Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Óðinn var léttur og skemmtilegur.
Hann var mjög góður söngvari eins
og best sést á laginu hans sem allir
eru núna að syngja,“ segir Ragnar
Bjarnason söngvari í samtali við
Morgunblaðið. Lagið sem um ræðir
þekkir þjóðin. „Ég er kominn heim“
er það yfirleitt kallað og nýtur svo
mikilla vinsælda um þessar mundir
að það er sungið hvarvetna þar sem
Íslendingar koma saman til mann-
fagnaðar, en vinsælast er það á
knattspyrnulandsleikjum. Svo vin-
sælt að talað er um nýjan þjóðsöng.
„Maður fær alveg gæsahúð þegar
það heyrist,“ sagði einn viðmæl-
enda blaðsins. Lagið verður eflaust
sungið hátt og snjallt í dag, þegar
Ísland mætir Lettlandi.
Hver var Óðinn?
Aftur á móti þekkja færri mann-
inn að baki söngnum, Óðin Valdi-
marsson, sem upphaflega gerði lag-
ið frægt. „Tíu árum eftir andlát
hans gekk eitt af lögum hans í end-
urnýjun lífdaganna,“ segir í pistli
sem birtist á Pressunni í vor og er
eftir Jón Óðin Waage, son Óðins.
„Hann fékk þá viðurkenningu sem
hann hafði þráð í marga áratugi.
En hún kom tíu árum of seint,“
skrifar hann og bætir við: „Það á að
heiðra fólk meðan það er lifandi.“
Óðinn var fæddur á Akureyri
snemma árs 1937, sonur fátæks
verkafólks. „Það var engin efn-
hagsleg meðgjöf, en þeim mun
meira af umhyggju og ást. Það var
reyndar meðfæddur hæfileiki þessa
unga manns, allir elskuðu hann.
Gáskinn heillaði alla. Hann var allt-
af hrókur alls fagnaðar,“ skrifar
sonur hans.
Söngferillinn hófst fyrir tilviljun.
„En risið upp á hinn litla stjörnu-
himin sem Ísland skartaði var
hratt. Hvert lagið á fætur öðru náði
vinsældum, honum var boðið til
höfuðstaðar landsins til að syngja
með vinsælustu hljómsveit lands-
ins. En fyrir ungan, fátækan Eyr-
arpúka var þetta hættuleg vegferð.
Að vera frá náttúrunnar hendi
heillandi umfram flesta þá bætir
það ekki að verða vinsælasti dæg-
urlagasöngvari landsins,“ segir Jón
Óðinn og rekur hvernig faðir hans
hraktist úr landi og við tók ferill
flakkarans um heim allan.
Allt var breytt
Þegar Óðinn sneri heim mörgum
árum seinna var allt breytt.
Skemmtanabransinn var annar og
nýjar stjörnur á himninum.
„Hann komst hvergi að, fallega
röddin fékk bara að hljóma í sam-
kvæmum, þar var hann enn aufúsu-
gestur, enn sama samkvæm-
isljónið,“ skrifar sonur hans og
heldur áfram: „Þannig liðu árin og
áratugirnir, áfengið réði för, hann
var alveg búinn að missa stjórn á
þeim fylginaut. Alltaf blundaði
samt draumurinn um endurkomu,
hann hafði reynt en ekki orðið
ágengt.
Að lokum fór líkaminn að gefa
sig. Krabbamein tók sér bólfestu í
hálsinum og eyðilagði röddina.
Hann gat ekki einu sinni talað leng-
ur. Fyrir honum voru þetta enda-
lokin, hann tók þá ákvörðun að
drekka sig í hel. Honum tókst það.
Fáir fylgdu honum til grafar, örfáir
vinir sem höfðu reynst sannir vinir
þegar á reyndi. Ein minninargrein
birtist í fjölmiðlum, lítil stúlka sem
hann hafði gengið í afastað skrif-
aði hana. Engin lög voru spiluð
honum til heiðurs á útvarps-
stöðvum. Hann yfirgaf þennan
heim vinafár.“
Byrjaði aftur með Björgvin
Fram kom í útvarpsþætti á dög-
unum að endurnýjaður áhugi á
laginu „Ég er kominn heim“ hefði
hafist með Íslandslagaplötu
Björgvins Halldórssonar 2003.
Smám saman hefði lagið náð fót-
festu og fjölmargir söngvarar og
kórar gert sínar útgáfur af laginu.
Það er eftir ungverskan gyðing,
Emmerich Kalman, og var upp-
haflega samið fyrir óperettu árið
1930. Mun það hafa borist hingað
til lands með bíómynd í lok sjötta
áratugarins. Jón Sigurðsson þýddi
textann. Það varð smellur þegar
það kom á plötu með KK og Óðni.
Lagið sem allir eru að syngja
„Ég er kominn heim“ sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt er eftirlæti þjóðarinnar Söngvarinn
varð stjarna ungur en réð ekki við frægðina „Mikill missir að honum,“ segir Ragnar Bjarnason
Söngvari Óðinn (t.v.) með Helenu Eyjólfs, Ingimar Eydal og félögum 1959.
Morgunblaðið/Golli
Tólfan Stuðningsmannasveitin Tólfan hefur gert lag Óðins Valdimarssonar að sínu og syngur það ótt og títt við góðar undirtektir annarra áhorfenda á landsleikjum Íslands.
„Það er mikill missir að honum.
Þessi strákur hafði alveg einstaka
rödd, rödd sem enginn annar
hafði,“ segir Ragnar Bjarnason
sem kynntist Óðni ungum. „Ég
syng þetta lag hans oft, síðast í
samkvæmi á laugardaginn,“ sagði
Ragnar. „Ég er alveg í skýjunum yf-
ir þeirri viðurkenningu sem hann
er að hljóta og átti skilið að fá
miklu fyrr.“ Ellý Vilhjálms söng
með Óðni með KK. Hún minntist
hans í útvarpsviðtali og sagði þá:
„Hann gat verið svo fyndin, hann
Ódi. Stundum sá hann að það lá
eitthvað illa á
manni. Þá þurfti
hann ekki annað
en að setja fing-
urna undir sitt
hvort axlarbandið
og segja: „Góðir
Íslendingar!“ og
svo söng hann!
„Hæ, tröllum á
meðan við tór-
um“ alveg svo kvað við! Og ég
þurfti ekki meir, ég hló og hló og
hló. Ómissandi svona menn.
Bjarga deginum!“
Mikill missir að honum
MEÐ EINSTAKA RÖDD
Ragnar
Bjarnason
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.
„Ég er kom-
inn heim …“
TEXTI ÖÐLAST NÝTT LÍF
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
MYRKVAGLUGGATJÖLD