Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 11

Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 11
framfæri. Við vorum öll að fást við bækur og stofnuðum því bókabúðina Boekie Woekie árið 1986 í pínulitlu húsnæði sem var tveir sinnum tveir metrar. Við vorum sex einstaklingar sem stóðum að þessu, tveir Íslend- ingar, ég og Pétur Magnússon, þrír Hollendingar og einn Þjóðverji. En rýmið var svo lítið að þegar við vor- um öll saman þarna inni var lítið pláss fyrir fleiri. Þetta var mikil nánd og viðskiptavinir voru sumir hræddir við að koma inn.“ Þetta er okkar listaver „Við vorum fyrst einvörðungu með okkar eigin bækur, um hundrað titla, og einn veggur var gallerí. Ári síðar gengu þrjú úr samstarfinu og við þrjú sem urðum eftir höfum haldið áfram að reka þessa búð og galleríið allar götur síðan. Í fimmtán ár fórum við á bókamessuna í Frankfurt til að kynna bækurnar okkar. Við fórum líka að taka inn bækur annarra listamanna og árið 1991 fluttum við hingað í Beren- straat, í stærra húsnæði,“ segir Rúna og bætir við að þá hafi þau gert sér grein fyrir því að Boekie Woekie var meira en bókabúð og gallerí. „Þetta er okkar listaverk. Við hugsum þetta sem skúlptúr sem breytist stöðugt. Á þessum tíma byrjuðum við að vinna með Dieter Roth og tókum þátt í sýningum með honum. Við erum með útgáfu, höld- um stöðugt úti sýningum og kynnum aðra listamenn.“ Bókverk er myndlist Hlutverk bókabúðarinnar hefur því þróast mikið á þessum þremur áratugum. „Frá þessum hundrað titlum í byrjun erum við núna með um átta þúsund titla af bókverkum. Bókverk er myndlist í sjálfu sér, slík bók er ekki um myndlist eða listamann, heldur er bókin verk í sjálfu sér. Við erum líka með uppákomur hér í búð- inni; tónlist, ljóðalestur, gjörninga og ýmislegt fleira. Íslenskir hljóm- listarmenn hafa oft spilað hjá okkur og í gegnum árin hafa komið hingað íslenskir stúdentar í listnámi við Rietveld, sumir hafa orðið vinir okk- ar og unnið hérna. Það er mikil Ís- landstenging í búðinni, hér er sér- stök íslenskudeild í bókunum, til dæmis er Kristján Guðmundsson með sérhillu og við erum með bækur eftir Sigurð Guðmundsson og marga fleiri íslenska listamenn, bæði eldri og yngri.“ Sýning á Íslandi á næsta ári Rúna segir mjög skemmtilegt að lifa og hrærast í þessum heimi. „Við höfum líka farið með búð- ina sem breytilegan skúlptúr á sýn- ingar. Á Listahátíð árið 2006 vorum við til dæmis með bókabúðina inni á Listasafni Reykjavíkur í þrjá mán- uði.“ Og margt spennandi er á döf- inni. „Arna Valsdóttir frá Akureyri ætlar að vera með músíkskúlptúr hjá okkur í dag, hún ætlar að syngja sig inn í búðina. Og við erum að und- irbúa afmælissýningu því búðin verður 30 ára í janúar. Nýlistasafnið á Íslandi hefur boðið okkur að halda sýningu af því tilefni sem verður opnuð 9. janúar. Svo eru stöðugar útgáfur. Við prentum okkar eigin bókverk og kortin heima á kvöldin og á nóttunni eftir vinnu. Þetta er sí- felld vinna, en þetta er lífsstíll sem við höfum kosið okkur.“ Þau eiga öll hús á Hjalteyri Eðli málsins samkvæmt fá þau nokkuð af söfnurum til sín í búðina en líka alls konar fólk af götunni. „Stundum segir fólk þegar það kemur hér inn: „Hvar erum við eig- inlega stödd?“ Af því að þetta er eins og að ganga inn í heim. Og þá þurf- um við að leiða viðkomandi í gegnum það og þá skapast oft skemmtileg samtöl,“ segir Rúna sem er fráskilin en hún á einn son sem býr á Íslandi með fjölskyldu og fyrir vikið kemur hún oft til Íslands. „Við þrjú sem eigum bókabúð- ina erum öll með sterka tengingu við Ísland. Jan og Henriëtte eiga hús á Hjalteyri sem þau keyptu árið 1979 og þau hafa verið þar á sumrin allar götur síðan. Ég á líka hús á Hjalt- eyri og ég á fjölskyldu í Reykjavík sem ég heimsæki oft.“ Læðan Tickety Úrvals bókaköttur, krassar ekki í bækur og klórar ekki. Hugsanatankur Gullfiskurinn Pissi er með fasta búsetu í Boekie Woekie. Listamenn Brynjar Helgason sem Manet, og Jan Voss sem Van Gogh. Vefsíða búðarinnar: www.boekiewoekie.com DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Miklar listir voru leiknar í háloftunum í vikunni þegar æfingar fóru fram fyr- ir „Fleet Week“-hátíðina í San Franc- isco. Hér má sjá flugmanninn Sean Tucker fljúga á hvolfi með þremur Bláum englum (Blue Angels F/A-18 Hornets) yfir hinni frægu brú í San Francisco. Á „Fleet Week“-hátíðinni er mikið um flugvélasýningar í háloft- unum. Háloftahátíð í San Francisco AFP Flogið á hvolfi um loftin blá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.