Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Senegal-flúra hefur verið flutt fersk á erlenda markaði vikulega frá því í mars. Meginhlutinn er fluttur kæld- ur með skipum til Evrópu en einnig stöku flugi og um 20% framleiðsl- unnar fer með flugi til Bandaríkj- anna. „Við reynum að slátra fiskinum sama dag og hann fer í skip eða flug. Helst þannig að við getum verið að pakka síðasta sporðinum þegar bíll- inn kemur til að sækja sendinguna,“ segir Ólafur Arnarson, fram- kvæmdastjóri Stolt Sea Farm Ice- land ehf. sem rekur eldisstöðina í Höfnum á Reykjanesi. Fiskinum er pakkað í Sandgerði fyrir flutning á erlendan markað. Helstu markaðssvæðin eru Spánn og Bretland en einnig Frakkland og Ítalía. Þá fer hluti framleiðslunnar til Boston og New York í Bandaríkj- unum. Fínstilla framleiðsluna Framleiðslan er komin í gott horf. „Það er kominn stöðugleiki í fram- leiðsluna. Núna erum við að fínstilla hana. Kominn er góður kjarni starfsmanna. Markmiðið fyrir árið 2016 er að framleiða 550 tonn og full- nýta fyrsta áfanga stöðvarinnar,“ segir Ólafur. Tuttugu starfsmenn eru hjá fyrirtækinu. „Það er bara stækkun fram- undan,“ segir Ólafur um næstu skref. Ætlunin er að þrefalda hús- plássið þannig að það verði 75 þús- und fermetrar og auka framleiðsl- una upp í tvö þúsund tonn á ári. Verður væntanlega byrjað á fram- kvæmdinni í lok næsta árs eða byrj- un árs 2017. Styrjueldi í tilraunaskyni Í stöðinni er verið að gera til- raunir með eldi á styrju en móð- urfélagið er með styrjueldi í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Eldið er langtímaverkefni því það tekur að minnsta kosti átta ár að ala styrju þangað til hún er komin með hrognafyllingu og hægt er að skera hrognin úr hrygnunni. Til mikils er að vinna því að styrjuhrogn, kavíar, er afar verðmæt afurð. Í stöðinni eru gerðar tilraunir með mismunandi seltustig og hitastig á sjónum sem styrjan er alin í. Ólafur segir að nú sé verið að athuga hvort jarðsjórinn sem stöðin hefur aðgang að hjá Reykjanesvirkjun henti til eldisins. Undirbúa fjór- földun fram- leiðslunnar  Senegal-flúra frá Höfnum flutt viku- lega á markaði austan hafs og vestan Morgunblaðið/Eggert Senegal-flúra Fiskur búinn til út- flutnings í fiskvinnslu í Sandgerði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Minkur hefur gert sig heimakominn í miðborginni síð- ustu vikur og hans orðið vart á fleiri stöðum en síðustu ár. Guðmundur Þorbjörn Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, segir að víðast hvar á land- inu hafi mink fækkað á síðustu árum og borgin sé þá ekki undanskilin. Hins vegar hafi sú breyting orðið í ár að meira hafi orðið vart við mink í borgarlandinu. „Hér virðist hafa orðið aukning og töluvert verið kvartað vegna minks og meira heldur en undanfarin ár,“ segir Guðmundur. Á hárgreiðslustofu á Skólavörðustíg Hann segir að sú breyting hafi orðið frá síðustu árum að minks hafi ekki aðeins orðið vart í úthverfum heldur einnig óvenju mikið í miðborginni. Hann nefnir að nýlega hafi orðið uppi fótur og fit er minkur heimsótti hár- greiðslustofu á Skólavörðustígnum. Sá var rekinn öfugur út og sást síðast á leið upp Skólavörðustíg. Minkar gjóta að vori og læðan fer yfirleitt á stjá með yrðlingana í júlímánuði. Þeir fara síðan frá henni þegar líður á ágúst. „Þá kunna þeir tæpast fótum sínum forráð og fara gjarnan á flakk hingað og þangað. Slíkt hefur gerst áður hér í Reykjavík, en kannski ekki í sama mæli og núna,“ segir Guðmundur. Í eyjum og meðfram ám Hann segir að nýlega hafi frést af fimm minkum sem voru saman á hafnasvæðinu. Tveir þeirra hafi náðst í fjörunni við garðinn sem liggur frá Hörpu út í hafn- armynnið og einn við gamla Slysavarnafélagshúsið á Grandagarði. Í fyrradag hafi frést af mink á ferð við Hörpuna, en hann var horfinn þegar meindýraeyðir kom á vettvang. Það gæti verið sama dýr og var á ferðinni á þessum slóðum á sama tíma og Sinfóníutónleikar fóru fram í Hörpu í fyrrakvöld. Minkur er víða í útjaðri borgarinnar, upp með Elliða- ám, Korpu og Leirvogsá og nokkrum eyjanna á Sund- unum. Guðmundur segir að minkur hafi náðst í Engey, Viðey og Þerney. Ljósmynd/Jóhann Gunnar Helgason Í ætisleit Minkur við Ingólfsgarð, nálægt Hörpu, í fyrrakvöld. Þrír minkar hafa náðst við höfnina á síðustu vikum. Minkur gerir sig heima- kominn í miðborginni  Töluvert kvartað og meira heldur en undanfarin ár Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skoðað annan gúmmíbjörg- unarbát dragnótarbátsins Jóns Há- konar BA sem hvolfdi skyndilega og sökk út af Aðalvík í byrjun júlí sl. Fangalínan hafði ekki dregist nægi- lega út til að opna bátinn. Ekki er vitað um ástæður þess. Hvorugur björgunarbátur fiski- skipsins flaut upp þegar skipinu hvolfdi. Þrír skipverjar komust á kjöl og biðu þar björgunar í um klukkustund en fjórði skipverjinn fórst. Neðansjávarmyndir sem rann- sóknarnefndin aflaði sýndi að annar báturinn var fastur í sínum gálga og hafði ekki losnað frá eins og hann átti að gera. Hinn hafði losnað og lá á hafsbotni skammt frá flaki skips- ins. Sá björgunarbátur lenti í veið- arfærum fiskiskips á dögunum og opnaðist við það. Jón Arilíus Ingólfsson rannsókn- arstjóri segir að áður hafi sést að fangalínan hafi dregist út en ekki nóg til að báturinn opnaðist. Hann hefur væntanlega verið undir Jóni Hákoni í þann klukkutíma sem hann flaut á hvolfi og boxið fyllst af vatni. Jón segir ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst, hvort báturinn hafi krækst einhvers staðar í og þess vegna hafi línan ekki togast alla leið út. Enginn galli hefur fundist á bún- aðinum við skoðun rannsóknar- manna. Ekki er heldur vitað hvers vegna hinn báturinn losnaði ekki og hvers vegna Jóni Hákoni hvolfdi. Jón segir að verið sé að rannsaka slysið. „Við erum að reikna okkur í það hvað þurfi að ganga á til þess að þetta gerist.“ Hann segir að ekki hafi ver- ið ákveðið að taka skipið upp til að rannsaka það nánar, hvað sem síðar verði. Rannsóknarnefnd samgöngu- slysa taki ákvörðun um slíkt. helgi@mbl.is Fangalínan dróst ekki nógu langt út  Skoða björgunarbát Jóns Hákonar Ljósmynd/Jón Páll Jakobsson Fiskiskip Jón Hákon BA á veiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.