefur verið
að hafa samráð
Segir skólastarfið í föstum skorðum
Ágústa E.
Ingþórsdóttir
- með morgunkaffinu