Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Segja má að salan á um 10% hlut í Símanum fyrir almennt hlutafjárút- boð hafi falið í sér ákveðna áhættu- dreifingu fyrir bankann. Þannig var hægt að bjóða hæfilega stóran hlut í hlutafjárútboðinu en jafnframt ná eignarhlut bankans niður fyrir 10% að skráningu lokinni,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður sam- skiptasviðs Arion banka, spurður um ástæðu þess að bankinn seldi hópi fjárfesta hlut í Símanum skömmu fyr- ir útboð. Í aðdraganda þess að bank- inn bauð 21% hlut í Símanum til kaups í almennu útboði seldi hann fjárfestahópi um 5% hlut í fyrirtæk- inu á genginu 2,5 og völdum við- skiptavinum bankans hlut af svipaðri stærðargráðu á genginu 2,8. Í útboð- inu reyndist meðalgengi á hlutum í fé- laginu vera 3,33 eða 19-33% hærra en gengið sem hóparnir tveir fengu að kaupa hluti sína á. Mismunurinn nemur um 720 milljónum króna. Leituðu besta verðsins Haraldur segir að bankinn hafi vilj- að tryggja að ekki yrði of mikið fram- boð af bréfum í útboðinu sem lauk fyrr í vikunni. „Við ákvörðun á fyrirkomulagi á sölu á 38% hlut bankans í Símanum var horft til ýmissa þátta, svo sem framboðs og væntrar eftirspurnar, sem og samsetningar hluthafa félags- ins. Grunnmarkmið bankans við söl- una var að hámarka söluandvirði hlutarins sem og að tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum mark- aði eftir skráningu. Of mikið framboð af bréfum í tengslum við skráningu eða eftir skráningu gæti gengið þvert á þau markmið.“ Haraldur segir að við verðlagningu á hlutabréfunum hafi verið litið til þess að þeir sem keyptu hluti fyrir útboðið eru bundnir að því að halda í hlutina í ákveðinn tíma. „Helmingur af þessum 10% hlut var seldur eftir að tilboð barst frá fjár- festahópi í kringum stjórnendur Sím- ans og var talið að það myndi styrkja félagið fyrir hlutafjárútboðið og til framtíðar. Hinn helmingurinn var seldur til breiðs hóps viðskiptavina bankans. Í fyrra tilfellinu voru 18 mánaða söluhömlur og í því síðara 3ja mánaða. Meiri áhætta er fólgin í því að kaupa hlutabréf með söluhömlum sem réttlætir lægra verð enda óvíst hvern- ig hlutabréfaverð þróast og hvert það verður þegar söluhömlum verður af- létt,“ segir Haraldur. Segja áhættustýringu hafa ráðið för hjá bankanum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Útboð Arion banki hefur á síðustu sjö vikum minnkað hlut sinn verulega í Símanum og á nú 7% í stað 38% áður.  Arion banki segir að óvissa hafi verið uppi um þátttöku í hlutafjárútboði Símans 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015                                     ! "#  #$% !  # #!" "% " ! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 !"  !" % $ "! !" %  $ #%" "  ! #   ! %$  # # #" #% # " "%! !     Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi langtíma ríkisbréfa hefur hækkað mikið síðastliðinn mánuð eða um 4,3%. Það jafngildir um 66% hækkun á ársgrunni, að því er fram kemur í skuldabréfayfirliti Capacent. Að meðaltali hefur gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 1,9% síðastliðinn mánuð. Hækkunin hefur verið mjög misjöfn eftir flokkum en gengi skamm- tíma ríkisbréfa hefur lítið hækkað eða vel innan við eitt prósent. Capacent bendir á að stýrivextir Seðlabankans myndi vaxtaviðmið sem aðrir vextir eiga að fylgja, en á meðan stýrivextir Seðlabanka hafa hækkað um hálft prósentustig hafi vextir á markaði lækkað um 1,3 prósentustig. Seðla- bankinn virðist því hafa misst stjórn á vaxtaskipinu tímabundið í það minnsta, að því er segir í skuldabréfayfirliti Capacent. Gengi langtíma ríkis- bréfa hækkað um 4,3% ● Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar til ágúst sýnir að tekjujöfnuðurinn var lítillega jákvæður sem er betri staða en gert hafði verið ráð fyrir. Innheimtar tekjur jukust um 24,4 milljarða milli ára og greidd gjöld jukust um 37,3 milljarða. Tekjur ríkissjóðs námu 429,3 milljörðum og gjöld námu 428,9 milljörðum króna. Betri staða ríkissjóðs en gert var ráð fyrir STUTTAR FRÉTTIR ... Kvika er nýtt nafn á MP Straumi sem varð til við samruna MP banka og Straums fjárfestingabanka. Nýja nafnið var kynnt starfsfólki síðdegis í gær og tekur nafnbreyting gildi í kjölfar hluthafafundar sem haldinn verður á mánudagsmorgun. Þá verð- ur vefsíðu bankans og heimabankans breytt. Í tilkynningu segir að nafnið vísi í óbeislaða orku íslenskrar náttúru, jarðkvikuna sem iðar og hrærist, umbreytir og skapar spennu. Sam- hliða nafnbreytingunni verður tekið upp nýtt merki. „Með nafnbreytingunni erum við að stíga síðasta formlega skrefið í sameiningu tveggja öflugra fjár- málafyrirtækja. Að vissu leyti er þetta nýtt upphaf fyrir bankann, sem þó byggir áfram á þeim góða grunni sem lagður var í Straumi fjár- festingabanka og MP banka. Við er- um afskaplega ánægð með að vera orðin Kvika og vonum að viðskipta- vinir verði jafn ánægðir með nýtt nafn og breyttar áherslur sameinaðs banka,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku. Ný fjárfestingarstefna Kviku er samkvæmt tilkynningu ætlað að vera umbreytingabanki sem sérhæfir sig í alhliða þjónustu við sparifjár- og innlánseigendur á sviði eignastýringar. Kvika hyggst fyrst íslenskra banka innleiða nýja fjárfestingarstefnu sem snýr að samvinnu bankans og viðskiptavin- arins og nefnd er „partnership bank- ing“. Að sögn bankans miðar stefnan að heildarhag allra; viðskiptavina, eigenda og starfsmanna. Morgunblaðið/Golli Kvika Sigurður Atli Jónsson segir nýtt nafn síðasta skref sameiningar. MP Straumur verður Kvika  Hyggst sérhæfa sig í umbreyting- arverkefnum Samkvæmt kaupréttaráætlun sem eigendur Símans hafa samþykkt mun fyrirtækið gefa út nýtt hlutafé á næstu þremur árum að að nafn- verði allt að 510 milljónir. Það hlutafé munu starfsmenn fyrir- tækisins geta keypt næstu þrjú árin á genginu 2,5 óháð því hver verðþróun verður á markaði. Sam- kvæmt skráningarlýsingu Símans hafa 613 starfsmenn skráð sig fyrir liðlega 438 þúsund hlutum fyrir 1,1 milljarð króna. Sé miðað við meðal- útboðsgengið hefur kaupréttur starfsfólksins þegar vaxið að verð- gildi um 356 milljónir króna. Í skráningarlýsingu kemur fram að Orri Hauksson, forstjóri Símans, hefur keypt um 0,47% hlutafjár í eigin nafni og í gegnum tengda að- ila. Kaupverð hlutarins er 115 millj- ónir króna miðað við gengið 2,5 krónur á hlut. Verðgildi hlutar Orra er komið í 152 milljónir króna miðað við meðaltalsverðið í útboðinu í vik- unni. Starfsfólk kaupir á lægra gengi VERÐGILDI HLUTAR FORSTJÓRANS HÆKKAÐI UM 37 MILLJÓNIR Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.