Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins
Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins
og baráttuna gegn krabbameini hjá konum.
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný
með bleikum taxaljósum.
Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks
Krabbameinsfélagsins í október og nóvember
Tökum bleikan bíl!
Styrkjum starfsemi
Krabbameinsfélagsins
SÆKTU APPIÐ
á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is
eða í App Store og Google Play
Sæktu þér Hreyfils appið
og pantaðu bleikan bíl.
BÆJARLÍFIÐ
Jón Sigurðsson
Blönduós
Hefðbundnum haustverkum er
að ljúka hjá flestum þessa dagana.
Eitt af haustverkunum hjá sífækk-
andi íbúum er kartöfluupptaka.
Blönduósingar og fleiri sýslubúar
ræktuðu um langan aldur kartöflur
sínar í Selvíkurgarðinum oftast með
þokkalegum árangri. Uppskeran í ár
var í fullkomnu samræmi við sum-
arið sem nú lætur undan, heldur
döpur. Þessi „fornfrægi“ garður hef-
ur um langa tíð verið afar eftirsóttur
og fengu færri garðland en vildu. Nú
er öldin önnur í orðsins fyllstu merk-
ingu og má nánast telja ræktendur á
fingrum beggja handa. Farið er að
tala um kartöflugarðavísitöluna sem
byggð er á nýtingu Selvíkurgarð-
anna og þróun mannfjölda á svæð-
inu, mannfjöldi/fjöldi kartöflugarða
(MF/FK=M/K) sem þýðir á einföldu
máli, menn og kartöflur eru eitt, og
beinir kartöfluneyslu í næstu versl-
un.
Sauðfjárslátrun hjá SAH Af-
urðum á Blönduósi hefur gengið vel
það sem af er sláturtíð að sögn
Gunnars Tr. Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins. Gert er ráð
fyrir að slátrað verði um 100 þúsund
fjár líkt og undanfarin ár og slát-
urtíð ljúki í lok þessa mánaðar.
Gunnar segir að sala afurða félags-
ins sé meiri í ár en hún var í fyrra og
að starfsmenn séu langt í frá verk-
efnalausir.
Um 160 manns vinna um há-
annatímann hjá SAH Afurðum á
Blönduósi og hafa starfsmenn aldrei
verið fleiri. Af þessum 160 starfs-
mönnum eru um 100 útlendir starfs-
menn og þeir sem lengst að eru
komnir eru frá Nýja-Sjálandi. Vel
gekk að ráða starfsfólk í sláturhúsið
í haust og má segja að um 90% af því
komi ár eftir ár.
Minnisvarði um Sigurð
Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal var afhjúpaður
fyrir skömmu á túninu milli Húna-
brautar og Árbrautar á Blönduósi.
Ávörp við afhjúpunina fluttu meðal
annars Þór Jakobsson veðurfræð-
ingur, Margrét Kristín Sigurð-
ardóttir fyrir hönd fjölskyldunnar,
Auður Styrkársdóttir, for-
stöðumaður Kvennasögusafnsins og
formaður Alþingisnefndar um 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna,
Valgarður Hilmarsson forseti bæj-
arstjórnar Blönduósbæjar, og Bryn-
hildur Heiða Ómarsdóttir fram-
kvæmdastjóri Kvenréttindafélags
Íslands.
Minnisvarðinn er reistur til að
minnast bókmenntaafreks Sigurðar
en hann íslenskaði bókina „Kúgun
kvenna“ eftir enska heimspekinginn
John Stuart Mill, grundvallarrit í
sögu kvennaréttindabaráttunnar.
Stöpullinn var afhjúpaður á fæðing-
ardegi frumkvöðuls kvenréttinda á
Íslandi, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
en hún var frá Haukagili í Vatnsdal
líkt og Sigurður.
Listamiðstöð Textílsetursins
á Blönduósi er sögð ein fárra sér-
hæfðra textíllistamiðstöðva í heim-
inum. Listamiðstöðin hefur verið
starfrækt í Kvennaskólanum á
Blönduósi síðastliðin þrjú ár og
dvelja listamenn alls staðar að úr
heiminum þar hluta úr ári. Í ár
dvelja 46 listamenn í listamiðstöð-
inni en það eru helmingi fleiri en í
fyrra þegar 23 listamenn dvöldu þar
og árið þar á undan voru þeir 12 en
flestir staldra við í 1–3 mánuði í
senn.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Afhjúpun Auk systranna Emmu Karenar og Söru Bjargar Jónsdætra eru á
myndinni Þór Jakobsson og eiginkona hans Jóhanna Jóhannesdóttir. Til-
efnið var afhjúpun minnisvarða um Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum.
Starfsmenn í slátr-
un komnir langt að
Náttúrustofa Norðausturlands,
NNA, hefur tekið saman niður-
stöður talninga í sumar á fjórum
tegundum bjargfugla í Skoruvíkur-
bjargi á Langanesi og í Grímsey.
Tegundirnar eru rita, langvía, stutt-
nefja og fýll og benda niðurstöður til
þess að tegundunum sé nokkur
vandi búinn um þessar mundir, auk
þess sem eldri gögn sýna fram á
mjög óheillavænlega þróun.
„Það er mikið áhyggjuefni að
fækkun rytu í Skoruvíkurbjargi
heldur áfram með sama takti og
undanfarinn áratug. Fjöldi hreiðra í
sumar er sá lægsti frá upphafi taln-
inga, eða rétt tæp 14% af fjöldanum
árið 1994 þegar stofninn var í há-
marki. Sömuleiðis eru blikur á lofti í
Grímsey þar sem 40% færri ritu-
hreiður sáust í sumar,“ segir m.a. í
samantekt Yann Kolbeinssonar á
heimasíðu NNA.
Eftir talsverða fækkun langvíu og
stuttnefju í Grímsey og Skoruvík
sumarið 2014 hafa báðar tegundir
tekið svolítinn kipp upp á við, þó
minnst í Skoruvík. Fylgst verður
áfram náið með þessum tegundum
og þá sér í lagi stuttnefju sem sýnir
stöðuga langvarandi fækkun í
Skoruvík. Erfiðara er að segja til um
ástandið í Grímsey þar sem um mun
styttri tímaseríu er að ræða.
Breytingar á fýl virðast haldast að
mestu í hendur í Grímsey og Skoru-
víkurbjargi. Til langs tíma má
greina fækkun í Skoruvíkurbjargi.
Minniháttar sveiflur endurspegla þó
ekki endilega stofnsveiflur heldur
einungis fjölda fýla á varpstað
hverju sinni. Um langlífa tegund er
að ræða og því algengt að fuglar
sleppi því að verpa séu þeir ekki í
ástandi til þess og/eða vegna fæðu-
skorts.
Náttúrustofan hefur með reglu-
bundnum hætti fylgst með ástandi
sjófuglastofna á Norðausturlandi
undanfarin ár. Vöktunina má rekja
til frumkvæðis Arnþórs Garðars-
sonar prófessors sem hóf staðlaðar
talningar í Skoruvíkurbjargi 1986 og
2009 í Grímsey. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Í Grímsey Rita eða skegla með unga, en árið hefur verið erfitt.
Mikil fækkun ritu
í Skoruvíkurbjargi
Íslendingar geta, að tilteknum skil-
yrðum uppfylltum, sótt heilbrigðis-
þjónustu í aðildarríkjum EES-
samningsins nái frumvarp til breyt-
inga á lyfjalögum og sjúkra-
tryggingum fram að ganga.
Heilbrigðisráðherra leggur frum-
varpið fram og rauði þráðurinn er að
jafnræði ríki í meðferð sjúklinga og
þjónusta sé veitt út frá þörf fremur
en hvar fólk sé tryggt.
Kostnaður verður endurgreiddur
að því marki sem sjúkratryggingar
greiða fyrir sambærilega þjónustu
hér á landi. Það sem út af stendur
borgar sjúklingurin sjálfur.
Með breytingum á lyfjalögum á að
auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum
sem gefnir eru út í öðrum aðildar-
ríkjum EES. Lyfjaávísun læknis,
tannlæknis eða dýralæknis sem hef-
ur gilt leyfi hér á landi er þá virk á
Íslandi, svo og í öðrum aðildar-
löndum EES, í samræmi við reglu-
verk þar að lútandi.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sjúkrahús Nýir möguleikar fyrir
sjúklinga opnast senn.
Sækja þjón-
ustu til útlanda