Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. desember 2015. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er athygli á því að umsóknum þarf bæði að skila rafrænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar- verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir framvindu þess áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undirbúa stærri verkefni á sviði rannsókna og/ eða þróunar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verkefnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar. Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi · Ártorgi 1 · 550 Sauðárkrókur · sími 455 5400 · www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Hann er 13 ára hugrakkur, skemmtilegur og hugmyndaríkur strákur. Þegar hann verður veikur verður hann að fá aðstoð, eins og önn- ur veik börn. Hann hefur grátið undir sæng allan afmælisdaginn sinn og sagst vilja deyja. Daginn eftir finnst honum að hann sé bestur í öllu og geti sigrað heiminn. Hann fer hátt upp og langt niður. Þess vegna kalla ég hann rússíbanann.“ Þetta segir Helga Björg Dagbjartsdóttir, móðir 13 ára drengs sem var greindur með geð- hvörf þegar hann var átta ára og er einnig með kvíðaröskun, ADHD og mótþróaþrjóskuröskun. Jólin áður en drengurinn átti að byrja í grunnskóla fór að bera á kvíða. Hann hafði farið í heimsókn í skólann, fannst það erfitt og kveið fyrir því að byrja í skóla. Um vorið fór hann í kvíðagreiningu og nið- urstaðan var að hann væri ekki með kvíðaröskun. „Fyrstu tvær vikurnar í sex ára bekk gengu mjög vel, en síð- an hrundi allt. Hann var úti um allt og vakti heilu næturnar. Þess á milli var hann mjög þungur, grét og var ofsalega kvíðinn. Hann nagaði allt sem hann komst í; föt og húsgögn og kvíðinn braust m.a. út í trúðslátum, áráttuhegðun, athyglisbresti, að- skilnaðarkvíða og árásarhneigð og ég þurfti oft að bera hann argandi í skól- ann,“ segir Helga. Erfitt að finna meðferð við hæfi Hann fór í greiningu hjá skólasál- fræðingi og niðurstaðan var að hann væri með ADHD. Helga segist hafa verið ósammála þeirri niðurstöðu, en samþykkti að sonurinn færi á ADHD-lyf. „Hann varð skrýtinn af þeim, vaknaði á nóttunni og bablaði eins og ungbarn. Eftir smá tíma var hann tekinn af lyfjunum. Þetta virk- aði greinilega ekki sem skyldi.“ Ýmislegt var prófað til að hjálpa piltinum, t.d. umbunarkerfi, meðferð hjá geðlækni og ýmis lyf, en ekkert bar árangur. Í 2. bekk var ákveðið að hann færi í átta vikna legu á barna- og unglingageðdeild, BUGL og þar fór hann einnig í ítarlega greiningu. Daginn áður en niðurstaða hennar átti að liggja fyrir rakst Helga á bækling um geðhvörf og fór að blaða í honum. Við það rann upp fyrir henni ljós. „Mér fannst eins og ég væri að lesa um son minn. Þess vegna varð ég ekkert hissa þegar geðlæknirinn sagðist hafa greint hann með geð- hvörf. Það var gott að fá nafn á það sem var að honum, við vorum búin að ganga í gegnum svo margt.“ Að sögn Helgu er mjög umdeilt að greina svo ung börn með sjúkdóminn, það er mjög sjaldgæft hér á landi og margir sérfræðingar voru ósammála þessari greiningu, en hafa nú fallist á hana. Góður stuðningur í skóla Við tók tímabil þar sem illa gekk að finna meðferð sem hentaði drengn- um, hann fékk tíð oflætisköst, svaf lít- ið sem ekkert og var mikið veikur. Hann var meira eða minna inni á BUGL allan 4. bekk og margt var reynt, bæði ýmis meðferðarform og lyf. Hann gat þó að mestu sótt skóla reglulega og Helga segir það vera þeirra „mestu lukku“ að hann var í Laugarnesskóla og síðar í Lauga- lækjarskóla. Þar fékk hann alla þá aðstoð sem hann þurfti frá fyrsta degi þrátt fyrir að vera ekki kominn með neina greiningu. Hann var í ein- staklingsmiðuðu námi og fékk stuðn- ing inni í bekk. „Ég heyri á foreldrum geðsjúkra barna að þetta er ekki allt- af svona. Sum fá litla aðstoð í skól- anum og ég hef líka heyrt um geðsjúk börn, sem eru aðeins eldri en hann, sem hefur verið vísað úr skóla. Skól- inn hefur gefist upp á þeim.“ Undanfarin ár hefur tekist að halda sjúkdómnum að hluta til niðri með lyfjagjöf sem dregur úr þeim sveiflum sem fylgja geðhvörfum og þegar á þarf að halda fer rússíbaninn á legudeildina á BUGL. Hann hefur verið í listmeðferð og í meðferð hjá geðlækni, en er talinn of ungur til að vera í viðtalsmeðferð. Meðvitaður um sjúkdóminn Frá fyrstu tíð hefur Helga rætt um sjúkdóminn við rússíbanann sinn. „Hann fékk að vita það strax, átta ára gamall, að hann væri með geð- sjúkdóm. Hann þurfti að skilja að stundum réði hann ekki við lífið og það væri eitthvað á bak við það að hann vildi stundum deyja. Að það væri ekki vegna þess að hann væri ómögulegur eða bjánalegur; þetta væri vegna sjúkdóms sem hann réði ekkert við. Það skiptir öllu máli fyrir sjálfsmynd hans að þetta sé ekki per- sónuleikinn hans, heldur sjúkdóm- urinn.“ Fyrir nokkru þurfti Helga að taka þá erfiðu ákvörðun að rússíbaninn færi tímabundið af heimilinu. „Hann var kominn í vítahring ofbeldis gagn- vart mér og eina leiðin til að brjóta það upp var að hann færi af heimilinu um tíma. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir nokkurn tíma að ég var orðin föst í ofbeldissambandi með syni mín- um og að systir hans var að upplifa heimilisofbeldi. Við gátum ekki hreyft okkur, sjúkdómurinn stjórnaði heimilinu. Ég veit að ég gerði það eina rétta fyrir framtíð okkar allra, ekki síst litlu systur hans sem má ekki gleymast í þessari rússíban- aferð. Í grunninn er drengurinn minn yndislegur, hjartahlýr og skemmti- legur og þegar köstunum lýkur líður honum mjög illa og fyllist vanlíðan.“ Rússíbaninn hennar Helgu er nú í svokölluðu styrktu fóstri á heimili á landsbyggðinni en í því felst að hann fær þar sérstaka umönnun og hjálp við að takast á við sjúkdóminn. Helga segir að það hafi tekið tæpt ár að koma þessu í kring og á því tímabili versnaði ástandið dag frá degi. „Til að komast í það úrræði þurfti ég að safna tilkynningum til Barnavernd- arnefndar. Þannig að ég fór í það. Ég bað nágranna mína um að tilkynna ástandið á heimilinu, ég kallaði lög- regluna á vettvang, ég fékk skólann til að tilkynna og ég tilkynnti líka sjálf um ofbeldið. Þetta er auðvitað fáránleg leið til að fá aðstoð, en sú eina sem er til.“ Áður en rússíbaninn fór á fóstur- heimilið dvaldi hann í Vinakoti, sem er sérhæft úrræði fyrir unglinga með ýmsan vanda og sjúkdóma, m.a. geðrasakanir. Haft var samband við Helgu frá Vinakoti og henni sagt að þar væri laust pláss og að hann væri velkominn þangað. Þegar hún hafði samband við þá félagsmálastofnun, sem hafði með mál drengsins að gera, til að inna eftir því hvers vegna henni hefði ekki verið sagt frá þessum möguleika var henni sagt að dvölin í Vinakoti væri of dýr og þess vegna hefði drengnum ekki verið boðið upp á hana að svo stöddu. „Þá hélt ég, í fyrsta skiptið síðan rússíbaninn minn veiktist að ég væri að fá taugaáfall. Ég varð svo reið. Hefði honum verið neitað um að leggjast inn á Landspít- alann í krabbameinsmeðferð vegna þess að hún er svo dýr? Af hverju eru líkamlegir og andlegir sjúkdómar ekki lagðir að jöfnu?“ Rússíbaninn minn fer hátt upp og langt niður Morgunblaðið/Golli Engir fordómar Helga ráðleggur öllum að vera opnir með geðsjúkdóma.  Sonur Helgu var átta ára þegar hann greindist með geðhvörf „Við erum með börn í meðferðar- úrræðum Barnaverndarstofu sem glíma við flókinn vanda sem stund- um samanstendur af þroska- eða geðröskunum og misnotkun vímu- efna. En við áttum okkur vel á að okkar úrræði megna ekki að sinna þörfum allra barna í vanda, heldur þarf þekkingu og úrræði fleiri þjón- ustukerfa,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri með- ferðar- og fóstursviðs Barnavernd- arstofu. „Það er auðvelt að vera vit- ur eftir á. En stundum vakna áleitnar spurningar um að sum mál hafi orðið of erfið vegna þess að það tókst ekki jafnóðum að veita við- unandi stuðning við foreldra og barn á heimili sínu. Auðvitað ættu að vera til úrræði fyrir alla og það er það sem við eigum ávallt að stefna að.“ Halldór segir að það sem einkenni þennan málaflokk sé að þörfin fyrir aðstoð geti verið viðvarandi og mikil yfir langan tíma en vandi sumra geti breyst mjög hratt til hins verra. „Því er mikilvægt að hanna þjónustuna þannig að hún sé stigskipt og að inn- gripin séu fjölbreytt og nógu sterk hverju sinni.“ Hann segir að það vilji einkenna umræðuna um börn og unglinga í vanda að einblína á skort á úrræðum í stað þess að horfa einnig á það sem til sé. „Við höfum víða í samfélaginu góða þjónustu við börn og unglinga í vanda. Því er m.a. stundum haldið fram að meðferð- arúrræði Barna- verndarstofu bjóði ekki upp á vímuefna- meðferð. Það er ekki rétt, úrræðin eru á margan hátt sérsniðin að þörfum barna sem glíma við samsettan og flókinn vanda þar sem neysla er hluti vand- ans. Ég held að lykillinn að betri þjónustu sé að færa hana framar, bæði í aldri og nær þeim sem þurfa hana. Ef við erum með fjölbreytt úr- ræði sem styðja hvert við annað aukast líkurnar á að við getum boðið upp á stigskipta þjónustu, þ.e. að vera með á hverjum tíma inngrip sem henta.“ Eruð þið komin með þetta þjónustustig núna? „Við erum ekki komin alla leið og eigum líklega alltaf að vera á hreyfingu. En ég held að við höfum komist nær því eftir að við innleiddum MST.“ Góður árangur Með MST á Halldór við svokallaða fjölkerfameðferð sem mikil áhersla hefur verið lögð á undanfarin ár í meðferðarúrræðum fyrir börn og ungmenni. MST er meðferð sem fer fram á heimili 12-18 ára unglinga í 4- Við erum ekki komin alla leið  Nýtt meðferðarheimili á döfinni Halldór Hauksson Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.