Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 16

Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það má ráða af tölvubréfum aðallög- fræðings Seðlabankans til sérstaks saksóknara að óvissa hafi verið um það innan bankans hvort lögáskilið samþykki ráðherra væri fyrir hendi á gjaldeyrisreglum bankans. Fjöldi aðila var til rannsóknar vegna meintra brota á þessum reglum og fjölluðu fulltrúar ákæru- valds um eitt þessara mála opinber- lega. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að sérstakur saksóknari hefði fellt niður hluta ákærunnar í Aserta-málinu í fyrravor, þegar í ljós kom að gjald- eyrisreglur Seðla- bankans gætu ekki talist viðhlítandi refsiheimild, enda skorti lögáskilið samþykki ráð- herra. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir í nýju áliti að hann hafi ekki fengið réttar upplýsingar í málinu frá Seðla- bankanum og efnahags- og við- skiptaráðuneyti í byrjun árs 2011. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, áætlar að um leið hafi tíu önnur mál verið felld niður. Hluti þeirra hafi haft „greinar sem kvísl- uðust áfram“ og því hugsanlega get- að leitt af sér fleiri sjálfstæð mál. Heyrir til undantekninga Hann segir þetta mál heyra til undantekninga, fátítt sé að ríkis- stofnunum sé falið að setja reglur og að baki þeim séu refsiheimildir. Meg- inreglan sé að mönnum skuli ekki gerð refsing nema með lögum. Ólafur Þór segir aðspurður að ef menn telja á sig hallað í tengslum við rannsóknir eða saksókn eigi þeir þess kost að gera kröfu um bætur, hafi þeir orðið fyrir tjóni. Hann vilji ekk- ert segja til um hvort slíkt eigi við í málum sem varða gjaldeyrisreglur Seðlabankans. Aserta-málið hófst í nóvember 2009 með því að Seðlabankinn sendi tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um starfsemi félagsins. Málið fór þaðan til efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra og svo áfram til sér- staks saksóknara, sem gaf út ákæru í málinu í marsmánuði 2013. Hálfu ári síðar óskaði embætti sér- staks saksóknara eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samþykki ráðherra á reglum um gjaldeyrismál sem bankinn gaf út og segir Ólafur Þór að í framhaldinu hafi verið óskað eftir afriti, eða ljósriti, af samþykki ráðherrans. Morgunblaðið hefur undir höndum tölvupósta Sigríðar Logadóttur, yf- irlögfræðings Seðlabankans, til emb- ættis sérstaks saksóknara. Benda þeir til þess að ekki hafi verið fullvissa um það innan bankans að samþykkið væri fyrir hendi. Vísað til „þegjandi samþykkis“ Eitt bréfið er dagsett 19. desem- ber 2013. „Mér skilst að ráðuneytið (viðskiptaráðuneytið 2008) hafi birt á heimasíðu sinni frétt um breytingu á gjaldeyrisreglunum – felst ekki í því ákveðið samþykki?“ Annað bréfið er dagsett 27. janúar 2014. „Því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráð- herra finnst – en það má kannski halda því fram að a.m.k. sé til staðar þegjandi staðfesting þar sem bank- inn tók til greina athugasemdir ráðu- neytisins og engar athugasemdir komu í kjölfar útgáfu nýrra reglna um miðjan desember 2008.“ Morgunblaðið hefur jafnframt undir höndum uppskrift af blaða- mannafundi Ingibjargar Guðbjarts- dóttur, núverandi framkvæmda- stjóra gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans, Helga Magnúsar Gunnars- sonar, þáverandi saksóknara efna- hagsbrota, og Gunnars Andersen, þáverandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins. Athygli vekur að þar lýsir Gunnar því að opinbera umfjöllun um rannsókn málsins, sem reyndist svo byggjast á reglum sem ekki teljast gild refsiheimild, megi réttlæta með mögulegum fælingaráhrifum þess. Átti að hafa fælingaráhrif „Ég vil þá kannski rétt áður en ég gef orðið aðeins skýra tilurð þess [málsins], þetta er kannski ekki alveg hefðbundið að hafa blaðamannafund eins og hér nú. En ástæðan fyrir því að við gerum þetta er í og með sú að við viljum koma á framfæri ákveðnum skilaboðum um að þetta sé litið alvarlegum augum og fá fólk til þess að hugsa sinn gang og í von um að það verði þá kannski til þess að fæla einhverja frá því að stunda þessi brot,“ sagði Gunnar m.a. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leikur grunur á því að nöfn- um sakborninganna fjögurra í þessu máli hafi verið lekið til fjölmiðla. Nöfnin hafi birst strax í kjölfar fund- arins. Þar voru þeir ekki nefndir á nafn en fyrirtæki þeirra tilgreint. Þá var aldur þeirra gefinn í skyn. „Ætli þeir séu ekki á fertugsaldri … Nú verð ég að taka fram að ég er að lýsa rannsóknarefni þessa máls, rannsókn er nýhafin en það eru sterkar grun- semdir um að brotin séu með þessum ætti,“ sagði Helgi Magnús m.a. við blaðamenn. Gengið nærri mannréttindum Fram kemur í dómi Hæstaréttar, þegar frávísunarkrafa var felld úr gildi í apríl 2014, átta mánuðum áður en mennirnir voru sýknaðir í Héraðs- dómi Reykjaness af þeim ákærulið- um sem eftir voru, að gengið hafi ver- ið nærri mannréttindum mannanna með þessum blaðamannafundi. „Það verður þó að telja, eins og málum var háttað, að vegið hafi verið nærri ákvæðum 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/ 1994.“ Þá segir í 70. grein stjórn- arskrárinnar að „hver sá sem er bor- inn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Með líku segir í umræddri grein í Mannréttinda- sáttmálanum, að „hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum“. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðs- dómi Reykjaness í lok síðasta árs. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lög- maður eins sakborninganna, segir áfrýjunina til Hæstaréttar varða það hvort þessa aðila skorti starfsleyfi. Seðlabankinn var í óvissu um reglur  Aðallögfræðingur Seðlabankans lýsti í tölvubréfum yfir óvissu um gildi gjaldeyrisreglna bankans  Fjöldi aðila rannsakaður út frá reglunum  Telji menn á sig hallað í rannsóknum geta þeir sótt bætur Morgunblaðið/Ernir Seðlabanki Íslands Fjöldi aðila var til rannsóknar vegna meintra brota á gjaldeyrisreglum bankans. Ólafur Þór Hauksson Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, gagnrýnir harð- lega framgöngu Seðlabankans við rannsóknir á meintum gjaldeyris- brotum. Sérstakur saksóknari felldi í byrjun september niður rannsókn á Samherja, sem Seðla- bankinn kærði til embættisins í september 2013. Málið hófst með húsleit sem unnin var í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara hinn 27. mars 2012. „Það er stjórnvalda að þekkja reglurnar. Dómstólar eiga að veita stjórnvöldum aðhald. Ég hef gagn- rýnt að Seðlabankanum hefur ver- ið leyft að fara fram með fullyrð- ingar fyrir dómstólum sem þeir hafa ekki þurft að rökstyðja eða sanna. Dómstólar hafa brugðist í þessum málum,“ segir hann. „Varðandi Aserta-málið hef ég sagt lengi að það er nýtt Geirfinns- mál. Það er búið að draga þarna unga menn, taka af þeim vinnuna, hugsanlega rústa þeirra líf, mögu- leika til starfa og svo framvegis. Það er búið að draga þessa menn í gegnum kerfið í samtals yfir 20 ár. Málið byrjar með blaðamanna- fundi [29. janúar 2010] sem vart á sér fordæmi. Þetta er búið að ganga í allan þennan tíma. Og eins og þetta hafi ekki verið nóg halda ákæruvald- ið og Seðlabank- inn áfram að reyna að sakfella þá, eftir að búið er að fella niður flestar ákærurnar og sýkna af því sem eftir stóð af fjölskipuðum héraðsdómi. Ég spyr bara hverjir geta leyft sér þetta? Menn verða að átta sig á því hvað er búið að gera þessum mönnum og fjölskyldum þeirra. Þessir menn höfðu drauma og væntingar um lífið og menntuðu sig til að láta þessa drauma rætast. Hafandi horft á þetta mál og fylgst með því er þetta orðið fyrir mér nýtt Geir- finnsmál.“ Þorsteinn Már segir máli Sam- herja ekki lokið. „Mannorð og mannréttindi verða ekki metin til fjár. Við mun- um ekki sækja fjárhagslegar bæt- ur. Málinu er þó ekki lokið.“ DÓMSTÓLAR SAGÐIR HAFA BRUGÐIST Þorsteinn Már Baldvinsson Forstjóri Samherja líkir Aserta- málinu við Geirfinnsmálið Bréf umboðs- manns Alþingis til fjármála- og efnahags- ráðherra, for- manns banka- ráðs Seðlabankans, seðlabankastjóra og stjórnskip- unar- og eft- irlitsnefndar Al- þingis var tekið fyrir hjá nefndinni á fimmtudaginn. Í bréf- inu er fjallað um kvartanir vegna framkvæmdar SÍ á reglum um gjaldeyrismál. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina hafa tekið formlega við bréfi umboðsmanns Alþingis. „Það er talsvert að vöxtum og krefst rækilegrar yfirferðar. Við höfum hafið þá yfirferð með það fyrir augum að kanna hvort við þurfum að bregðast við því á ein- hvern hátt,“ segir hann. Þingnefnd tekur bréfið til meðferðar Ögmundur Jónasson Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Kattafóður –Aðeins það besta fyrir köttinn þinn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.