Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 21

Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 12. október 2015. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið • Þunguðum konum Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1182 / 2013 með breytingu nr. 635 / 2014. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsu- gæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi (Landakoti) s: 513 2100 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is Reykjavík, 9. október 2015 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is Helga hefur hug á að stofna stuðn- ingssamtök fyrir foreldra geðsjúkra barna, þar sem þeir gætu ráðlagt hver öðrum, veitt stuðning og þrýst á um umbætur í málaflokknum. Að mati Helgu er eitt af því sem háir geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga að hún er stundum á mörk- um heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Einu sinni var ég á fundi og fór allt í einu að sjá son minn fyrir mér sem heita kartöflu sem enginn vildi halda á og allir voru að henda á milli sín. Ein stofnunin sagði að hann ætti heima í heilbrigðiskerfinu, hin sagði að hann ætti frekar heima í velferð- arkerfinu. Stofnanir og úrræði benda hvert á annað og segja að hinn sé miklu hæfari. Þetta er stóra vanda- málið – kerfin tala ekki saman og það vantar alla yfirsýn og framtíð- arúrræði.“ Helga hefur kynnst nokkrum for- eldrum í gegnum innlagnir og með- ferðir sonar síns á BUGL og segir að oft hafi svo mikið gengið á í lífi fólks að það eigi enga orku aflögu. „Sumir geta einfaldlega ekki hugsað sér að setjast niður með hópi foreldra ann- arra geðsjúkra barna og ræða málin. Aðrir leggja mikla áherslu á að eng- inn fái að vita að barnið þeirra sé á BUGL. Ég skil það vel og myndi aldrei gagnrýna aðra foreldra geð- sjúkra barna. Ég veit hvað þeir ganga í gegnum. En ég myndi vilja vettvang þar sem ég gæti aðstoðað aðra foreldra. Það fer t.d. gríðarleg orka í að átta sig á því hvar þjónustan er.“ Hann er ekki geðhvörfin Helga segir að ýmissa umbóta sé þörf og nefnir m.a. að engin skamm- tímavistun sé í boði fyrir geðsjúk börn og að þá sé mikilvægt að huga að systkinum þeirra. „Að mínu mati reyna allir að gera sitt besta, BUGL, Barnavernd og allir aðrir. Þetta fólk hefur bjargað lífi okkar. En þessi málaflokkur er fjársveltur. Eitt sem ég vil berjast fyrir er að börnin fái að halda sínum geðlækni, sama hvar meðferðin á sér stað. Að það komi ekki alltaf nýr læknir að barninu mínu þegar það er í innlögn. Við það verður ákveðið rof í meðferðinni.“ „Ég veit að rússíbananum á eftir að ganga vel í lífinu og ég er sann- færð um að hann á eftir að ná tökum á sjúkdómnum. Hann er mjög list- rænn og ég vona að honum eigi eftir að takast að nýta það. Hann verður snillingur – en ég veit bara ekki ennþá hvaða tegund af snillingi. Hann var bara átta ára þegar hann greindist og sjúkdómurinn veldur því að hann gerir margt öðruvísi og skrýtið. En það má aldrei gleyma því að hann er bara eðlilegur strákur, hann er ekki sjúkdómurinn, hann er ekki geðhvörfin.“ Helga ákvað strax að engin ástæða væri til að fara í felur með sjúk- dóm drengsins síns og hún mun segja sögu þeirra mæðginanna á aðstandendaráðstefnu Geðhjálpar, Öðruvísi líf, sem haldin verður næstkomandi miðvikudag 14. október. Þegar hann fór fyrst í inn- lögn á BUGL sendi hún öllum for- eldrum barna í bekknum hans tölvupóst þar sem hún útskýrði málið fyrir þeim. Hann væri veikur á geði og hún bað um að það yrði útskýrt fyrir börnunum. „Það hafði þau áhrif að hann hefur aldrei mætt neinum fordómum í skóla- samfélaginu, hvorki hjá börnum eða foreldrum. Ég ráðlegg öllum að vera opnir með geðsjúkdóma, það er besta leiðin til að koma í veg fyrir fordóma. Ég veit vel að það er erfitt að segja þessi orð; Barnið mitt er geðveikt. En það hjálpar á svo margan hátt. Ég lét líka alla í stigaganginum vita af þessu, hann átti það til að gala og garga heilu næturnar. Það var nógu mikið verkefni að fá hann til að hætta þessu, þó ég þyrfti ekki að hafa líka áhyggjur af því að ná- grannarnir héldu að ég væri að ganga í skrokk á honum. Ég hef fengið 100% skilning á þessu,“ segir Helga og segist líka hafa fengið fullan skilning vinnuveit- enda vegna veikinda sonar síns. SENDI FORELDRUNUM Í BEKKNUM TÖLVUPÓST Engin ástæða til að fara í felur Geðhvörf, sem eru líka stundum köll- uð oflætis-/þunglyndissjúkdómur eða manic/depressive, einkennast ýmist af geðhæðar- eða geðlægðartímabil- um. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Geðhjálpar hamlar sjúkdómurinn getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til ranghugmynda. „Sjúklingar fá ýmist einkenni oflætis eða þunglyndis, eða eingöngu einkenni oflætis. Langur tími getur liðið á milli geðsveiflna og á þeim tímabilum er einstaklingurinn eðlilegur á geði. Ólíkt þunglyndi sem getur skotið upp kollinum hvenær sem er, láta geðhvörf nær alltaf fyrst kræla á sér hjá ungu fólki.“ Þar segir ennfremur að sjúkdóm- urinn sé algengur meðal þeirra sem búa yfir frjóu og kraftmiklu ímynd- unarafli, t.d. meðal framkvæmda- og listafólks og sjálfsvígshlutfall ein- staklinga með geðhvörf er hátt, eða um 18%. Við oflæti finnur einstaklingurinn fyrir mikilli líkamlegri og andlegri vellíðan, en þol fyrir áreiti er lítið og ánægjan getur því skyndilega breyst í æsing og reiði. Sjálfsstjórn og svefnþörf minnkar og sjúklingur í of- læti hefur háar hugmyndir um sjálf- an sig. Oflæti í langan tíma getur leitt til lífshættulegrar örmögnunar. Ein- kenni þunglyndis hjá geðhvarfasjúk- lingum eru þau sömu og hjá öðrum þunglyndissjúklingum; t.d. hugsana- deyfð, kvíði og uppgjöf og alvarleiki þess er breytilegur eftir einstakling- um. Tíðni geðhvarfa hefur verið rann- sökuð víða um heim. Þær rannsóknir sýna að hlutfall þeirra sem greinast með geðhvörf er u.þ.b. 0,8-1,0% og samkvæmt því eru 2.600 - 3.300 Ís- lendingar með sjúkdóminn. Geðhvörf virðast vera jafn tíð meðal kvenna og karla og sjúkdómurinn greinist oft- ast þegar fólk er á aldrinum 17-30 ára. Þó eru undantekningar frá þessu og einstaka aðilar upplifa geðhvörf á miðjum aldri og á eldri árum. Sjúkdómur 3.000 Íslendinga  Geðhvörf eru algeng meðal framkvæmda- og listafólks Getty Images/iStockphoto Geðhvörf Hlutfall þeirra sem greinast með sjúkdóminn er 0,8 - 1% og tíðnin er jafn mikil meðal karla og kvenna. „Þegar rússíbaninn er í of- læti tekur hann upp á ýmsu. Einn daginn endurraðaði hann öllu í herberginu sínu tíu sinnum, hann teiknar 50 myndir í röð, hendir hús- gögnum um allt og nagar þau,“ segir Helga. „Honum finnst hann geta allt í þessu ástandi og ég hef oft þakkað fyrir að hann er kvíðinn líka. Kvíðinn heldur nefnilega aftur af því að hann leiti í áhættuhegðun. Síðan sveiflast hann niður, þá fær hann dauðahugsanir og grætur.“ FINNST HANN GETA ALLT Teiknar 50 myndir í röð 5 mánuði, hún er gagnreynd, löguð að þörfum hvers og eins og snýr að öllu nærumhverfi barnsins. Áður var fyrst og fremst boðið upp á úrræði í formi vistunar utan heimilis, en síð- an MST var tekið upp árið 2008 hafa yfir 400 fjölskyldur nýtt sér þennan möguleika. Árangursmælingar hér á landi sýna m.a. að við lok MST eru um 80% barna í skóla eða vinnu og 88% komast ekki í kast við lögin. Að sögn Halldórs hafði lengi verið kallað eftir úrræðum á heimavelli barnanna og MST styður við önnur meðferðarúrræði þegar það á við. „Áður gat það gerst, að barn sem hafði verið vistað utan heimilis og gengið ljómandi vel, gat farið fljót- lega í sama farið þegar það kom heim til sín.“ MST er ekki ætlað börnum með alvarlegar þroska- eða geðraskanir og eitt af því sem Barnaverndarstofa telur þörf á að innleiða nú er útgáfa af MST sem kallast MST-Psychiat- ric sem er sérsniðin að þeim börnum og þar er geðlæknir hluti af með- ferðarteyminu Að sögn Halldórs hefur það sýnt sig í öðrum löndum að þessi meðferð dregur úr þörf á innlögnum. Af öðrum nýjungum sem Barnaverndarstofa hefur til skoð- unar er meðferðarfóstur, sem átti að koma á laggirnar árið 2008 en þurfti að fresta vegna bankahrunsins. Það byggist á svipuðum grunni og MST, en börnin búa á fósturheimilum meðan á meðferðinni stendur. „Von- andi verður þetta á dagskrá í næstu framkvæmdaáætlun í barnavernd.“ Annað sem er á döfinni er nýtt meðferðarheimili fyrir börn með al- varlegan hegðunar- og vímuefna- vanda, en undanfarin ár hefur Barnaverndarstofa verið í viðræðum við velferðarráðuneytið um hvernig þróa eigi slíkt heimili. Það yrði á höf- uðborgarsvæðinu og þar gætu 6-8 börn og unglingar verið í einu. „Ég get ekki svarað hvenær þetta yrði að veruleika. Við höfum ekki fengið fjárveitingu til rekstursins, en und- irbúningur er hafinn og eðlilegt að hann taki nokkurn tíma,“ segir Hall- dór. Stundum verða árekstrar Hann segir að flest börn, sem eru í hegðunar- og vímuefnavanda og þurfa þjónustu frá barnavernd, séu með ýmsar þroska- og geðraskanir til viðbótar. „Sum þeirra eru með mjög alvarlegan slíkan vanda og þá reynir á fleiri þjónustukerfi. Þar þarf að skoða og ákveða hvar þarf að brúa bilið í þjónustunni. Um langa hríð hefur það verið úrlausnarefni hvernig barnaverndarstarfsmenn geti fléttað inn í úrræði sín sértæka þjónustu við börn sem glíma við al- varlegar geðraskanir. Þrátt fyrir gott samstarf og góðan vilja verða stundum árekstar á milli Barna- verndar og heilbrigðiskerfisins. Við höfum lengi bent á að það þarf skýr- ari mynd af því hver á að sjá um heil- brigðisþátt þessara barna.“ Getty Images/iStockphoto Úrræði Sífellt er verið að þróa þau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.