Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,- Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Bókakötturinn Tickety eraðalpersónan hér. Hanner hluti af búðinni, endabýr hann hér að staðaldri ásamt gullfiskinum Pissi,“ segir Rúna Þorkelsdóttir myndlistarkona og ein þeirra þriggja listamanna sem eiga og reka bókabúðina og galleríið Boekie Woekie í Amster- dam. Hin tvö eru hjónin Henriëtte van Egten og Jan Voss. „Hér var mikill músagangur og mýsnar svo heimaríkar að þær komu fram þegar ró var komin á og tóku nokkur dansspor. Þessar mýs voru aðgangsharðar, þær voru búnar að borða nokkur girnileg listaverk í bakherberginu, brauðverk eftir mig og hnetuverk eftir Jan. Mýsnar átu þau innan frá. Við gripum til þess ráðs að gerast fósturforeldrar læð- unnar Tickety sem vantaði heimili á þessum tíma og það hefur ekki mús sést síðan hún flutti í búðina. Hún er hinn besti bókabúðarköttur, krassar ekkert í bækurnar og klórar hvergi. Hún elskar japönsku. Þegar hún heyrir japönsku kemur hún fram og lætur klóra sér og klappa og veltir sér um og vekur gleði viðskiptavina. Hún er í mörgum myndaalbúmum út um allan heim þessi læða.“ Sumir hræddir við nándina Rúna hefur búið í Amsterdam í rúma þrjá áratugi, hún flutti upphaf- lega þangað þegar hún hóf nám í Rietveld-akademíunni, en hún var líka ástfangin af hollenskum manni. „Við ákváðum ásamt nokkrum öðrum listamönnum að gera eitthvað sjálf til að koma okkar verkum á Lífsstíll sem við höf- um kosið okkur Bókabúðin Boekie Woekie í Amsterdam er ekkert venjuleg, hún er gallerí, lista- verk, sjálfstæður skúlptúr sem breytist stöðugt. Þar eru listrænir viðburðir og í dag ætlar Arna Valsdóttir að vera þar með músíkskúlptúr, hún ætlar að syngja sig inn í búðina. Rúna Þorkelsdóttir er einn af þremur eigendum Boekie Woekie. Gamla búðin Kortin sem þau gera sjálf hanga utan við búðina. Vinkonur Rúna og Hettie stilla sér upp eftir mynd af þeim sem tekin var ár- ið 1986 fyrir framan gömlu Boekie Woekie sem var tveir sinnum tveir. Heimilisiðnaðarfélag Íslands rekur Heimilisiðnaðarskólann þar sem boð- ið er upp á fjölbreytt námskeið í handverki. Félagið hlaut nýlega Nord- plus styrk til kennaraskipta á milli Ís- lands, Eistlands og Finnlands. Til- gangurinn er að miðla þjóðlegu handverki og kennslureynslu á milli landanna. Handverkskennararnir hittast og læra hver af öðrum á nám- skeiðum. Í tilefni af þessari gesta- komu munu finnsku gestirnir, þær Leena Haapio-Lehti og Johanna Mai- jala, bjóða upp á þriggja kvölda nám- skeið í svokallaðri sólarlitun fyrir al- menning dagana 12.-14. október. Sólarlitun er skemmtileg leið til lita bómullarefni en notuð er svokölluð mjólk sem textíllitunum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efnið til dæmis með laufblöðum. Nánari upplýsingar á heimasíðu fé- lagsins: www.heimilisidnadur.is. Vefsíðan www.heimilisidnadur.is. Sólarlitun Hægt er að munstra efni með t.d. þurrkuðum laufblöðum eða öðru. Nú er lag að læra sólarlitun Dagskrá um kvenskörunginn Þuríði formann verður í Menningarverstöðinni Hafnargötu 9 á Stokkseyri kl 14 í dag. Margt áhugavert er á dagskrá, Sandra Dís Hafþórsdóttir kynnir og meðal annars ætlar dr. Margaret Willson að segja frá sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð, og útdráttur verður fluttur á ís- lensku úr því erindi. Sigurbjörg Árnadóttir segir frá vitafélaginu, norrænni strandmenn- ingu og norrænum sjókonum; Inga Fanney Egilsdóttir talar um sjókonur nútímans og í kaffihléinu verða munir sem tengjast Þuríði til sýnis. Síðan verða pallborðsumræður og vettvangsferð í Þuríðarbúð sem er meist- aralega hlaðin. Atburðurinn er hluti af Menningarmánuði Árborgar, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fjallað um sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð Þuríður formaður og sjókvenska Þuríðarbúð Er á Stokkseyri. Á fésbókarsíðu Fuglaverndar er sagt frá því að undanfarna daga hafi suð- austlægar áttir borið til landsins töluvert af evrópskum flækings- fuglum, þar á meðal mesta fjölda hnoðrasöngvara (Phylloscopus inornatus) sem hefur fundist á einum degi hér á landi. Hvorki meira né minna en 48 hnoðrasöngvarar fund- ust 7. október á Austfjörðum og Suð- austurlandi. Hnoðrasöngvari eru agn- arsmár fugl, lítið eitt stærri en glókollur. Meginvarpstöðvar hans eru í Asíu en lítill varpstofn er einnig vestan Úralfjalla og hefur hluti hans vetrarsetu á Bretlandseyjum. Í haust kom þangað óvenjumikið af hnoðra- söngvurum og fuglaskoðarar hér- lendis hafa vonast eftir því að það myndi skila sér áfram vestur til Ís- lands, sem nú hefur gerst. Hnoðra- söngvari á náskyldan frænda, kolls- öngvara (Phylloscopus proregulus), sem hefur sést margoft á Bretlands- eyjum en hefur aldrei sést á Íslandi. Myndina tók Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands, sem finna má á Facebook. Suðaustlægar áttir bera fugla til landsins Út að leita að hnoðrasöngvurum og öðrum flækingsfuglum Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Hnoðrasöngvari Hann er agnarsmár og kemur til Íslands með vindinum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.