Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 29

Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Á KORP UTORG I LAUG ARDAG INN 10 . OKTÓ BER VEITIN GAR FY RIR ME NN OG DÝRFJÖLD I AFMÆ LISTIL BOÐA OPIÐ Í LEIKSKÓLANUM ÓKEYPIS PRUFUTÍMI Í FYLGD EIGENDA KLÓAKLIPPINGAR FYRIR HUNDA FRÍAR I I I HUNDAFÓÐUR HUNDAFÓÐURORIGINALOR IGINAL VILLIKETTIR OG DÝRAHJÁLP VERÐA Á STAÐNUM 5% af sölu Brit, Orijen, Acana, Happy Life, Lara og ProPlan rennur til Dýrahjálpar Íslands Í aðsendri grein í Morgunblaðinu 8. október sl. bendir Sig- ríður Á. Andersen þingmaður á athygl- isverðar staðreyndir varðandi losun gróð- urhúsalofttegunda hér á landi. Bendir grein- arhöfundur á að að- eins 4% af heildar gróðurhúsaloftteg- undum komi frá fólksbílum, 96% af þeim eru af öðrum völdum! Einn stærsti orsakavaldurinn er fram- ræsing á landi svo sem skurðir sem voru grafnir hér á árum áður um allt land en standa nú margir eng- um til gagns. „Aðeins 4.101 þúsund tonn af 15.730 þúsund tonna heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, árið 2012, mælt í svokölluðum koltvísýringsígildum telst inn í bókhald Kyoto-bókunarinnar. Stærsti hluti losunarinnar, eða 11.629 þúsund tonn, teljast ekki með en sú losun stafar af fram- ræstu landi.“ Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins við fyrirspurn Sigríð- ar Á. Andersen um losun gróð- urhúsalofttegunda. „Umferð fólksbíla vegur 13% af því sem telst til Kyoto-bókunarinnar en aðeins tæplega 4% séu heildartölurnar notaðar.“ Í allri umræðu sem verið hefur um málið hér á landi hefur nánast án undantekningar verið einblínt á fólksbílinn og hann gerður að blóraböggli. Hins vegar er það svo að aðeins lítinn hluta heildarlos- unar á gróðurhúsalofttegundum (Co2) má rekja til bílaumferðar. Þá má spyrja höfum við verið á rangri leið í skattlagningu á bílum og eldsneyti og umræðan í fjölmiðlum sem og annars staðar á algjörum villigötum. Af hverju er heild- armyndin ekki skoðuð þegar verið er að ræða um loftslagsmál, af hverju er horft framhjá lang- stærstu vandamálunum er kemur að losun? Í umræðunni eru alltaf birtar myndir af fólksbílum og á sama tíma slá ákveðnir pólitíkusar, núverandi og fyrrverandi, sér á brjóst með stórkallalegum fyrir- sögnum um að draga verði úr um- ferð því annars sé voðinn vís. Er það ábyrgur fréttaflutningur og eru þar ábyrgir aðilar á ferð? Vissulega þarf að draga úr út- blæstri bíla en það hefur svo sann- arlega verið gert og er hvergi lokið. Fullyrði ég að enginn hefur gert betur í þeim málum en bílgreinin en stórkostlegar framfarir hafa verið á allra síðustu árum hjá fram- leiðendum í þá átt að draga úr los- un og minka eyðslu þó svo að upp hafi komið alvarlegt misferli hjá einum framleiðanda. Það sýnir hins vegar að grannt er fylgst með þessum málum og verður það eft- irlit hert enn frekar í kjölfarið. Við sem búum hér á landi verðum háð fjölskyldubílnum um ókomna tíð, það gerir lega landsins, stærð þess, veðurfar og fámennið. Við getum ekki borið okkar samgöngumáta saman við önnur lönd í kringum okkur eins og margir vilja gera nema að litlu leyti. 330 þúsund manna sam- félag í stóru landi get- ur aldrei komið upp sömu almennings- samgöngum og al- gengar eru á meg- inlandinu í milljónasamfélögum þar sem landamæri liggja hver upp að öðr- um. Ekki getum við heldur treyst á að við komumst allra okkar ferða á reiðhjóli þó svo að það sé góður kostur með í sam- gangnaflórunni. Það þarf að taka umræðu um loftslagsmál og meng- un hér á landi til gagngerrar end- urskoðunar. Öfgakenndar yfirlýs- ingar og ein stefna í þessum málum er eitthvað sem skilar engum ár- angri heldur þvert á móti, s.s. verri stöðu í loftslagsmálum og lakari samgöngum. Forsætisráðherra hef- ur gefið út að Ísland muni draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 40% fyrir árið 2030 sem er jákvætt en þá þarf að skoða hvað er áhrifa- ríkast til að ná þeim árangri í heild. Það þýðir ekki að einblína þar á fólksbílinn. Það mun ekki nást með því að þrengja að umferð þannig að bílar standi í gangi í umferð- arteppum. Fólk hættir ekki að nota bíl þeirra vegna heldur reiknar með meiri tíma til ferðalaga, þar tapast ýmis gæði. Ekki næst það heldur með innflutningi á bætiefn- um í eldsneyti sem er unnið á kostnað matvælaframleiðslu og eyðingu skóga til að koma fyrir ökrum þar sem ræktað er „um- hverfisvænt“ bætiefni í eldsneyti! Það þarf að skoða þessi mál heild- rænt miðað við allan útblástur alls staðar í heiminum. Í því ljósi get- um við metið hvað það er sem við hér á þessari eyju getum gert þar til bóta án þess að vera alltaf að einblína á þann sem hlutfallslega hefur staðið sig best í umbótum og er aðeins ábyrgur fyrir 4% af heild- inni eða fólksbílinn. Umræða um loftslagsmál villandi Eftir Özur Lárusson » Aðeins 4% af heildar gróðurhúsaloftteg- undum koma frá fólks- bílum, 96% af þeim eru af öðrum völdum. Özur Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.